Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Qupperneq 11
með því að flokka bíleigendur í bindindismenn og drykkjumenn. En þá má benda á hitt, að með fordæmi sínu stuðla hófdrykkju- menn að neyzlu áfengis og bæta nýum mönnum í flokk ofdrykkju- manna, og því sé ekki nema eðli- legt að þeir beri há gjöld, er leiða af þeirri áhættu, er þeir halda við. Annars er þýðingarlaust að ræða um þetta, því að ekki er hægt að flokka áfengisneytendur eftir því hvort þeir eru hófdrykkjumenn eða ofdrykkjumenn. Annað hvort er því að setja markalínuna milli bindindismanna og annarra, eða þá gera engan greinarmun þeirra, gera algáða manninum jafn hátt undir höfði og þeim drykkfellda. Heilbrigð skynsemi segir að gera verði greinarmun á þessum mönn- um, og þá er enginn mælikvarði að fara eftir nema sá, að flokka menn eftir því hvort þeir drekka, eða eru bindindismenn. SAMTÖK BINDINDISMANNA Það er enginn efi á því, að bind- indismenn gætu haft samtök sín á milli um að knýa fram þá rétt- lætiskröfu, að þeir sæti betri kjör- um hjá vátryggingarfélögum held- ur en aðrir. En þetta gæti svo haft mikla þýðingu fyrir bindindis- semi í landinu. Nú er það hverju þjóðfélagi hagsmunamál, að sem flestir þegnar þess sé bindindis- menn. Þetta kom mjög greinilega fram við seinustu endurskoðun laga um áfengisvarnir í Svíþjóð, bæði í frumvarpi stjórnarinnar og í umræðum í ríkisþinginu. Þar var bent til skýrslunnar frá 1944, sem áður var nefnd, og síðan undir- strykað hve nauðsynlegt væri að styðja hverja viðleitni, sem miðaði að því að fjölga bindindismönn- um. Það miðaði því bersýnilega til þjóðfélagsheilla ef hagsmunasam- tök bindindismanna fengi opinber- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS íll an stuðning, því að með þeim er mönnum gefin hvöt til þess að ganga í hóp bindindismanna. Á hinn bóginn geta hagsmuna- samtök bindindismanna aukið fé- lagatölu sína án aðstoðar hins op- inbera. Þessi leið er fær í öllum löndum, alveg án tillits um lög- gjöf og hversu mikill áhugi þar er um áfengisvarnir. Það er því mjög æskilegt að vátryggingarfélög fyr- ir bindindismenn komist á fót þar sem þau eru ekki nú þegar, og að efld sé slík vátryggingarfélög, sem þegar hafa verið stofnuð. GÓÐAR RÖKSEMDIR Starfsemi vátryggingarfélaga bindindismanna veitir glögga og auðskilda þekkingu á ágæti bind- indis. Lág iðgjöld þeirra eru betri röksemdir en hægt er að bera fram í ræðu um skaðsemi áfengis. Slík- ar röksemdir eru þyngri á met- unum en vísindalegar leiðbeining- ar. Og fyrir bindindisstarfsemina er þetta líka mikil hvöt, því að hér eru verkin látin tala. Hér er líka á hitt að líta, að vá- tryggingarstarfsemi ræður alltaf yfir miklu fé, þar sem eru vara- sjóðir hennar og tryggingarsjóðir. Þetta fé er ávaxtað með því að lána það til framkvæmda, og þá getur stjórn vátryggingarfélagsins látið bindindismenn sitja fyrir um lán. Og þetta er gert nú þegar. Er það þá ekki líklegt að menn kjósi að vera bindindismenn, þegar þeir geta vænzt fjárhagslegs stuðnings þess vegna? Svarið við þessari spurningu verður ef til vill mismunandi eftir löndum í Svíþjóð er aðallega neytt sterkra drykkja, og þar fer ungt fólk ekki að neyta áfengis, fyrr en það er komið á þann aldur, að það hefir nokkur fjárráð, jafnvel svo að það getur eignazt bíl. Og þá skipta tryggingarmálin miklu fyr- ir það. Vér komum þá til móts við þetta fólk, veitum því ódýra trygg- ingu og stuðlum um leið að því að það heldur áfram bindindissemi æskuáranna. Til er og annar hópur manna, sem aðeins bragðar áfengi, en tek- ur það ekki fram yfir annað, sem hægt er að veita sér. Þessi hópur er fjölmennari í Svíþjóð en bind- indismennirnir. Nú gefst þessum mönnum kostur á að leggja fyrir sjálfa sig þá spurningu hve mikið sé varið í það að bragða áfengi stöku sinnum. Reynsla „Ansvars“ sýnir, að fjöldinn allur af þessu fólki metur meira að fá ódýra tryggingu á bílinn sinn, heldur en að fá sér í staupinu. Á þennan hátt bætast bindindisfélögunum árlega 5—10.000 nýir félagar, beinlínis fyrir starfsemi „Ansvars". En hér er líka verksvið fyrir al- þjóðlega samvinnu. Koma þarf á fót mörgum öflugum vátryggingar- félögum og margbreyttu endur- tryggingakerfi, til þess að geta staðizt samkeppni. Þetta er mikils- vert mál fyrir bindindismenn og getur haft stórkostlega þýðingu fyrir alþjóðlega samvinnu þeirra. ----------------o----- (Hér má geta þess að árið 1953 var stofnað „Bindindisfélag öku- manna“ hér á landi og voru stofn- félagar þess 19. Nú er það í níu deildum með 300 félagsmönnum og er deild í Alþjóðasambandi bind- indisfélaga ökumanna, en það var stofnað á þinginu í Istanbul. For- maður sambandsins er Ruben Wagnsson landshöfðingi í Kalmar. Stofnað verður landssamband bindindisfélaga ökumanna hér 24. júní n. k.) Mennirnir eru skrítnar skepnui. Þeir vita að einn hestur er fljótari en annar, en samt eyða þeir milljónum á hverju ári til þess að sjá þetta með eigin augum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.