Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 10
310 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS VÁTRYGGINGAR til eflingar bindindissemi SEINASTA aldarfjórðunginn hefir sænaka vátryggingarfélagið „An- svar“ komið upp öflugri vátryggingarstarfsemi meðal bindindis- manna, og hefir það vakið athygli víða um heim. 1 Bandaríkjunum og Kanada og ennfremur í ýmsum löndum í Evrópu, hafa menn far- ið að dæmi Svíanna og stofnað sérstök vátryggingarfélög fyrir bind- indismenn, eða þá tryggt það, að þeir fái betri kjör hjá eldri vátrygg- ingarfélögum. Aðstoðarforstjóri sænska vátryggingarfélagsins „An- svar“, Gunnar Nelker fil. kand., flutti erindi um þessa vátryggingar- starfsemi á alþjóðaþingi bindindismanna í Istanbul í sept. s.l. Vegna þess að hér er um mjög merkilegt mál að ræða birtist hér ágrip af er- indinu. — Jj^YRIR og eftir aldamótin sein- ustu, veittu líftryggingarfélög bindindismönnum sérstök kosta- kjör. En síðan fór að draga úr þessu, þegar það varð almennt að menn keyptu sér lífsábyrgð. En nú á seinni árum hefir áhuginn fyrir því að láta bindindismenn njóta sérstakra ívilnana, aukizt aftur, og mun það stafa af því hvað bílum hefir fjölgað stórkostlega og það hefir komið í ljós hve mikinn þátt eiga í umferðarslysunum þeir menn, sem eru undir áhrifum á- fengis. í mörgum löndum hafa því risið upp sérstök vátryggingarfé- lög, sem eingöngu skipta við bind- indismenn og eru tvö stærstu þeirra í Bandaríkjunum og Sví- þjóð. Nokkurrar samkeppni við þessi félög hefir og orðið vart hjá öðrum félögum, þar sem þau veita bindindismönnum sérstök vildar- kjör. ÓREGLAN ER DÝRKEYPT Þegar um þetta mál er að ræða, verða menn fyrst að gej-a sér ljóst hver munur er á þeim óhöppum, sem bindindismenn og aðrir valda. Árið 1944 samdi sænska bindind- ismálanefndin skýrslu um þetta og skipaði mönnum þar í flokka eftir því hvort þeir voru ofdrykkju- menn, hófdrykkjumenn eða bind- indismenn. Þar kom í ljós, að of- drykkjumennirnir eru býsna marg- ir, um 10% af öllum fulltíða karl- mönnum í Svíþjóð. Og það kom einnig í ljós, að þeir báru ábyrgð á miklum hluta þeirra óhappa sem þjóðfélagið telur sér skylt að vinna gegn. Þar til má telja hjónaskiln- aði, vanrækslu um uppeldi barna, lausaleiksbörn, afbrot og sveitar- þyngsli. Þessi flokkur manna, of- drykkjumennimir, sem em 10% af þjóðinni, átti á sinni könnu rúm- lega helminginn af öllum þessum yfirsjónum. í hlut hófdrykkjumannanna kom talsvert minna, en langminnst hjá þeim sem voru algerir bindindis- menn. Ef vér tökum nú til dæmis af- brotamenn, þá sést á skýrslunni, að afbrot í Svíþjóð mundu ekki vera nema fimmti hlutinn af því sem nú er, ef allir væru bindindismenn. Það er sem sé hvorki meira né minna en 80% af öllum afbrotum, sem koma í hlut þeirra manna sem drekka. Af þessum 80% koma 48% í hlut ofdrykkjumannanna, en 32% í hlut þeirra, sem taldir eru hóf- drykkjumenn. Á þessu sést, að þriðjungurinn af öllum afbrota- xnömium wu ur hópi þeirra, sam kallaðir eru hófdrykkjumenn og ekki hættulegir þjóðfélaginu vegna drykkjuskapar síns. BINDINDISMENN ERU TRYGGASTIR Þetta eru tölur sem tala, ekki sízt þar sem vátryggingarfélög eiga 1 hlut. Á öllum sviðum vátrygg- inga, hvort heldur er líftrygging, brunatrygging eða bíltrygging, þá veldur mestu sá á heldur. Þegar dæma skal um áhættu milli hinna þriggja flokka, sem hér hafa verið nefndir, þá er ekki nóg að líta á drykkjuvenjur manna eingöngu. Þar kemur fleira til greina frá sjónarmiði vátryggingarfélaga. — Sænska skýrslan sýnir að áfengis- neytendur verða siðgæðissljórri, ógætnari, ekki jafn tillitssamir við aðra o. s. frv. Ef mönnum er því skipt í flokka eftir drykkjuvenjum, þá fæst um leið flokkun, er gefur til kynna hverjar líkur eru til þess að þeir valdi tjóni, og það er mikil- vægt frá sjónarmiði vátryggjenda. Á hinn bóginn eru allar líkur til þess, að bindindismaður sé einnig staðfastur á öðrum sviðum og þess vegna sé óhætt að treysta honum, og minni áhætta að veita honum hvers konar tryggingar. Það eru því veigamiklar ástæður, sem mæla með því, að gerður sé greinarmunur á þeim tryggingaið- gjöldum, sem bindindismönnum og öðrum er gert að greiða. Reynsla „Answar“ sýnir þetta og ljóslega. Áhætta þess vegna bíltrygginga, er snöggum mun minni en hjá öðrum vátryggingarfélögum. Þetta hefir ekkert breyzt þótt bílum hafi stór- fjölgað og ekki sé lengur hægt að tala um að sérstakar stéttir manna hafi bíla til umráða. Nú munu sumir segja, að það sé rangt að setja gætna hófdrykkju- menn í sama flokk og ofdrykkju- menn og ætla þeim að greiða jafn há tryggingargjöld, en þetta sé gert

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.