Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.05.1957, Page 16
31« LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE * D G 8 4 V K 2 * A K 7 6 5 * Á 2 * 10 V A 10 9 8 7 6 ♦ D 10 4 * D 4 3 N V A S * K 7 3 2 V D G 3 * 9 8 3 * K 10 6 * A 9 6 5 V 5 4 * G 2 * G 9 8 7 5 V 2 hj. pass Sagnir voru þessar: N A S 1 t. pass 1 sp. 3 sp. pass 4 sp. pass pass V sló út H Á. Hvernig á S að spila til að vinna? Hann verður fyrst og fremst að fleygja K í ásinn svo að hann komist inn á naesta hjartaslag, því að hann verður að slá út trompi af hendi. — Trompgosann drepur A með ás og slær svo út laufi. Það er drepið með ás í borði og síðan kemur S D og þá sést hvernig spaðinn liggur. Þá kemur L 2 og er tekinn með kóng heima, en næsta lauf drepur borðið með S 8! Og svo kemur S4 og nú fær S báða trompslagina. — Með þessu móti missti S aðeins 3 slagi, einn í trompi, einn í hjarta og einn í tígli. KOLUMBUS KOM TIL ÍSLANDS í ævisögu Kolumbus er birt bréf frá honum til sonar hans, þar sem hann segist hafa siglt 100 mílur hinum meg- in við Thule í febrúar 1477. „Englend- ingar, einkum frá Bristol, fara með varning sinn til eyarinnar, sem er eins stór og England. Þegar eg var þar, var sjórinn ekki lagður, og sjávarföll svo mikil að munaði 20 föðmum á flóði og HJA FAGURHÓLSMÝRI — Flugið hefir haft stórkostlega þýðingu fyrir ör- æfin. Aður var þetta einangraðasta sveit landsins, inni króuð af jöklum, við- áttumiklum eyðisöndum og beljandi vatnsföllum, sem ekki er unnt að brúa. Flugvélarnar rufu þessa einangrun og Öræfingar kunnu vel að meta það. Þeir urðu þá fyrstir manna til þess að láta flugvélarnar flytja til sín vörur og koma afurðum sínum á markað Flugvöllurinn er skammt frá Fagurhóls- mýri og sést hér mynd af flugvél, sem þangað er komin. Útbúnaður allur er þar mjög fábrotinn. Þó má hér á myndinni sjá slökkvitæki og einkennilega tunnu. Þessi tunna er í rauninni gamalt tundurdufl, sem flutt hefir verið þang- að og vítisvélin tekin úr því. Nú er það notað til þess að stinga niður í það bögglum og pósti ef rigning er þegar flugvélarnar lenda. (Ljósm. Ólafur K. Magnússon). fjöru“. — Það var ætlan fróðra manna (Finns Magnússonar o. fl.) að Kolum- bus muni hafa hitt Magnús Eyólfsson Skálholtsbiskup, er var á vísitasíuferð um Kjalarnesþing vorið 1477, en þá var sigling enskra kaupmanna til Hval- fjarðareyrar. Magnús biskup hafði áð- ur verið ábóti á Helgafelli, en þar vestra var geymdur mestur sögufróð- leikur um Vínlandsferðir Islendinga — Flateyarbók rituð 1387. (ísafold XIV.) NÚ KASTAR TOLFUNUM merkir „nú keyrir úr hófi“ Það er dregið af teningstafli t. d. kotru; það voru kölluð tolfin ef bæði sexin komu upp. Sömu merkingar er „Nú kastar átján yfir“, en það á rætur að rekja til dánumannstafls, þar sem notaðir voru þrír teningar. „Þegar sexin öll komi upp sé töflunum leikið um 18 sinnum 6 reiti. (Ól. Dav.). Orðtakið „Nú tekur átján yfir“ er og þaðan runnið, en saman við það hefir runnið eitthvert annað orðtak, t. d. það tekur út yfir, eða öllu heldur það tekur út yfir allan þjófabálk, sem komið er úr lagamáli. Kaflinn í Jónsbók, sem um þjófnað fjallaði, hét Þjófabálkur. (Úr ísl. orðtökum). EITT MEÐ ÞVÍ VERSTA Skáldkonan Ólína Jónasdóttir þurfti eitt sinn að fá rúðu setta í glugga, en gekk víst illa að fá mann til þess. Þá kvað hún: Mér finnst eitt og annað bresta á það, sem eg frekast kaus. En eitthvað með því allra versta er að vera karlmannslaus.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.