Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Síða 12
312 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Smásagan VÖRTUR OG HJÁTRÚ FRÁ ÞVÍ eg man fyrst eftir mér, var eg með níu vörtur á vinstri hendinni. Þegar eg stækkaði, stækkuðu þær. — Fyrst voru þær litlar, en þegar eg var komin á þann aldur, er útlitið varðar miklu, þá voru þær orðnar stór- ar, svartar og ljótar. Einstaka sinnum hurfu þær fyrir læknishjálp, en eftir urðu þá djúpar holur, er smáfylltust síðar og svo komu vörturnar aftur. Ef eg fór í samkvæmi, gat eg notað hanzka. Og það gerði eg fyrsta kvöldið, sem eg fór á danzleik. Þetta var nú ekki neinn venjulegur danzleikur. Það var stórkostleg við- höfn í Dublin Mansion House, og við það tækifæri átti að kjósa fegurðar- drottningu írlands. Eg fór ekki þangað sem keppandi. Eg starfaði þá hjá blaði og það sendi mig til þess að skrifa um athöfnina, og síðan átti eg að ná tali af fegurðardrottningunni. En það varð aldrei úr því. Eg skrifaði ekki staf um þessa hátíðlegu athöfn. Það var vegna þess, að af þeim þús- undum írskra blómarósa, sem þangað voru komnar, var eg sjálf kjörin feg- urðardrottning. Eg, með allar minar vörtur! Kastljósum var beint á mig, og þau skinu eins á vörturnar. Fólk tók eftir þeim og gaf mér ótal ráð til þess að losna við þær. Viðhöfnin beit ekkert á mig, og góðu ráðin bitu ekki á vört- urnar. Eg var með tvær sérstaklega ljótar vörtur á græðifingri vinstri handar. Þær voru sín hvoru megin ofan við miðhnúann. Og þegar glæsilegur trú- lofunarhringur var dreginn á þann fingur, voru þær þar eins og tveir ljótir skuggasveinar og skyggðu á feg- urð demantsins. Fram að þessu hafði eg forðast að láta losa mig við vörturnar með töfr- um. Þó höfðu farandkonur boðið mér penny fyrir þær — ætluðu að nota þær til gerninga — og sá eg nú eftir að hafa ekki tekið boði þeirra. „Hvers vegna reynirðu ekki að láta steina í poka?“ spurði vinkona mín. Ef hún hefði verið alþýðustúlka, mundi eg hafa reiðst henni fyrir að Eítir Beatrice Ceogan koma með slíka hégilju. En þetta var hámenntuð kona, læknir og doktor. Hún sagðist einu sinni hafa haft vört- ur sjálf, og reynt öll hugsanleg lækn- isráð að losna við þær. Seinast hefði orðið eftir ein stór og ljót varta vinstra megin við nefið, og hún lét ekki und- an neinu. Og þótt konan væri bæði hámenntuð og gáfuð, þá var hún þó gædd kvenlegu eðli. Hún gat alls ekki þolað að hafa þessa vörtu hjá nefinu. Hún lét því stein í poka og skildi hann eftir á almannafæri. Og hvernig fór? Eftir nokkra daga var vartan far- in og sá ekki svo mikið sem ör eftir hana! Þetta gat eg ekki staðizt. Eg hljóp heim í garð og náði mér þar í níu smá- steina, jafnmarga og vörturnar voru, og lét þá í venjulegan bréfpoka. Það er sagt að slíka poka eigi að skilja eftir á krossgötum. En nú voru engar krossgötur þarna, heldur aðeins fjölfarnir vegir. Og þegar eg beygði mig og ætlaði að skilja pokann eftir, sýndist mér lögregluþjónn horfa hvöss- um augum á mig og gera sig líklegan til að ganga til mín. Þá flýði eg. Svona fór hvað eftir annað. Það var eins og allir horfðu á mig, og þó sér- staklega lögregluþjónar. Eg skyggndist í allar áttir, en hvergi sá eg stað þar sem eg gæti losað mig við þennan ólukkans poka. Að lokum fór eg inn í hliðargötu og fleygði pokanum þar yfir girðingu og flýtti mér svo burt allt hvað af tók, skömmustuleg og hrædd. Svo liðu margir dagar og ekkert skeði. Pokinn lá óhreyfður innan við grindurnar og vörturnar voru kyrrar á sínum stað. Eg fór til vinkonu minnar, læknis- ins, og sagði henni að hún ætti skilið að grýtast eins og hver annar fals- spámaður. „Þetta er ekki mér að kenna“, sagði hún. „Þú hefir látið pokann á vitlaus- an stað. Sæktu hann og skildu hann eftir á einhverjum fjölförnum stað, og þá skaltu komast að raun um að eg er enginn falsspámaður“. Það var satt, staðurinn þar sem eg hafði skilið steinana eftir, var ekki fjölfarinn. Þegar eg kom þangað tók eg eftir því að húsið var í eyði og enginn gekk þar um garðinn. Eg tók pokann og lagði út í umferð- ina. En hvert sem eg sneri mér, vöktu einhver aðgætin augu yfir mér. Úti fyrir pósthúsinu stóð drengur og seldi blöð. Á bak við hann var sylla á húsinu. Eg keypti blað af drengnum og á meðan hann var að ná í skipti- mynt, greip eg tækifærið og lagði pok- ann á sylluna. Eg held að hann hafi orðið hissa á því hve elskulega eg brosti framan í hann um leið og eg tók við aurunum. En fögnuður minn varð skammær. Það var enginn efi á því að nú gláptu allir á mig. Og eg sá að sumir bentu á mig. Svo gekk alvörugefin kona í veg fyrir mig og horfði beint framan í mig. „Það er einhver að kalla á yður“, sagði hún. Eg leit um öxl. „Ungfrú, ungfrú!“ Það var blaðsölu- drengurinn og helt steinapokanum hátt á loft. „Þér gleymduð þessu!“ Nú brosti eg ekki blíðlega framan í hann. Eg helt áfram úr einni götu í aðra. Þá sá eg strætisvagn, sem var að fara í þveröfuga átt við leiðina heim til mín. Þegar hann staðnæmdist sá eg að eng- inn farþegi var í honum. Eg inn og flýtti mér að stinga pokanum undir sætið. Um leið og vagninn rann á stað, stökk upp í hann stór maður með barðamikinn liatt. Eg gægðist yfir blaðið mitt og hann gægðist yfir sitt blað og augu okkar mættust. Þá fór sektarmeðvitundin um mig eins og hrollur frá hvirfli til ilja og eg fann að eg blóðroðnaði. Á næsta viðkomustað stökk eg út úr vagninum og flýtti mér heim á leið. Á bak við mig heyrðist hrópað: „Ung- frú, ungfrú!“ Og svo sögðu margir vegfarendur eins og einum rómi: „Það er verið að kalla á yður!“ Eg sneri mér við. Strætisvagnstjór- inn hafði stöðvað vagninn á alveg ó- leyfilegum stað, og þarna stóð hann nú á gangstéttinni og veifaði steina- pokanum. Hjá honum stóð farþeginn. „Þér gleymduð þessu, ungfrú", sagði vagnstjórinn. Og nú var farþeginn uppveðraður: „Það var eg sem tók eftir því. Var það ekki heppilegt?“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.