Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 315 NÝUNGAR granna sinn um að skipta á kon- um. Það er auðsótt. Setjum einnig svo, að kona nágrannans eigi skyld- fólk einhvers staðar á leið veiði- mannsins og langi til að heimsækja það. Þá fer hún með honum, en kona hans verður eftir hjá ná- grannanum. Þetta finnst Eskimó- um alveg sjálfsagt og eðlilegt. Stundum ráða ekki slíkar hag- sýnisástæður, heldur hafa menn konukaup að gamni. Tveir veiði- menn, sem koma þreyttir af veið- um, koma sér saman um að hressa sig upp á því að hafa konuskipti. Og svo fer hvor heim til konu hins. Þetta er alvanalegt, svo að kon- urnar kippa sér ekkert upp við það og mótmæla ekki. Setjum enn fremur svo, að í fjöl- mennum kofa sé menn komnir á örvæntingarbarm vegna þess hvað vetrarnóttin er löng og köld og vegna þess að hart er í búi. Þá slekkur einhver ljósið og svo hlaupa menn á stað í myrkrinu og ná sér í einhvern maka af handa- hófi. Og þegar ljósinu er svo brugð- ið upp aftur, þá eru allir í bezta skapi og hið sáldrepandi ástand er gleymt. Þannig voru Eskimóar þegar eg kynntist þeim fyrst. En svo komu hvítu mennimir. Góðir hvítir menn fengu þá til að skammast sín fyrir það, sem þeir höfðu áður talið saklaust. Vondir hvítir menn not- uðu sér venjur þeirra. Út af þessu urðu Eskimóar ringlaðir og vissu hvorki upp né niður, — en fengu svo eftir hætti einhvern menning- arstimpil á sig. Stundum óska eg þess, að þeir væri enn óbreyttir. Þeir voru svo iðjusamir og ánægðir með lífið, og að mínu áliti voru þeir siðprúðir. s-^ööæsxrvj GEYMSLA FORNLEIFA Menn hafa lengi átt í vandræð- um með að geyma gömul bein og viðarbúta, sem fundizt hafa í jörð, því að margt af þessu er svo við- kvæmt, að það getur dottið í sund- ur í höndunum á mönnum. Venju- lega var reynt að varðveita þess- ar fornleifar á þann hátt, að bera lím á brestina og síðan skellakk yfir, en þetta reyndist misjafn- lega. Nú hefir fundizt ný aðferð til þess að varðveita slíka gripi. Er hún fólgin í því, að þeir eru fyrst hitaðir í þar til gerðum ofni, og síðan er heitu parafin helt yfir þá, en það gengur inn í gripinn og fyllir allar holur og bresti og festir lausar flísar. Síðan er hluturinn kældur og harðnar þá og verður sem heilsteyptur. Síðan er það parafín sem storknað hefir utan á honum, hreinsað burt. Með þessu móti hefir t. d. tekizt að varðveita bæði gamlar tennur og hauskúpur, sem voru komnar að því að hrynja sundur í smámola, og þola þær síð- an að vera handleiknar. Tvennt ber að varast þegar þetta er gert. Engin væta má vera í hlutunum og parafínið má ekki vera of heitt. Ef mjög heitu parafíni er hellt á rakan hlut, sundrast hann sam- stundis við það að vætan breytist í gufu. GULLRÚÐUR í BÍL Fordverksmiðjurnar eru nú að gera tilraunir um að setja gull í bílrúður til þess að vama hitageisl- um sólar að komast inn í bílinn. Örþunnt gullblað (svo þunnt að ekki er hægt að mæla þykkt þess) er sett á gler og uppleyst með raf- magni í öreindir, er þeytast í allar áttir með rúmlega 8000 km hraða. Ljósmælir er hafður við glerið, svo að hægt sé að stöðva þetta gull- regn áður en það dregur úr gegn- sæi glersins. — Þá hafa og sams konar tilraunir verið gerðar með önnur efni, svo sem silfur, alumini- um, sink, kopar, vanadium, titani- um og úraníum. VETNISORKAN Dr. A. C. Kolb, sem starfar hjá rannsóknastöð bandaríska flotans, hefir tilkynnt að sér hafi tekizt að framleiða margra milljóna stiga hita í örlitlum dropa af þungavatni. Þetta gerðist á örlitlu broti af sekúndu, en þykir afar merkilegt, því að þetta sé upphafið að því að geta notað vetnisorkuna til frið- samlegra starfa, þannig að hún framleiðist hægt, en ekki með sprengingu. Þess getur þó enn orð- ið langt að bíða að mennirnir nái valdi á þessari óþrotlegu orku. VÆNGJALAUS FLUGVÉL General Electric Co. hefir nýlega fengið einkaleyfi á nýrri gerð flug- vélar, sem kölluð hefir verið „Flug- pera“. Þetta er vængjalaus flugvél, sem getur hafið sig beint upp af jörð, og er aðallega ætluð til stuttra ferða, vegna þess að hún mun eyða mjög litlu eldsneyti. Ekki er þó búizt við að hún komi á markað- inn fyrr en eftir nokkur ár. KARLAR OG KONUR Árið 1910 voru miklu fleiri karl- menn en konur í Bandaríkjunum. Hlutfallstölurnar voru þær, að þar voru 1060 karlmenn á móti hverj- um 1000 konum. Nú er þetta gjör- breytt. Samkvæmt manntali þar eru nú ekki nema 984 karlmenn á móti hverjum 1000 konum og í öll- um ríkjunum eru samtals 1.381.000 fleiri konur en karlmenn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.