Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 329 Smásagan: ILLINDI Eftir Sigurð Jónsson frá Brún ÞAÐ VAR ekki veður þegar þessi saga gerðist. Það var óveður, stórstraums- flóð í öllu dauðu og lifandi. Ofsinn var svo að fjörðinn skóf strax frá grös- um og sá gráar æðandi iðufletturnar skeiða í hópum norðaustur flóann eins og æddu þar ramfældar stóðmerar og allar hvítar, með úfnum föxum og fjúk- andi töglum, en stundum lamdi haglið allt flatt eða regnsletturnar slógu hver aðra niður. — Og auðvitað beiddi þá kýrin. — Flest höfum við ekkert vit á kúm og ekki er eg barnanna beztur um það, en það sá eg þó, þegar Styr í Hvarfi hnykkti sér frá fjóshorninu með Hyrnu greyið í eftirdragi og dóttur sina, pasturlausan unglinginn til að reka á eftir, að þar var mýldur göf- ugri gripur en flestir aðrir á þeim bæ, rólyndið og gagnsemin lágu svo utan á skepnunni hvar sem á hana var litið allt frá fagursveigðum hornunum niður í þetta reginjúgur, sem hún bar, og mjúklega hlýddi hún taumnum móti roki og hreggi. Styr karlinn í Hvarfi hafði aldrei verið mér augnagaman og hvað sizt í þetta sinn, þegar hann skrykktist fram hjá baðstofugluggum mótbýlismanns- ins með kúna og krakkann, enda kom þar ekki sjónin til. Þetta var hol- brjósta horvindill, sem stórviðrið press- aði að framan og belgdi út að aftan. Það var eins og hann reisti kamb. Mér fannst eftir útliti og limaburði, að hann hlyti að urra. En það hefði þá verið skaðlítið. Stormurinn kæfði öll hljóð önnur en sín eigin og lagði til nóg af þeim ljótum. Eg sneri mér að Steinvöru, húsfreyj- irnni á hinu búinu, þar sem eg hafði dvalið um tíma við ýmiss konar dútl og lét orð falla um óheppilegt veður til þessarar farar, um líðan kýrinnar og enda þeirra feðgina líka, þótt minna kenndi eg í brjósti um þau, sérstaklega Styr. „Já, það hefði nú einhver haldið í hina áttina í þessu veðri, en Styr w svo illa við Grím í Skjóli, að hann get- ur ekki notað frá honum naut handa belju, hvað þá meira, hvað sem við liggur. Þangað er þó ekki nema hálf tíma labb hérna meðfram klettunum austan við og hlé við „Beltin“, alla leið eins og í húsi, en hann ætlar að Brekku, þótt það sé þrefalt lengra og áveðra allt saman. Svo hefi eg enga trú á að hann haldi nokkurn tíma und- ir tuddann hans Narfa á Brekku. Þetta er meineykinn skolli og stórhyrntur, en Styr er enginn burðamaður og raunar blóðhuglaus." Hádegismaturinn var kominn á borð- ið, og Karl bóndi maður Steinvarar var að losa sig við illviðraflíkur á með- an við töluðum. Kom hann nú inn og tókum við annað hjal yfir borðum. Dagurinn leið við húsaskjálfta, veð- urhvin, hagldunur og steypiregn á milli þurrari stunda og að því er til mín kom, terpentínu- og fernisolíulykt að auki, en þeim var eg löngu orðinn sam- dauna og veitti helzt eftirtekt and- rúmsloftinu fyrir það, að Karl bóndi tók þétt í nefið og snuggaði hranalega þær stundir, sem hann var inni, og svo kom kvöldið og nóttin. Við veltum okkur niður öll í einni baðstofu. Sjálfur hafði eg svo um búið um daginn, að sumt af íbúðinni var ekki íbúðarhæft fyrri en þorrnað hafði og varð því að skáka mér niður hjá hjónunum og barnahópi þeirra. En eg er fljótur í svefn og gleymdist mér veröldin um leið og eg lagði höfuðið á koddann. Stutt mun eg þó hafa sofið þegar eg hrökk upp við að barið var 1 glugga og kvenmannsrödd kallaði á Karl til hjálpar. Eg greindi ekki við hvað hann átti að hjálpa, konan á glugganum saup hveljur annað hvort af rokinu eða hún snökti af ótta. Eg rauk fram úr og kippti á mig klæðum til að geta rétt hönd ef maður hefði brjálazt eða hús brotnað ofan á fólk eða fénað, en eg þurfti einskis að spyrja. Það datt út úr Karli orð og orð heyranlega um Styr mótbýlismann þeirra hjóna, ekkert var það hlýlegt en engin stóryrði og eitthvað heyrði eg Steinvöru uppi í rúmshorni nefna „aumingja Hyrnu“. Vissi eg þá hvað var. Styr var komin og kýrin einhvern vegin illa stödd, sem engan þyrfti að furða. Bæirnir í Hvarfi standa í hvammi allstórum, sem gapir móti norðri og fellur um hann vestan til lækur, sem kemur ofan úr dalverpi milli fella tveggja allmikilla, er rísa yfir háls- inn suður af Hvörfum og heitir hið vestara Brekkufell. Er lækur þessi oft- ast lítið vatn, en í slíkum veðrum sem daginn þann er hann þó ekkert leik- fang. Á gilþröm lítilli rétt austan við lækinn, neðan við túnin á Hvarfsbæ- unum stendur enn einn bær, er nefna verður og heitir Lækur. Liggja saman túnin á bæum þessum öllum, nema hvað skurður einn saman siginn, pytt- óttur og með jarðbrúm víða klauf þar deigludokk mjóa í milli túnanna og var hún um þessar mundir svellótt nokkuð, hál, illa hallfleytt að götum, þar sem hlákuvatn og uppbólga hafði horfið niður. Þar hafði eg síðast séð til ferðar þeirra Styrs þegar þrenn- ingin krussaði andbyrinn milli svell- anna á heimanleið um daginn. Nú var eftirleikurinn að birtast. Karl hafði orðið mér fljótari í föt- in og var búinn að finna mér olíukápu forna til hlífðar og „galla“ sjálfan sig upp í aðra ámóta, þegar eg komst fram í dyrnar. Vissi hann glöggt hvert halda skyldi og tók þangað stefnuna, enda var óvandratað, því þar glytti öðru hvoru í luktarljós og sýndist margt á skyggja, því það var alltaf að hverfa, En nú bar okkur þangað. Þar var ekki fátt um. Hlín húsfreyja, sú sem kallað hafði á glugganum, var þar komin til bónda síns og dóttur, eins var þar staddur Jón bóndi á Læk. Og síðast en ekki sízt var þar kýrin. Þau feðgin höfðu borið vestan að læknum á heimleið litlu fyrir hátta- tíma. Voru þau enn með Hyrnu, en alldasaða og höfðu haft erfiða ferð, dró illviðrið af þeim hálfan hraða og höfðu þau eytt í heimangöngu sína aðeins að Brekku góðum þrem tímum. Var það árangurslaust, því nautið vildi engu sinna nema Styr einum og honum þó aðeins til þess að leiða honum slík- ar ferðir. Hlutu þau því að halda lengra eða snúa við svo búin að öðrum kosti. En þar sera þeim megin varð þá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.