Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 321 hópi. Einn af þeim, sem sagði sig úr félaginu, var Hannes Stephen-- sen, og bar hann því við, að hann væri að fara úr bænum alfarinn. Úrsögnin er dagsett 16. febrúar 1872. Stjórnin skrifaði honum um hæl og sagði, að samkvæmt lögum félagsins yrði menn að hafa sent úrsagnir fyrir 1. febrúar. Hann gæti því ekki losnað úr félaginu fyrr en 1. febrúar næsta ár og yrði að greiða gjöld sín fyrir árið 1872. Á þessu sést, að reynt hefir verið að halda í menn eins og kostur var á. Eftir 1872 fara litlar sögur af félaginu, en Klemens Jónsson seg- ir þó að það muni hafa lifað og starfað fram undir aldamót. En þá hefir það lognazt út af. Eins og fyrr segir voru það danskir menn í Reykjavík, sem gengust fyrir stofnun Skotfélags- ins og heldu því uppi framan af. En þeim fór stöðugt fækkandi eft- ir því sem leið á öldina og má vera að þess vegna hafi áhuginn dofnað og kulnað út að lokum. En þó hefir Skotfélagið aldrei dáið til fulls. Með nokkru millibili hafa nýir menn vakið það upp og sett því ný lög og nýar reglur. Það mun hafa verið um 1920—21 að nýtt Skotfélag reis á laggirnar í Reykjavík. Það hóf æfingar innan húss með smárifflum (salonriffl- um) og fóru æfingarnar fyrst fram í Iðnó. Fyrsta skotkeppni þess fór fram 15. apríl 1922 og voru kepp- endur 37. Þar fekk Egill Guttorms- son fyrstu verðlaun (stóran silfur- bikar standandi á þremur byssum), önnur verðlaun (vandaðan riffil) fekk Ólafur Magnússon Ijósmynd- ari, og þriðju verðlaun (silfurblý- ant), fekk P. Petersen í Gamla Bíó. Svo fekk félagið sér hermanna- riffla og hófust þá skotæfingar úti Frelsisandinn lifir Ákall kúgaðrar HINN 24. febrúar 1918 varð Eist- land sjúlfstætt og fullvalda ríki, við- urkennt af stórveldunum. Árið 1940 sviku Rússar það í tryggðum, hernámu það og fluttu tugþúsundir manna með valdi úr landi. Mörgum tókst að flýa og í Svíþjóð hafa síð- an dvalizt um 30 þús. landflótta Eista. Þeir hafa stofnað þar sjálf- stæðisfélag og sendi það eftirfarandi ákall til Sameinuðu þjóðanna. VÉR, Eistlendingar í Svíþjóð, sam- an komnir til að minnast 39 ára afmælis eistneska lýðveldisins, sendum hjartans kveðjur vorar elskuðu ættlandi og eistnesku þjóð- inni, sem nú lýtur erlendri kúgun. Vér strengjum þess heit að hætta aldrei baráttunni fyrir sjálfstæði í Örfirisey. Stóðu skotmenn syðst á eynni, en norðarlega á eynni hafði verið hlaðínn garður mikill. Þar var skotspónninn, en garður- inn var til skjóls fyrir þá, sem litu eftir skotspæninum og gerðu skýrslu um það hvar skotmenn hittu. Ekki fekk félagið inni í Iðnó til langframa og fluttist þá í Báruna og hafði skotæfingar þar. Og næsta innan húss skotkeppni þess fór þar fram 1923. Félagið átti við ýmis óhöpp og erfiðleika að stríða, og mun hafa lognazt út af á árunum 1925—26. Þriðja Skotfélag Reykjavíkur var svo stofnað 1950 og voru fé- lagar þess rúmlega 70. Það hefir síðan starfað af fullu fjöri. Má því segja að fyrsta íþróttaféiagið, sem stofnað var í Reykjavík, sé enn lif- andi, því að enda þótt stofninn hafi tvívegis brostið, hafa rætum- ar lifað og skotið nýum frjókvist- um. — Á. Ó. þjóðar til S. Þ. og frelsi Eistlands og lausn allra annara kúgaðra þjóða. Hinir sögulegu atburðir, sem gerzt hafa í Póllandi og þó enn fremur hin hetjulega barátta frændþjóðar vorrar, Ungverja, gegn kúgun kommúnista, sanna að frelsisandinn hefir ekki verið brot- inn niður og að hann muni ein- hvern tíma brjóta niður allar hömlur á vegi sínum. Þetta veitir oss styrk í baráttunni. í dag biðjum við guð almáttug- an að hjálpa eistnesku þjóðinni svo að hún fái staðizt þar til landið er frjálst aftur. Vér þökkum hinum frjálsu þjóð- um, sem ekki hafa viðurkennt inn- limun Eistlands né annara Eystra- saltslanda í Sovétríkið. Það gleður oss, að stórveldin í vestri skilja vel hvílíkum þrælatökum Eistlending- ar og aðrar kúgaðar þjóðir hafa verið beittar. Vér gleðjumst einn- ig vegna afstöðu Sameinuðu þjóð- anna og vonum að í framtíðinni taki þessi stofnun ákveðnari af- stöðu gagnvart erkióvini allra mannréttinda — Sovétríkinu. Vér vonum að Sameinuðu þjóðirnar muni innan skamms taka mál Eystrasaltslandanna til meðferðar. Vér endurtökum vorar ófrávíkj- anlegu kröfur: Hernámi Eistlands og annara kúgaðra þjóða verður að Ijúka, sjálfstæði þessara þjóða sé endureist, rauði herinn yfirgefi öll þessi lönd og Rússar skili aftur og sendi heim alla þegna þeirra, sem þeir hafa flutt nauðuga úr landi eða hneppt í fangelsi. Vér munum aldrei hverfa frá réttlátum kröfum vorum. Vér munum gera allt sem í voru valdi stendur til þess að þeim fáist full- nægt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.