Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1957, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1957, Síða 2
334 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS áttu sér byggðir og bú og ræktuðu tún og fé. Sauðfjárræktin á Grænlandi hófst aftur fyrir 40 árum. Árið 1906 fékk grænlenzkur prestur sér nokkrar kindur frá Færeyjum. Það tókst vel. Svo komst skriður á með fjárflutningum frá íslandi 1915. Þá var færeyska fénu eytt, og síðan hafa Grænlendingar haldið sér ein- göngu við íslenzka fjárstofninn. Flest er féð á Julianehábssvæð- lnu. Julianeháb er á sömu breidd- argráðu eins og Björgvin í Noregi, og því töluvert sunnar en ísland. í nánd við Ivigtut er einnig nokkur fjárrækt og ennfremur á Godtháb svæðinu sem er um 450 km norðar en Julianeháb, eða álíka norðarlega og Borgarfjörður. Julianehábssvæðið er mjög fjall- lent, mjóir firðir skerast langt inn í landið, allar samgöngur eru á sjó, hæð fjallanna er allt að 1000—2000 metrar. Fátt er um stærri dali og jafnlendi, en fjöldi smádala þar sem gott er um skjól og gróðursæld mikil af víði og birki lítils vaxtar, grasi og blómjurtum. Víða líkist landið hálendi Skotlands og skerja- garðinum norska og fjallendinu. Jafnvel hátt til fjalla geta verið ágætir sauðfjárhagar, aðallega kvistur, lyng og víðir. Á vetrum er að jafnaði 5—15 gráðu frost í Julianeháb, en verð- verið í júní og einnig í ágúst (en eru víst sjaldgæf í júlí). Heyja er aflað í júlí og ágúst og einnig í september þegar illa sumrar. Kartöflur og rófur verður að taka upp fyrir byrjun október- mánaðar, því að þá má vænta fyrstu snjóa. Svo að segja allt sauðfé á Græn- landi er í einkaeign og f járbændur, eða fjárbú eru um 250. Fjáreignin er mjög misjöfn. Víða jafnvel ekki nema fáeinar kindur sem menn er stunda sjó eða aðra atvinnu eiga sér til búdrýginda. Á þremur stöð- um eru yfir 500 fjár á búi og allt upp í 700. Á 70 búum eru frá 25— 100 kindur, á 60 búum er 100—500 fjár o.s.frv. Haglendi til fjalla er öllum heim- ilt. Víðast eru nokkrir bændur eða fjáreigendur í sömu grend, og hjálpast þeir þá að um smölun, en annars gengur féð án gæzlu sum- arlangt. Á vetrum er því beitt dag- lega og víða liggur það úti, en „allir hinir betri fjárbændur hafa hús fyrir fé sitt“. Sauðburður er í apríl-maí, ærnar eru látnar bera úti. Yfirleitt er heyskapur og hey- fengur af svo skornum skammti að bændur treysta á beitina allt hvað þeir mega (og því miður stundum meira en það, svo að hordauði og fellir er víst ekki óþekkt fyrirbæri eftir því sem fregnir herma, enda ekki hægt um vik að bjarga fénu, ef menn komast í heyþrot). Grænlenzkur lambhrútur af islenzku kyni, 5 mánaða gamall. ur þó oft í kuldaköstum 20—25 gráður Celsius. Sumarhitinn er 5—12—15 gráður. Ársúrkoma er um 900 mm. Sveiflur eru miklar á veðurfari. Þegar mikill ís er á reki niður með austurstrond Græn- lands, rekur hann einnig upp með vesturströndinni, fyllir firðina og veldur kulda. Annað sérkenni hinnar óstöðugu veðráttu eru staðvindarnir — Föhnvindamir. Það er mikill og hlýr staðviðrisstormur, sem á vetr- um veldur asahláku, svo að allan snjó tekur upp. Þá er hann bænd- um velkominn, en komi slíkir stormar að vorinu eða snemma sumars, eru þeir hættulegir, svíða af allan gróður í görðum og valda þannig miklum skaða. Við Juliane- háb vorar í apríl, snjórinn hverfur, og í maí er sett og sáð í garða, kartöflur þó venjulega ekki settar fyrr en um 1. júní. Næturfrost geta Góðir félagar. Grænlenzkur fjárbóndi með klyfjahest. Hesturinn virðist vera íslenzkrar ættar. 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.