Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 4
320 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þegar félagið leýstist upp, lenti hann í vörslu Bernhöfts bakara, sem var einn af helztu skyttunum, og var geymdur þar lengi úti í geymsluhúsi. En er næsta Skotfé- lag var stofnað, þótti Bernhöft rétt að það erfði fánann og afhenti hann Agli Guttormssyni. En Egill leit svo á að fáninn væri orðinn minja- gripur og afhenti hann því Þjóð- minjasafninu, og þar er hann geymdur enn. Árið 1868 kom hingað til lands danskur lögfræðingur, Preben Hoskjær, og skyldi vera aðstoðar- maður í skrifstofu stiptamtsins. Hann var náfrændi Hilmars Fin- sens stiptamtmanns (sonur hálf- bróður hans). Hoskjær varð þegar lífið og sálin í Skotfélaginu og stóð það þá með miklum blóma um hríð. Skotæfingar voru háðar að staðaldri, félagsfundir voru haldn- ir hálfsmánaðarlega og tveir aðal- fundir á ári, annar í febrúar, hinn á afmælisdegi félagsins 2. júní. Áður en Hoskjær kom, hafði fé- lagið reist sér hús þar sem nú er Suðurgata 35 og kallaði það „Reykjavigs Skytteforenings Pav- illon“, en í daglegu máli Reykvík- inga var það alltaf kallað Skothús- ið, og helzt það nafn eftir að þarna var komið íbúðarhús, og við það er Skothúsvegur kenndur. í þessu húsi stóðu skyttumar þegar skot- æfingar fóru fram, og þegar skot- keppni var háð. Beint niður undan því, niður við tjörnina, var reist- ur skotbakki og var færið 150 aln- ir. Þótti ekki árennilegt að vera á ferð handan tjarnarinnar meðan á skotæfingum stóð, því að kúl- urnar skullu þar í grjótinu sitt á hvað. Annar skotbakki var gerð- ur lengra suður með tjörninni og var þangað 300 álna færi. Sá skot- bakki var notaður þegar keppni for ifana. Fyrstu verðlaun í skotkeppni. Á silfur- plötunni stendur nafn Þorgríms Guð- mundsens kennara og þar undir „Bezt skytta 1893.“ (í Þjóðminjasafni). í félaginu voru bæði aðalfélagar og aukafélagar. Aðalfélagar voru þeir, sem æfðu skotfimi að stað- aldri, en aukafélagar voru hlut- hafar í byggingu félagsins. Hos- kjær þótti húsið allt of lítið og hann fékk því fram gengt að það var stækkað að mun 1870 og gekk rösklega fram í því að safna hluta- fé. Þetta ár eru félagsmenn taldir 40, þar af um helmingur auka- félagar. En félagið hugsaði um fleira en skotfimi. Það var einnig nokkurs konar skemmtifélag eða klúbbur. Hafði það herbergi á leigu á Hótel Scandinavia (sem stóð þar sem nú er Hjálpræðisherinn), og hafði þar knattborð til afnota. Þar helt það einnig dýrindis veizlur og sam- kvæmi. Hefir það sýnilega þótt „fínt“ að vera í þessum félagsskap, því að þar er eigi aðeins danska „fyrirmannaliðið“, heldur einnig allir helztu embættismenn bæarins og margar hefðarfrúr. Má sjá þetta á skjölum félagsins, enda þótt engin fullkomin félagaskrá sé til. Meðal embættismanna, sem voru í félaginu, má nefna: Hilmar Finsen stiptamtmann, Árna Thorsteinsson landfógeta, Pétur Pétursson bisk- up, Jón Hjaltalín landlækni, Jónas Jónassen héraðslækni, Halldór Guðmundsson latínuskólakennara, Jón Pétursson dómstjóra landsyf- irréttar, Magnús Stephensen lands- yfirréttardómara, Helga E. Helga- son skólastjóra, Skúla Magnússon bæargjaldkera, Hallgrím Melsted landsbókavörð, Óla Finsen póst- meistara og Snorra Jónsson dýra- lækni. Af konum má nefna skáld- konuna Torfhildi Þorsteinsdóttur Holm. Þá má nefna stúdentana Jónas Hallgrímsson (er fyrr get- ur), Hannes Stephensen (síðar prest í Þykkvabæarklausturs- prestakalli), Odd V. Gíslason (síð- ar prest á Stað í Grindavík), Zop- honias Halldórsson (síðar prest í Viðvík) Jón Þorláksson (síðar prest að Tjörn á Vatnsnesi) og Pál B. Sivertsen (síðar prest á Stað í Aðalvík). Þótti það þá prýði hverjum félagsskap að hafa stúd- enta innan sinna vébanda. Og lík- lega hefir ekkert íþróttafélag hér á landi getað státað af því síðan að hafa safnað undir merki sitt svo mörgum merkismönnum. Hef- ir sýnilega verið lagt allt kapp á að það hefði á sér „aristokratisk- an“ svip. En þrátt fyrir það virðist ein- hver óánægja hafa komið upp í félaginu 1871, því að í árslok sögðu sig 8 menn í einum hópi úr því, og síðar komu þrír aðrir. Það er nokkuð mikið að missa þannig fjórða hluta félagsmanna í einu, og hefir stjórnin sjálfsagt ekki verið ánægð út af þessu, enda þótt engir af „stórlöxunum“ væri 1 þessum /

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.