Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 319 Fyrsti fánaberinn, séra Jónas Hallgrímsson bragur í Reykjavík mjög farinn að breytast til batnaðar. Segir Jón biskup Helgason að það hafi verið því að þakka að innlendum emb- ættismönnum og menntamönnum hafi fjölgað mjög í bænum, eink- um eftir að latínuskólinn fluttist hingað, en að sama skapi hafi þá dregið úr áhrifavaldi dönsku kaup- mannastéttarinnar í bænum. „Og á tímabilinu 1870—80 gætir þess sama sem ekki lengur. Nýir straumar hafa með nýum tíma borizt til íslands". Samt var það nú svo, að þetta nýa íþróttafélag hét réttu nafni, samkvæmt lögum þess (sem voru á dönsku) „Reykjaviks Skyttefor- ening“ og má á því sjá, að danskir hafa verið frumkvöðlar að stofnun þess. Annars er nafnið skrifað með ýmsu móti, eins og sjá má í reikn- ingum þess. Þar er það kallað Reykjavigs Skytte-Forening, Skytteforeningen í Reykjavík, Skotselskapið, Skotfélag Reykja- víkurkaupstaðar (stendur á reikn- ingi frá bæargjaldkera), Skotfélag- ið í Reykjavík, en Sigurður Vig- fússon kallar það alltaf Skjötte- foreningen í Reykjavík. En al- menningur kallaði það blátt áfram Skotfélagið. Sigurður Vigfússon gullsmiður og fornfræðingur, smíðaði mikið af siifurmunum fyrir félagið, og voru þeir notaðir til verðlaima þegar skotkeppni fór fram. Hann smíðaði einnig 52 félagsmerki fyrir það, og er einkennilegt að á þeim stendur nafnið „Skotfélag Reykja- víkur“, en ekki danska nafnið, sem félagið bar samkvæmt lögum sínum. Rétt er að geta dálítið nánar um þetta merki. í lögum félagsins er hver félagsmaður skyldaður til þess að kaupa „medalíu með bandi“, og það merki áttu allir að bera á skotæfingum, á aðalfundum og við önnur hátíðleg tækifæri. Sá sem vanrækti það, skyldi greiða 16 skildinga sekt, og kom oft fyrir að menn væri sektaðir, vegna þess að þeir höfðu gleymt merki sínu heima. Merkið var silfurskjöldur lítill, 3y2 sm. á lengd, 2 Vz k breidd og sporöskjulagaður, eins og sjá má hér á myndinni af honum. Hon- um fylgdi prjónn svo menn gæti nælt hann í barm sér, en niður úr honum hekk „slaufa“ með dönsku þjóðlitunum. En nú fylgir „slauf- an“ ekki lengur merkinu; sá sem það á, sleit hana af því og fleygði henni 1918, þegar ísland fekk sinn eigin fána. Á skildinum er upp- hleypt brún allt um kring og inn- an í annar upphleyptui hringur. Á sporöskjufletinum milli þessara tveggja hringa stendur með upp- hleyptum stöfum SKOTFÉLAG að ofan, en REYKJAVÍKUR að neð- an og eru upphleyptar stjörnur milli orðanna. En innan í innri hringnum miðjum stendur stofn- dagur félagsins, 2. júní 1867; þar yfir er stjarna, en undir tvær krosslagðar byssur, og er allt þetta upphleypt. — Merki þetta er nú orðið forngripur og mun tæplega vera í fórum margra. Félagið kom sér einnig upp sér- stökum fána, sem borinn var við hátlðleg tækifæri. Hafði sérstakur maður það embætti að bera fánann og var kallaður fánaberi. Valdist Jónas Hallgrímsson stúdent fyrstur til þess starfs og mun það hafa verið vegna þess að hann var manna hæstur, skorti lítt á 3 aln- ir. Jónas var um þessar mundir á prestaskólanum. Hann var sonur Hallgríms prófasts Jónssonar á Hólmum í Reyðarfirði, varð að- stoðarprestur hans að loknu emb- ættisprófi 1871, fekk Skorrastað 1883, en Kolfreyustað 1888 og helt til æviloka (1914). Var prófastur í Suður Múlasýslu 1886—94. Synir hans eru þeir Hallgrímur og Þor- geir kaupmenn í Reykjavík. Það er af fánanum að segja, að Gamanmynd teiknuð á atkvæðalista við stjórnarkjör 1870 og stendur við: „Bestyrelsens ^ormand 80 Aar. H.“ Hoskjær var þá kosinn fomaður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.