Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 9
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 323 Burðarkarl með ungling í körfu á bakinu úa, að hann hafi sjálfur lifað mein- lætalífi upp í Himalajafjöllum. Einn af þessum helgu mönnum þótti mér einkennilegur. Eg gekk oft fram hjá honum og alltaf stóð hann á öðrum fæti, eins og ríg- negldur niður, og helt ilinni á hin- um fætinum við knéð. Þetta er ein af Yoga-æfingum. Margir píla- grímar sátu hið næsta honum og horfðu á hann með lotningu. Um kvöldið rakst eg á hann, en þá sat hann fyrir framan eld, með kross- lagða fætur. Margir pílagrímar höfðu safnazt þar að honum. Hann talaði ekki neitt við þá nema með táknum og bendingum. Hann var með sítt hár og leggir hans og handleggir voru örmjóir. Að lokum rétti hann fram heilagt rit, og einn af pilagrímunum las upphátt úr því. Hvarvetna loguðu eldar og lýstu upp tjaldbúðirnar, en á einum stað var nokkurs konar miðstöð. Þar hafði verið slegið upp stóru tjaldi, er mest líktist sólhlíf, og undir því var tákn Siva, umkringt blómum og fórnargjöfum. Þegar dimmdi safnaðist fólk þar saman, sat á hækjum sínum umhverfis tjaldið og þuldi sín helgu fræði. VIÐ SVÁFUM vel þessa nótt við nið lækjarins utan við tjaldið. En snemma fórum við á fætur til þess að sjá er tjaldbúðirnar væri teknar upp. Byrjað var löngu fyrir dögun að feila tjöld, en mörg voru þó enn uppi standandi um miðjan morgun, er við lögðum af stað. Margir hinna helgu manna höfðu lagt á stað með fyrstu dagskímu. Á eftir þeim fór endalaus straumur pílagríma, karlmenn, konur og börn, flestir fótgangandi, sumir ríðandi og sumir í burðarstólum, sem algengir eru í norðanverðu Indlandi. Hestasveinar, burðar- karlar og aðrir verkamenn voru Múhameðsmenn, því að mest er um þá á þessum slóðum í Kashmir, enda þótt þar sé einnig Hindúar. Þessir Múhameðsmenn tóku ekki neitt mark á helgum tilgangi þess- arar ferðar, en sumir þeirra höfðu komið um langan veg til þess að græða peninga á því að flytja Hindúa og farangur þeirra. Þar sem leiðangurinn helt kyrru fyrir, voru Múhameðsmenn út af fyrir sig og sendu bænir sínar kvölds og morgna í áttina til Mekka. Að iokinni dagleið frá Pahalgam taldist lögreglumönnum svo, að 9000 indverskir pílagrímar, og 4000 fylgdarmenn, burðarkarlar og hestasveinar væri þar saman komnir Sögðu þeir þá að þetta væri fjölmennasta pílagrímsganga, er farin hefði verið til Amarnath. Ferðin sóttist seint, því að oft urðu tafir. Stígurinn var grýttur, brattur og krókóttur og urðu því árekstrar tíðir, þar sem hestar fóru með fyrirferðarmiklar klyfjar, og tjaldsúlur standandi út í loftið, Stundum varð allt að klukkustund- ar töf að þessu. Eg hafði reiðhest, en lét þjón oftast teyma hann, því að eg var fljótari að ganga, komst þannig betur fram hjá þar sem allt hafði farið í bendu og gat stytt mér leið. Margir samferðamannanna voru skrafhreifnir. Eg gekk fram á ógur- lega feitan mann, og hann kvaðst vera kominn frá Kalkútta og hefði því farið rúmlega 1500 km. leið. Hann var síðhærður með horn- Hóglífur Indverji læ._ bera sig alla leió.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.