Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 313 Eg tók við pokanum og mér varð hugsað til allra þeirra dýrmætu böggla, sem eg hafði áður gleynrt í strætisvögnum og aldrei fengið aftur. Nú hvíldi heiðarleikinn eins og mara á borginni. Eg flýtti mér niður hliðargötu og í óðagotinu rak eg mig á eitthvað. Það var símaklefi. Enginn var í honum og enginn á götunni. Eg inn og lézt tala í símann: „Já, á morgun, það er ágætt“. Um leið lagði eg pokann á gólfið, og svo flýði eg klefann, strætið og all- an heiminn. Þegar eg þvoði mér um hendurnar morguninn eftir, sýndist mér vera kom- inn ljósari litur á vörturnar. Var það missýning? Nei, daginn eftir var auð- séð að hörundslitur var að koma á þær, og þær sem höfðu verið harðar, voru farnar að linast. Þriðja daginn kom öllum saman um, foreldrum mín- um og unnasta, að vörturnar hefði breyzt að útliti. Þær voru að hjaðna og fá á sig hörundslit. Að kvöldi hins níunda dags voru þær algjörlega horfnar. Það vottaði ekki einu sinni fyrir því hvar þær höfðu verið. Vinkona mín horfði lengi á hönd mína, sem nú var hrein og lýtalaus. Eg bjóst við því að hún yrði hissa, en hún hló ofurlítið og sagði: „Eg kenni í brjósti um þann sem þú hefir grýtt“. „Eg ætlaði ekki að grýta neinn“, sagði eg. „Eg skildi steinana aðeins eft- ir í símakleíanum. Þeir eru þar lík- lega enn“. Hún hló aftur: „Svo þú heldur það? En þú mátt reiða þig á, að ef steina- pokinn væri enn í símaklefanum, þá mundir þú vera með allar vörturnar á hendinni. Reyndu að skilja hvernig á því stendur". Eg er enn að hugsa um þetta og reyna að skilja. Getur það verið, að einhver fingralangur maður hafi hirt pokann og farið með hann rakleitt heim til sín í stað þess að skila honum á lögreglustöðina, og þess vegna sé hann nú með níu ljótar vörtur? Dómgreind fæst af reynslunni og reynslan — já, hún fæst með góðri dómgreind. Peter Freuchen: Astamál ÞEGAR eg kom fyrst til Græn- lands fyrir hálfri öld, gisti eg í Eskimóabyggð, þar sem var stúlka með óvenjulega stórt nef. Móðir hennar leit snöggvast á mig, og svo lá við að hún kyssti mig. Loksins er þó ljótari manneskja hér í byggðinni en dóttir mín, sagði hún. Eg sagði að „legið hefði við“ að hún kyssti mig, því að Eskimóar kyssa aldrei. Þeir nudda stundum saman nefjum þegar þeir heilsast, en ungur maður kyssir aldrei stúlk- una sem hann hefir hug á. Neíin hafa mikla þýðingu meðal Eskimóa. Lítið nef er hámark feg- urðar hjá þeim. Stúlkan, sem hefir minnst nef, er fegurðardrottning byggðarinnar. Það er ef til vill skylda mín, og mér er það einnig ljúft, að leið- rétta ýmis ranghermi, er sprottið hafa upp, um ástalíf Eskimóa. Eg ímynda mér að mér sé kunnugra um það en öðrum. Eskimóar lifðu einföldu, heil- brigðu og óvenju farsælu lífi í þann mund er við félagar reistum versl- unarstaðinn, sem eg skírði Thule árið 1919. Þetta er í Norður-Græn- landi og nú hafa Bandaríkin þar þýðingarmikla flugstöð. Að vísu voru siðferðisskoðanir Eskimóa allar aðrar en þær, er okkur höfðu verið kenndar. En eg efast um að nokkurs staðar á byggðu bóli hafi þá verið unnt að finna farsælli hjónabönd en þar, né trygglyndari eiginmenn og eig- inkonur. Til þess að skilja viðhorf þeirra til lífsins, er nauðsynlegt að gæta þess hvernig lífskjör þeirra eru. Á sumrin, þegar engin nótt er, búa þeir í tjöldum eða toríkofuxn, sem Eskimóa eru aðeins eitt herbergi. Á vetr- um, þegar sífelld nótt ríkir, búa þeir í snjókofum, sem ekki eru meira en 15 fet í þvermáL Konur og karlar klæðast eins, ganga í hettuúlpum og buxum. Eini mun- urinn er sá, að buxur kvenna eru úr refaskinnum, en karla úr bjarn- arfeldi. Þegar fólk er nú við úti- vinnu á vetrum, eins og títt er, safnast sjór og hrím í þessi loð- klæði og mundi skemma þau ef það bráðnaði. Þess vegna klæða sig all- ir úr hverri spjör úti í forgangi snjóhússins. Mönnum, sem ekki hafa reynt, mun þykja það næsta ótrúlegt, að nöktu fólki geti liðið vel í snjóhús- um. En þó er það svo. Þar er nægur hiti og mönnum líður blátt áfram ágætlega. Þegar eg sagði Eskimóum frá því, að sá væri siður meðal hvítra manna, að hjónaefni tilkynntu það opinberlega að þau ætluðu að taka saman, og síðan væri þau vígð við hátíðlega athöfn í margmenni, þá blöskraði þeim alveg. „Það er blátt áfram ósæmilegt“, sagði ein Eskimóakona. „Að hugsa sér það að fara í sérstök skraut- klæði og tilkynna öllum að nú ætli þau að ganga í hjónaband! Við mundum skammast okkar niður fyrir allar hellur að láta fjölda manns vera vitni að því!“ Meðal Eskimóa eru engir hjú- skaparsiðir, en þegar piltur og stúlka heita hvert öðru tryggðum, þá stendur það vanalega þangað til dauðinn aðskilur þau. Eskimóaforeldrar hafa engar á- hyggjur af börnum sínum þótt þau komi seint heim, telja það svo sem sjálfsagt að unga fólkið hafi fund-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.