Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 2
318 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS tekizt þar á milli. Kaupstaðarbúar skiptust því í tvo flokka. Annars vegar voru kaupmenn og þjón- ustulið þeirra (ásamt dönskum embættismönnum, er hér voru), og hins vegar var allur almenningur. Úr því svo var, hlaut svo að fara, að mörgum Dananum þætti hér daufleg vistin og teldi sig vera hér í nokkurs konar útlegð. Reyndu þeir því að finna sér ýmis- legt til dægrastyttingar, en margir lögðust í óreglu út úr leiðindun- um, enda voru fyrstu félagssam- tök þeirra að koma hér upp drykkjuklúbb. Varð mörgum manninum hált á því. En er fram í sótti, gengu margir nýtir menn í klúbbinn, og varð hann þá skemmtifélag, sem efndi oft til dansleika og alltaf á afmælisdegi konungs. Og þegar kom fram um 1840, voru dansleikar haldnir einu sinni í mánuði, en barnadansleik- ur eftir nýárið. En svo var þá enn mikið djúp staðfest milli „fyrir- mannaliðsins“ og alþýðunnar, að ekki fengu nema heldri borgarar inngöngu í klúbbinn, og harðbann- að var. að vinnukonur fylgdu bömum á dansleika þeirra. Klúbb- urinn veslaðist upp vegna ósam- lyndis og húsnæðisleysis og voru eignir hans seldar 1843. Um þessar mundir var drykkju- skapur þó mjög farinn að minka, enda barðist Bardenfleth stiptamt- maður (1837—1841) mjög gegn honum, en aðallega varð þó sú breyting á vegna sívakandi við- leitni Stefáns Gunnlaugssonar bæ- arfógeta (1838—48) að efla bind- indissemi í bænum. Hann mun og hafa reynt að beina hugum manna að hollari tómstundaiðju en ■ að sitja að drykkju. En þar var að vísu erfitt um vik, því að ekki var margra kosta völ í því fásinni, sem hér var. Þá voru ekki stund- aðar íþróttir, eins og nú, enda kunnu mean lítt til þeirca. Þó var Fáni Skotfélags- ins (nú geymdur i Þjóðminjasafni). sú ein íþrótt, er hinir dönsku menn höfðu stundað meðan þeir gegndu herþjónustu, en það var skotfimi. Er líklegt að Stefán Gunnlaugsson hafi verið hvatamaður að því, að menn heldi þessari íþrótt við og fengi þar með nokkra tilbreytingu. Svo mikið er víst, að 1840 gaf hann út opinbera auglýsingu um, að á- kveðinn dag mundi skotæfingar fara fram á Melunum „til fræk- leiks“. Af því má ráða, að þar hefir verið um skotkeppni að ræða. Ekki verður þó séð að neinn félagsskap- ur hafi staðið að þessu, heldur hafa einstakir menn gengist fyrir því. Af auglýsingunni má sjá, að skot- menn hafa haft bækistöð sína fyr- ir sunnan kirkjugarðinn og skotið til suðurs. Hafa þeir haft stóra rkffla, því að menn eru varaðix við að vera á ferð milli Skildinganess og Sauðagerðis meðan skotæfingin fari fram. Klemens Jónsson segir í Sögu Reykjavíkur að slíkar skotæfingar hafi farið fram marg sinnis síðan, og þá sjálfsagt með svipuðum hætti, og gerir hann ráð fyrir að það hafi verið danskir verslunar- menn, sem að þessu stóðu. — ★ — Á þessu má sjá, að þarna hefir vaknað áhugi á þessari íþrótt, og hann kulnar ekki út aftur, því að árið 1867 var stofnað Skotfélag Reykjavíkur og verður það að telj- ast fyrsta íþróttafélagið, sem kemst á laggirnar í Reykjavík. Stofndag- ur þess var 2. júní, og eru því í dag liðin rétt 90 ár síðan. Um þessar mundir var bæar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.