Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 6
306 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Helztu tungumál heimsins FRÓÐUSTU menn hafa komist að þeirri niðurstöðu, að í heimin- um sé töluð 2796 tungumál nú sem stendur, og eru þá mállýzkur eklci taldar með. En hér með eru talin 1000 tungumál Indíána í Ameríku, 500 tungumál Svertingja í Afríku og 500 tungumál ýmissa þjóðabrota í Asíu og á Kyrrahafseyjum. En þau tungumál, sem töluð eru af milljón manna, eða meira, munu tæplega nema 200. Hér fer á eftir skrá um þau tungumál, sem flestir tala: Kínverska.............. 500.000.000 Enska ................. 250.000.000 Hindustani ............ 160.000.000 Rússneska.............. 150.000.000 Spanska................ 120.000.000 Þýzka.................. 100.000.000 Japanska .............. 100.000.000 Franska ................ 80.000.000 Indonesiska ............ 80.000.000 Portúgalska ............ 60.000.000 Bengalska............... 60.000.000 ítalska ................ 60.000.000 Arabiska ............... 50.000.000 Öll önnur tungumál .. 830.000.000 Talið er að nú sé í heiminum um 2500 miljónir manna, og er þá ein- kennilegt að það skuli aðeins vera 13 tungur, sem talaðar eru af fleiri en 50 miljónum hver. Síðan er stórt bil á milli þeirra, og hinna er næst- ar koma. Af þessum 13 tungum, er flestir tala, eru sumar eingöngu bundnar við heimahagana, svo sem kín- verska, japanska, bengalska og indonesiska. En aðrar tungur eru talaðar um allan heim, eins og enskan. Hún er útbreiddasta tungu- málið, og þar næst kemur franska. Um enskuna er það að segja, að hana tala 160—170 miljónir manna í Bandaríkjunum og 15 miljónir manna í Kanada. í Evrópu tala hana 50 miljónir manna á Bret- landseyjum. í Ástralíu og Nýa Sjá- landi tala hana um 10 miljónir manna. Svo koma ýmis yfirráða- svæði Breta og Bandaríkjamanna, og fyrverandi yfirráðasvæði Breta, þar sem enska er töluð. Með þessu móti er talið að enskan sé móður- mál 250 miljóna manna. En þar með er ekki öll sagan sögð, því að enskukunnátta er svo útbreidd meðal annara þjóða, að talið er að um 600 miljónir manna geti talað hana. En það þýðir aftur að með enskukunnáttu geta menn náð til fjórða hvers manns á jörðinni. Þetta kann að þykja orðum auk- ið, en margt styður þessa niður- stöðu. Fyrst er þá að geta þess, að engin tunga er kennd jafn mikið og enska í öllum löndum heims, að undan teknum löndunum aust- an við járntjald. í Evrópu tala að minnsta kosti 5 miljónir manna ensku, og aðrar 5 miljónir spönsku- mælandi og portugölskumælandi manna í Suður-Ameríku, Mið- Ameríku og Mexiko, tala ensku jöfnum höndum. Og í fyrverandi löndum Breta í Asíu, Indlandi, Pakistan, Burma og Ceylon, er ótölulegur fjöldi manna, sem skil- ur og talar ensku. Meira að segja er því haldið fram að Indverja megi telja þriðju í röðinni af enskumælandi þjóðum. Franska er töluð af fleirum í Evrópu en Frökkum einum, því að hún er móðurmál mikils hluta belgisku þjóðarinnar og nokkurs hluta svissnesku þjóðarinnar, og í báðum þeim löndum hið opinbera tungumál. Hún er einnig töluð í ýmsum öðrum löndum Evrópu, jafnvel fyrir austan járntjald, og eru það leifar af því er enginn þótti menntaður maður nema hann kynni frönsku. í Vesturálfu er franska töluð í austurhluta Kanada, Haiti, frönsku Guinea, Martinique og víðar. í Afríku er franska opinbert tungumál í Marokko, Tunis, Algier, frönsku Vestur Afríku og Mið Afríku og Madagaskar. Og franska lifir enn sem nýlendumál í Indókína og á fjölda eya í Indlandshafi og Kyrra- hafi. í mörgum stöðum í Vestur- heimi, Afríku og Asíu, þar sem rómönsk mál eru töluð, heldur franskan enn fornu heiðurssæti, sem mál hinna menntuðu manna, enda þótt hún fari nú víða halloka fyrir enskunni. Hægt er því að gera sig skiljanlegan á frönsku miklu víðar en flesta grunar. Spánska er þriðja útbreiddasta tungumálið. Það er eigi aðeins tal- að á Spáni, heldur einnig í Ame- ríku sunnan Bandaríkja. Það er einnig talað í nokkrum nýlendum, sem Spánverjar eiga enn í Afríku. Og spánskan er ákaflega lífseig. Enn talar nokkur hluti Filipsey- inga spönsku, enda þótt langt sé síðan að yfirráðum Spánverja lauk þar. Rússneska er aðallega bundin við heimalandið, en þó breiðist hún nú óðum út í leppríkjunum. Henni eru nokkurn veginn glögg takmörk sett í Austur Evrópu og Síberíu. En innan þeirra takmarka er sjötti hlutinn af öllu þurlendi jarðar. Þýzka er aðalmálið í Mið- Evrópu. Hún er töluð í Þýzkalandi, Austurríki og nokkrum hluta Sviss. Þýzkan er, eins og franskan talin mál menntamanna, og sérstaklega þýðingarmikil í ýmsum vísinda- greinum. Portúgalska er eigi aðeins þjóð- tunga Portug*alsmanna, heldur einnig Brazilíumanna. En Brazilía er stærri heldur en Bandaríkin og þar búa 50 miljónir manna, eða um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.