Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 8
soe LESBÓK MORGUNBLAÐSINS GRIMDASKIP Þau eru hraðskreið og góð í sjó að leggja ÖLDUM saman hafa skipasmiðir spreytt sig á því að finna það lag á skipum, að sjórinn veiti þeim sem minnsta mótstöðu. Eftir því sem skip eru bringubreiðari og rista dýpra, eftir því hafa þau meira erfiði, mótstöðuafl sjávarins er meira og þau skríða minna. Eftir því sem þau eru grunnskreiðari, er viðnám sjávarins minna. Þess vegna fór Alexander Graham Bell, hinn frægi hugvitsmaður, að hugsa um það hvernig skip gæti lyft sér í sjónum, svo að mótstaðan yrði minni. Varð það til þess að hann lét smíða svonefnt grindaskip árið 1919, og var það kallað „HD-4“. Það var þannig, að undir því var grind á stálþynnum, sem áttu að gegna líku hlutverki í sjónum og flugvélavængir í lofti. Þegar þessi bátur var reyndur, kom í Ijós að hann lyfti sér upp úr sjónum þegar hann var kominn á fulla ferð, og sigldi eftir það á grindinni einni saman. Við það jókst hraði hans svo, að hann fór 70,86 sjómílur á klukkustund. Þessi hugmynd var þó ekki alveg ný. ítalskur hugvitsmaður, Enrico Forlanini, hafði þegar upp úr alda- mótum farið að spreyta sig á að smíða grindabát: Var þessi bátur reyndur 1905. Hann lyfti sér upp úr sjónum og sigldi þá með 44 sjó- mílna hraða. Á því sést að um mikla framför var að ræða þar sem bátur Graham Bells var, enda var þá farið að gefa þessari nýu upp- götvun mikinn gaum víða um heim. Þegar báturinn er kominn á mikla ferð, hefur hann sii? unn úr sjónum. í seinni heimsstyrjöldinni smíð- uðu Þjóðverjar margar gerðir af slíkum bátum og notuðu þá aðal- lega til strandvarna. Sá, sem gerði teikningarnar að þessum bátum, hét Hans von Schertel og hafði hann lært hjá Forlanini. Að stríð- inu loknu settist hann að í Sviss- landi, fekk einkaleyfi á grindabát- um sínum og stofnaði svo hlutafé- lag til þess að hagnýta einkaleyfið. Síðan 1947 hefir flotamálaráðu- neytið bandaríska lagt mikið kapp á að smíða slík skip og endurbæta þau. Sérstaklega hefir verið lagt kapp á að smíða smáskip, er hent- uðu til þess að flytja herlið á land úr herskipum. Hefir það reynzt all- miklum vandkvæðum bundið, því að fyrir lendingarbáta geta grind- urnar orðið hættulegar, og þarf því að hafa útbúnað til þess að hægt sé að draga grindurnar upp að byrðing bátsins, líkt og flugvélar geta dregið inn hjól sín, svo að þau verði ekki til fyrirstöðu. Samkvæmt seinustu fregnum hefir þetta nú tekizt, og eru þar með fengnir miklu betri lendingar- bátar en áður, vegna þess hvað þeir eru hraðskreiðir. Hefir hrað- inn þarna geisimikla þýðingu, því að við það styttist sá tími sem lend- ingarbátarnir eru berskjaldaðir fyrir skothríð óvinanna. En það eru fleiri en flotinn, sem láta smíða grindabáta, því að farið er að framleiða þá í Bandaríkjun- um til skemmtisiglinga. Og svo er einnig farið að setja grindur und- ir báta, sem hafa utanborðshreyfil. ítalir hafa smíðað grindabáta og hafa þá til fólksflutninga hafna á milli. Gilbert Grosvenor, tengda- sonur Graham Bells, var nýlega á ferð í Ítalíu ásamt konu sinni, og var þeim þá boðið í skemmtiferð til Sikileyar á einum slíkum far- þegabáti. Nefnist sá bátur „Sólar- ör“ og getur flutt 75 farþega. Hann er smíðaður í skipasmíðastöð Leopoldo Rodriquez eftir teikningu Hans von Schertels. Byrðingur og yfirbygging er úr aluminíum- blendingi, en grindurnar úr stáli. Þær eru líkt og hálflyftir vængir og mynda því nokkurs konar kjöl

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.