Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 335 Fullorðnar ær vega 40—60 kg, hrútar 50—70, en einstöku hrútar allt upp í 110 kg. Meðalfjöldi lamba, sem upp komast er um 70 lömb á 100 ær, en mjög er þetta misjafnt. Jensen bætir því við að ísl. fjárkynið sé í eðli sínu frjósamt og margar ær tvílembdar, en mikið velti á að vel sé litið eftir ánum um burðinn, en á því vilja verða misbrestir. Lömbin eru bráðþroska, og í ágústlok vega þau oft um 35 kg. Þúsundir lamba sem slátrað er í sama sláturhúsi vega að meðaltali 33—37 kg, lifandi vigt. Ærnar eru látnar verða 5—7 ára. Þær komast að sumrinu í mjög góð hold og eru þannig vel búnar undir veturinn. Lambgimbrarnar eru látnar fá lömb á fyrsta vetri. SLÁTRUN og sláturhús Sláturtíðin er frá því í ágúst og fram í október. Slátrunin fer mest- öll fram í einu og sama sláturhúsi í Narssak, sem er skammt norðan við Julianeháb. Sláturhús þetta var byggt 1952 og er eign Hinnar kon- unglegu grænlenzku verzlunar, sem sér að öllu leyti um starfsemi þess. í sambandi við sláturhúsið er frystihús og niðursuðuverksmiðja. í verksmiðjunni eru auk kjötmatar soðnar niður rækjur. Mótorbátar frá sláturhúsinu sækja sláturféð heim til bændanna og hafa stóra opna pramma í eftirdragi við fjár- flutningana. Eru þetta mótorbát- ar sem á öðrum tímum stunda rækjuveiðar. Sláturféð er lagt inn á fæti og verðreiknað eftir lifandi vikt. í aðal sláturtíðinni, sept.-október fá bændur 75 aura (danska) fyrir kg í lömbunum og 60 aura fyrir kg í fullorðnu fé. Við sumarslátrun er greftt hærra verð og sömuleiðis ef bændur flytja fé sitt sjálfir til slát- urhússins. Láta mun nærri að kjötið skipt- ist til helminga þannig, að helm- ingur fari í niðursuðu en hitt er selt frosið innanlands, og það flutt til verzlunarstaða í kælirúmi, í strandferðaskipunum. Nokkur þús- und kroppar eru þó árlega fluttir frosnir til Danmerkur. Mörinn er einnig fluttur út, skinn og garnir sömuleiðis. Heiladingullinn er hirt- ur og notaður til lyfjagerðar. Sláturhúsið kaupir einnig ullina af bændunum og gefur 3—5 krón- HVER þjóðin af annarri er nú að smíða skip, sem eiga að vera knúin áfram af kjarnorku. Bandaríkin urðu þar á undan öðrum, því að þau eiga nú þegar tvo kafbáta, sem hafa kjarnorkuvélar. Og gert er ráð fyrir að smíða 13 slíka kafbáta í viðbót. Ennfremur á að smíða 85.000 lesta flugvélamóðurskip með kjarnorkuvélum. Þá er og gert ráð fyrir að innan skamms hefjist smíðar á kjarnorkuvélum handa kaupförum. En Bandaríkjamenn eru ekki ein- ir um að smíða kjarnorkuskip. Japanar ráðgera nú að smíða 30.000 lesta kafbát knúinn kjarn- orku, og er hann ætlaður til olíu- flutninga. Hann á að geta farið 22 sjómílur á klukkustund heðansjáv- ar. Rússar gera ráð fyrir að hleypa af stokkunum á þessu ári stórum ísbrjót, sem er knúinn kjarnorku. Bretar munu vera að hefja smíð fyrsta kjarnorkukafbátsins. Margir siglingafróðir menn telja, að kjarnorkan muni verða aflgjafi allra skipa í framtíðinni. Þeir benda á, að slík skip geti verið stærri en önnur skip, hraðskreið- ari og því hagkvæmari í rekstri. ur fyrir kg (greinin er skrifuð 1955). Ullin er aðgreind í slátur- húsinu og búin til sendingar til Danmerkur. Á sumrum fer féð víða um fjöll og dali og heldur lítt hópinn. Þó virðast ærnar taka tryggð við vissa staði þar sem haglendi er gott, og halda sig stundum á sama stað ár eftir ár. Auðveldar þetta nokkuð smölun, sem annars er allerfið því víðáttan er mikil. Skozkir fjár- hundar af Collier-kyni hafa verið BANDARÍSKUR vísindamaður, dr. Robert L. Carroll, er talinn hafa fundið upp nýa aðferð til þess að leysa kjarnorku úr læðingi. Hann segir, að þegar atómin verði fyrir miklum kulda, aukist hraði raf- eindanna, sem snúast kring um kjarnann. Sé nú kuldinn aukinn jafnt og þétt, muni afleiðingin verða sú, að rafeindirnar þeysist inn í kjarnann og leysi reginöfl úr læðingi. Samkvæmt fregn í „Air Force Times“ hefir flugmálastjórnin í bandaríska hernum skorað á vís- indamenn að sannprófa þessa kenningu dr. Carrolls. En hún fel- ur það í sér, að tvær viðurkenndar vísindalegar „staðreyndir" hljóta að kollvarpast, ef hún reynist rétt, sem sé, að meiri kuldi sé ekki til en 459,9 stig á Fahrenheit, og að enginn hraði sé meiri en hraði ljóssins (um 300.000 km á sek- úndu). \ Dr. Carroll segir að það muni ekki kosta meira en svo sem 100.000 dollara að sannprófa kenningu sína, og það sé hægt að gera á nokkrum vikum. Hann segir að ekki þurfi að nota dýr kjarnorku- efni, svo sem úran, því að vel megi komast af með venjulegan sand. Köld kjarnorka og kjarnorkuskip

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.