Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 12
328 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS S)uarti fucjtinn Þú manst hina fjölbreyttu fuglamergð, sem flýgur um himinsali. — En hefurðu séð hinn svarta fugl, er sveimar um lægstu dali? Hann leitar stundum í skógum skjóls, við skapandi grózkunnar munað, en flögrar eirðarlaus grein af grein. — Hann getur sér hvergi unað. Þótt einrænn sé svipur og auga hart, hann á sínar djúpu sorgir, og lætur því geyma sig gljúfur þröng og gjótur og hamraborgir. Hans söngur er óp, er endar snöggt, sem einhverjir strengir bresti. Og ýmsir telja hann illa vætt og amast við slíkum gesti. Svarti fuglinn er oftast einn, því ekki eru margir hans vinir. Samt mun hann fljúga í sólarátt að síðustu — eins og hinir. GRETAR FELLS ískalt vatnið. En fjöldi manna fekk sér þar bað. Eg sá gamlan mann henda sér út í lækinn, hvað eftir annað, og ungbarn sá eg bað- að þar, en það hljóðaði óskaplega. Þegar nær hellinum kom sá eg að munninn var mjög víður, en bratt var upp í hann og varð þar að fara eftir einstigi. Þarna var þá takmarkinu náð, og var mikill órói og eftirvænting meðal píla- grímanna. Það var sannarlega furðuleg sjón, sem við manni blasti þegar komið var í hellismunnann, því að innst í honum var glitrandi íssúla. Hún hefir myndast af vatni sem sígur þar niður úr hellisþakinu og frýs um leið og það drýpur. Þessi súla hefir staðið þarna óbrotgjörn um aldir og er síst að undra þótt fáfróðir hjarðmenn heldu að þetta vær guðleg vera. Járngirðing er sett umhverfis ís- súluna til þess að verja hana fyrir áleitni komumanna. Lögreglu- þjónn og nokkrir „panda“ hjálpuð- ust að því að stöðva manngrúann, en þá fleygðu menn fórnargjöfum og blómum á klakadrumbinn og festist sumt við hann. Engin sérstök athöfn fór þarna fram og engar ræður voru haldn- ar, en fólkið var yfir sig komið af hrifningu. Sumir stóðu og gláptu agndofa á klakasúluna. Aðrir af- hendu „panda“ fórnargjafir sínar. Allir höfðu dregið skó af fótum sér úti fyrir, og voru nú annað hvort berfættir eða á sokkunum. Skyndilega hófst mikil ókyrrð í hópnum og allir gláptu upp í loft- ið. Þar flögruðu nokkrar dúfur, en þær voru einnig sönnun fyrir helgi þessa staðar. Sagnir herma að dúfuhjón hafi verið í hellinum hjá Siva og hann hafi gert þau ódauð- leg. Þessi dúfuhjón hafa átt heima í hellinum æ síðan — segja píla- grímarnir — og eru áreiðanlega í dúfnahópnum, sem er að flögra þarna undir þaki hellisins. Skammt frá járngrindunum var ofurlítill afhellir. Þar sat virðuleg- ur „sadhu“ og hafði hafzt þarna við aleinn í 14 mánuði, að sögn. í marga mánuði hafði hann ekki komizt út úr hellinum fyrir snjó. Hann hafði áður safnað að sér við- arkolum og eldaði við þau fátæk- legt nesti sitt. Hann var því talinn mjög helgur maður og menn þröngdust þar að til að sjá hann. AÐ LOKUM snerum við heimleið- is. Neðan við einstigið keyptum við okkur heitt te, og þegar við fórum fram hjá læknum var þar fjöldi manna í baði. Straumurinn til hellisins var enn óslitinn, því að enn var ekki helmingur píla- grímanna kominn þangað. Við <s>-------------------------------------------------------------——« FRELSI ÞAÐ er fyrst og fremst undir því komið hvort hægrt verður að af- stýri nýrri heimsstyjöld, hvort nokkur árangur á að verða af hinum glæsilegu andans afrek- um á fyrra helmingi aldarinnar, og hvort hægt verður að halda áfram á sömu braut. En það er einnig undir því komið að vér getum varðveitt hið* dýrkeypta frelsi Vestur-Evrópu, það er hún hlaut eftir ofsóknir og ofstæki trúarbragða styrjaldanna. Rússar hafa aldrei þekkt þetta frelsi, nema þá stuttu stund, er Kerensky sat þar að völdum. Eftir átta mánaða lausn undan þrælatökum keisaraveldisins, hvarf rússneska þjóðin undir þrælatök kommúnismans. Það er ófyrirgefanleg heimska að halda að rússneski kommúnism- inn sé nýtízku stefna, sem vilji framfarir. Að níu tíundu hlutum er stefna hans og stjórnsemi ekki annað en ný aðferð þeirrar mið- aldakúgunar, sem Rússland hef- ir aldrei getað losnað undan. BERTRAND RUSSEL ------------------------« urðum að fara vegleysu til þess að ganga ekki á móti fjöldanum. Þeg- ar við komum upp á hálsinn og sá- um yfir sléttuna, var þar enn órof- in fylking pílagríma. Lögreglu- þjónar voru beggja megin við göt- una til þess að sjá um að menn gengi í halarófu, svo að ekki yrði árekstrar né troðningur. Við gengum hægt niður hjallann og á þeirri leið mætti eg mörgum, sem eg hafði kynnzt áður og gat kastað á þá kveðju að skilnaði. Allir tóku vingjarnlega undir. Það var einhver jólabragur á allri þess- ari pílagrímsgöngu, þegar hún var komin svo nærri takmarkinu. Menn glöddust hver með öðrum og með hlýleik minnumst við sam- ferðamannanna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.