Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 309 á miðju, og á þessu hvílir bátur- inn þegar hann hefur sig upp úr sjó. Reynsluferðina fór hann milli Napoli og Palermo. Hefir það verið talin 12 stunda sjgling, en bátur- inn var ekki nema 4% klukkustund á leiðinni. Hann er 27 lestir. Gros- venor segir svo frá ferðalaginu til Sikileyar. — Við lögðum á stað frá Villa San Giovanni, sem er svo að segja syðst á tánni á Ítalíu. Báturinn fór þá í sjó eins og hver annar bátur, en eftir því sem hraðinn jókst, hækkaði hann og eftir svo sem málfa mínútu var hann allur kom- inn upp úr sjó og hvíldi aðeins á grindinni. Það var talsverð alda á sundinu, en báturinn valt ekki, heldur var algjörlega stöðugur.' Við fundum aðeins ofurlitla hnykki þegar hann rakst á öldurnar. Þetta er einn af kostum grindabátanna, að þeir eru svo stöðugir, að eng- inn getur orðið sjóveikur af því að ferðast með þeim. Og það er hægt að sigla á þeim fulla.ferð í svo slæmu veðri, að aðrir jafn- stórir bátar hætti sér ekki á sjó. Við vorum 5,5 mínútur á leiðinni xnilli Villa San Giovanni og Mess- flér sést bát- urinn laus við sjó og „flýgur“ áfram á grindinni ina á Sikiley. Annars siglir bátur- inn venjulega milli Reggio Cala- bris og Messina og er þá 10,3 mín- útur á leiðinni, en þær ferjur, sem þarna hafa verið áður, eru 50 mín- útúr á leiðinni. Geta má þess, að þar sem grindabátar eru í notkun, er ekki talað um að „sigla“ þeim, heldur að „fljúga“ þeim, því að svo mjög líkist ferðalag þeirra flugi. — O — Grindabátar hafa ýmsa ókosti. Þegar farið er undan vindi, getur það komið fyrir að aldan sé hrað- skreiðari en báturinn og nái hon- um, og skellur hann þá ofan á sjóinn, Til þess að koma í veg fyrir þetta verður báturinn að slaga eins og seglskip. Ef eitthvert rekald er á sjónum og báturinn lendir á því, er hætt við að grindin brotni. Mik- illar aðgæzlu þarf þegar bátur- inn kemur í höfn, að grindin rek- ist ekki í hafnarbakka eða bryggju, vegna þess að hún stendur út af honum á báða bóga. Þessir bátar geta því aldrei lagzt að bryggju, heldur verður að vera talsvert bil milli þeirra og bryggju. Þegar báturinn hægir á ferð sinni, fer hann óðar að síga og sezt venjulega með hægð á sjóinn. En þó getur það komið fyrir að. hann „detti“ og kemur þá mikill hnykk- ur á hann. Margir munu nú spyrja hve stór- ir slíkir bátar geti verið. Skipa- smiðir segja, að á þessu stigi megi vel smíða 100 lesta báta. Þó eru sumir svo bjartsýnir að halda því fram, að hægt sé að smíða svo stór grindaskip, að þau geti verið í ferðum yfir úthöfin. Einn vísinda- maður, dr. Vannevar Bush, hefir látið svo um mælt: — Að fáum árum liðnum munu allskonar grindabátar verða íförum með ströndum fram. Og þegar svo er komið heldur framþróunin á- fram af sjálfu sér, og þá mun alla furða á því, að menn skyldi einu sinni hafa haft vantrú á grindabát- unum. — Frystir menn GEORGE GAMOW, kunnur eðlis- fræðingur, segir að það muni verða nauðsynlegt að frysta þá flugmenn, sem eigi að fljúga til annarra hnatta þannig að þeir liggi í dái mestan hluta leiðarinnar. Hann segir að ferðalag til næstu stjörnu muni aldrei vara skemur en tíu ár. En „hraðfrystur“ flug- maður muni alls ekki vita neitt af þeim tíma. Sjálfvirk tæki í geim-r farinu muni svo þýða hann upp, nokkru áður en hann komi til hinnar fyrirheitnu stjörnu, svo að honum verði ekki skotaskuld úr því að lenda þar. Slík hraðfrysting lifandi manns sé eigi aðeins hugs- anleg, heldur muni hún verða framkvæmanleg eftir nokkur ár. Hann helt þessu fram á fundi í „American Rocket Society" fyrir skemmstu, eftir því sem stendur í tímaritinu Chemical and Engineer- ing News.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.