Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS SOS hnötturinn verði sendur á stað í janúar 1958. Hvað er þessi Vanguard áætlun? Henni er nú fyrst og fremst ætl- að að fræða oss um ýmislegt, með því að leysa úr þessum spurning- um: Hve heitur verður gljáfægð- ur hlutur þegar sól skín á hann úti í himingeimnum? Hve heitur verður sami hlutur ef hann er hvít- málaður? Hve fljótt kólnar hann þegar hann kemst í skugga jarðar? Hvað verður hann fyrir margs konar geimgeislum? Hvað mundi hann rekast á margar smáagnir í geimnum? (Ekki er nein hætta á að hann rekist á stóra loftsteina, en með stórum loftsteinum er átt við þá sem eru þumlungur í þver- mál eða þaðan af stærri). Nú er Vanguard gerfihnetti ætl- að að snúast umhverfis jörðina á yztu mörkum gufuhvolfsins, og má því fá miklar upplýsingar um þétt- leik loftsins ofar en rákettur hafa áður komizt lengst. Að lokum fell- ur gerfihnötturinn til jarðar og mun brenna upp til agna þegar hann kemur í þéttara loftslag — en hve hátt uppi verður það? Þeir gerfihnettir, sem nú er ráð- gert að skjóta út í geiminn, munu sennilega leysa úr öllum þessum spurningum. Og með þeirri reynslu, sem þá er fengin, verður sennilega haldið áfram tilraunum stig af stigi. Næsta skrefið verður sennilega, að senda út í geiminn gerfihnött, sem ekki hefir neitt annað innan borðs en sjónvarpstæki. Þessi gerfi- hnöttur verður að vera þannig út búinn, að hann geti verið á flugi langalengi, og falli ekki til jarð- ar eftir nokkra daga eða vikur eins og Vanguard. Hreyfiafl hans verður því annað hvort að vera einhver tegund kjarnorku, eða þá að hann breytir útgeislan sólar í raforku og knýr sig þannig sjálf- ur áfram. Hann verður og að vera þannig útbúinn, að sjónvarps myndavélin snúi alltaf til jarðar. Myndir þær, sem hnöttutinn tekur og sjónvarp- ar til jarðar, munu ekki hafa neina hernaðarlega þýðingu. En þær geta orðið veðurfræðingum að ómetan- legu gagni, því að þær munu sýna hvernig loftstraumar haga sér. Annað gagn, sem hafa mætti af þessari mannlausu sjónvarpsstöð í háloftunum — og gæti orðið raun- veruleiki eftir 10—12 ár — er það að nota mætti hana sem endur- varpsstöð fyrir sjónvarp frá jörðu. Væri þá þessi eini gerfihnöttur endurvarpsstöð fyrir alla jörð, og sjónvarp komið um öll lönd. Mönn- um kann að finnast þetta fjar- stæðukennt, en margt undarlegra hefir þó skeð, því að þetta er hægt samkvæmt útreikningum. Erfiðasta viðfangsefnið er það, hvernig á að láta gerfihnöttinn komast aftur til jarðar. Hætt er við, að mannlaus hnöttur geti það aldrei, hann muni koma með svo miklu kasti inn í hið þétta gufu- hvolf jarðar, að hann brenni upp á svipstundu. En væri hann eitt- hvað í líkingu við flugvél og hægt væri að stýra honum, þá er ekki útilokað að hann kæmist óskemmd- ur til jarðar aftur, ef maður eða menn væri í honum. Enginn mun þó að svo komnu hætta á að senda flugmann á slíku farartæki út í geiminn, enda þótt það farartæki væri orðið svo öflugt að það gæti borið einn eða tvo menn. Þar mun þó koma, að menn hafa lært svo mikið, að þeir vita hvern- ig flugtæki, sem fer út í geiminn, getur örugglega snúið aftur til jarðarinnar. Þegar svo er komið, koma ný flugtæki til söguhnar. Annað verður farþegaflugvél, knú- in áfram með rákettum og flýgur utan við gufuhvolfið. Hún gæti far- ið yfir Atlantshafið á tæpri 'kkustund. Dr. Walter Dorn- NÝTÍZKU vísind' gera einvalds- drottnun mörgum sinnum verri en hún hefir nokkurn tíma verið. Og aldrei hefir hin gamla frjáls- lynda stefna verið jafn nauðsyn- leg og nú: Hugsanafrelsi, mál- frelsi, ritfrelsi, frjáls gagnrýni á stjórnarstefnu og lögmæti þess að meiri hluti skuli ráða. Alit eru þetta gamiar kröfur og hafa misst nokkuð af áhrifavaldi sínu vegna þess hve oft þær hafa verið endurteknar. En aldrel í sógu mannkynsins frá upphafi hafa þær haft svo mikla þýðingu sem einmitt nú. Þessar hugleiðingar leiða mig inn á annað svið mannlegs við- horfs. Hin fullkomna þekking nægir ekki kröfum mannanna. Það þarf einnig að kenna mönn- um að lifa, benda þeim á þær hugsjónir, sem stefna ber að og menn hafa fengið með trúar- brögðunum, heimspekinni, skáld- unum og hinum dáðu hetjum. Ekkert skipulag, engin fullkom- in vísindi geta komið í stað þess- ara lífsþarfa. Vísindin geta held- ur ekki bent á að neitt af þessu skuli tekið fram yfir hitt. Á næstu hálfri öld verður tening- unum kastað um tvær gjörólíkar skoðanir á því, hvað gefi lífinu það gildi, að vert sé að því sé lifað. Annari stefnunni fylgi eg — hina fyrirlít eg. BERTRAND RUSSEL. berger hefir þegar gert uppkast að slíkri flugvél. Hitt mun verða flug- tæki, einnig knúið rákettum, sem fer út fyrir gufuhvolfið og selflyt- ur þangað efni í sérstaka stöð, þar sem menn geta hafzt við að stað- aldri. — ATHS. — Orðið ráketta (raket) er myndað eins og rádýr (hið fráa dýr, hin frá ketta). Og þar sem rákettan fer hvæsandi, minnir hún á kött. Skut- ull heitir og rá.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.