Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 14
J14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Peter Freuchen lð autt snjóhús og sé þar, annað hvort tvennt, eða þá 8—10 saman. Og fyrr eða seinna kemst ungur maður að ákveðinni niðurstöðu um það, hvaða stúlku hann vilji. Hann spyr hana þá hvort hún vilji eiga sig, og svari hún já, þá er næst að tala við föður hennar. Verið getur að faðirinn segi nei, hann hafi þeg- ar lofað að gefa hana einhverjum öðrum. Þegar harðindi gengu, var venja að láta ekki önnur stúlku- börn lifa en þau, sem heitin voru sonum góðra vina. En setjum nú svo, að stúlkan hafi ekki verið lofuð og pabbi segi að pilturinn geti fengið hana, þá verð- ur pilturinn sjálfur að sækja hana. Og þá byrjar nú „grínið“! Sé þetta um vetur, kemur pilt- urinn akandi í sleða og staðnæmist skammt frá kofa tilvonandi tengda- föður. En sé þetta um sumar, fer hann inn og reynir að ná stúlkunni. Það getur verið að svo sem klukkustund áður hafi þau unað sér í sæluríkum faðmlögum, en nú er hún eins og villidýr og hann má ekki koma nærri henni né snerta hana. Hún berst um á hæl og hnakka. æpir, klórar, bítur og ber, eins og hún sé að verja líf sitt, en sé ekki að ganga í heilagt hjóna- band. Ef hún á heima í snjóhúsi þegar þetta skeður, þorir biðillinn ekki að fara inn. Hann veit að sér mundi ekki takast að draga hana fram þröngu og lágu göngin, og svo væri hætt við að þau bryti niður kofann í ósköpunum. Hann bíður því fyrir utan, eins og hann hafi rekizt þang- að af tilviljun, en gerir ráð fyrir að fyrr eða seinna muni hún koma út og þá geti hann gripið hana. Auðvitað vita allir í kofanum, og stúlkan sjálf líka, hvað er á seiði. Hún situr þar ásamt vinkonum sínum, gerir að gamni sínu og tregðast við að fara út. En biðillinn bíður, honum verður kalt og hann verður æfur í skapi. Að lokum fer hún þó út, annað hvort vegna þess að hún þarf þess, eða eftir bendingu. Enginn maður sést neins staðar, en þið getið verið viss um að í hverjum kofa og á bak við hvern kofa er fólk á gægjum, því að öllum er í mun að sjá hve vel hún verst og hve illa brúðgum- anum gangi að draga hana að sleð- anum. Og ef stúlkan berst vask- lega, þá er móðir hennar mjög upp með sér: „Þetta er almennileg dóttir“, mun hún segja við hvern sem heyra vill. „Sjáðu hvernig hún verst! Hún kærir sig ekki um að giftast! Og svona var eg sjálf. Eg æpti enn hærra og barðist af enn meiri grimmd. Tvisvar tókst mér að slíta mig af honum, svo að hann varð að elta mig og draga mig. Þá sáu allir hve hæversk eg var. Og svona erum við í minni ætt, konurnar". Eftir mikla mæðu tekst honum að draga hana að sleðanum, en þá er bardaganum líka lokið. Hún sezt á sleðann stúrin á svipinn, eða jafnvel grátandi, en gerir nú enga tilraun framar að losna. Nú er hún gift og þau aka brott, eyða hveiti- brauðsdögunum einhvers staðar út af fyrir sig. Venjulega koma þau svo aftur til föður hennar og dveljast þar fyrsta árið, vegna þess að stúlkan er svo ung, að hún hefir ekki lært að fara með skinn, sauma né matreiða, og kann ekki mörg þau verk, sem nauðsynleg eru hér á hjara veraldar. Ekki átti eg í þessu stríði þegar eg fekk Mequ, konu minnar, en hefði sjálfsagt lent í því ef faðir hennar hefði verið lifandi. Við Mequ bjuggum saman í farsælu hjónabandi þar til hún lézt 1921. Síðan hefi eg verið á þönum milli Grænlands, Danmerkur og Banda- ríkjanna, og haft ofan af fyrir mér með fyrirlestrum og ritstörfum. Eskimóar eru ekki hnýsnir á annara hagi. Þeir líta svo á að það sé einkamál hvers og eins hvað hann gerir. Þó hann mæti þér á ferðalagi með konu annars manns, þá lætur hann sem ekkert sé. Menn hafa skipti á konum þar, og slíkt eiga framandi menn bágt með að skilja, en sjaldnast hefir það nein áhrif á ástir hjóna. Þama norður frá verða menn sí- fellt að vera á ferðalagi. Til þess að ná í seymi, verða þeir að fara þangað sem hægt er að veiða ná- hveli. Til þess að ná í bjarnarfeldi verða menn að fara þangað sem bimir hafast við. Og til þess að ná í bein til að hafa í skutulbrodda verða menn að fara þangað sem rostungar em. Setjum nú svo að þegar maður leggur á stað í slíka veiðiferð, þá sé kona hans komin að falli. Hún getur því ekki farið með honum. Þá gerir hann samning við ná- 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.