Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1957, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1957, Side 4
836 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fluttir til Grænlands til að létta smölun og fjárgæzlu. í fjárræktar- sveitunum er bannað að hafa hunda af öðrum kynjum svo að fjárhundakynið blandist ekki. Einnig eru notaðir hestar til reiðar í fjárleitum. Eyrnamörk eru notuð eins og hér og hefir hver f járeigandi sitt mark. Ómerkingar eru seldir og rennur andvirðið í eins konar fjallskila- sjóð. Aðal vetrarfóðrið er hey. Mest er heyjað á óræktuðu landi. Slægju- land er helzt umhverfis gamlar Eskimóarústir og á hinrnn fornu túnum íslendingabyggðarihnar. Vel verkað hey af slíku landi er mjög gott fóður og næringarríkt. Þessir slægjublettir eru víða girtir og borinn á tilbúinn áburður. En þessi heyskapur hrekkur skammt, þess vegna eru Grænlendingar líka famir að brjóta land til ræktunar, rækta grænfóður og gras og verka sem þurrhev eða sem vothey. Um fóðuröflun og ásetning er það að segja, að hjá betri bændum er fénu gefið nægilega til þess að hægt sé að halda því sæmilega við hús. Fjörubeit er líka notuð. Þar sem lakar er ástatt verður féð að sjá um sig sjálft hvernig sem viðr- ar, það er alger útigangur. Mjólkurkýrnar á Grænlandi eru flestar í eigu fjárbændanna. Kúa- kynið er mjög blandað. Mjólkur- sala er nær engin vegna strjálbýl- is og samgönguleysis. Nautahald er erfitt vegna fæðar og strjálbýlis. Heyið flutt í hiöðu Heyið er dregið inn, en aðstaða við hlöðuna virðist ekki vera haganleg. Áður vildu Grænlendingar helzt eiga svartar kýr, og lá sú ástæða til þess að húðir af þeim voru eftir- sóttar til skreytingar á búningi kvenna. Hænsnaræktin er jöfnum hönd- um hjá bændum og í þorpunum. Sumir fjárbændur framleiða tölu- vert af eggjum til sölu. GARÐYRKJAN Það er gamalt í landi á Græn- landi að menn reyna að rækta garða við hús sín. Er áhugi á garð- rækt vaxandi. Þar sem búfjárá- burður er til tekst líka að fá góða uppskeru í öllum sæmilegum ár- um. í þorpunum er víða mjög erfitt að koma sér upp garði, þar eð lóðir hafa alls ekki verið valdar með slíkt fyrir augum. Víða verða menn blátt áfram að flytja mold að til þess að gera smágarð við húsin. Á sauðfjárbúunum inn í fjörðunum er hægra um vik, enda eru þó nokkuð margir bændur farnir að leggja þá stund á garðrækt að þeir geta selt garðmat í þorpin. Aðal garðjurtirnar eru kartöflur og maírófur, og rabarbari sem er Þorp á Græn- jandl, ræktaður í öllum görðum. Upp- skera af kartöflum má heita ár- viss og getur verið 300—400 tunn- ur af hektara. Hin síðari ár leggja margir stund á að rækta fleiri mat- jurtir, svo sem grænkál, toppkál, blómkál, radísur, salat o. fl. Sauðfjárræktarbúið í Juliane- háb hefir haft mikla forgöngu um þær búnaðarframfarir sem orðnar eru á Grænlandi, en grænlenzkir hafa einnig átt góðan þátt í þeim. Bú þetta var stofnað 1915, fjár- hús og hlöður byggðar, og bráð- lega var brotið nokkuð af landi og ræktað til túna, til þess að koma fótum fyrir sig með hey handa fénu. Jafnframt var unnið að því að fá Grænlendinga til þess að sinna sauðfjárræktinni. Ungir menn voru ráðnir sem lærlingar og að loknu námi voru þeir efldir til að hefja búskap með nokkrum fjárstofni. Féð fengu þeir að láni, gegn því að skila aftur jafnmörg- um lömbum eftir nokkur ár, þegar fé þeirra var farið að fjölga. Þetta hefir gefizt mjög vel og er ennþá mikilsvert atriði í viðleitninni að auka búskap Grænlendinga. Nýbýlingarnir fá einnig lán til þess að byggja yfir sig og fé sitt og til þess að eignast bát. Afborg- anir af þeim lánum dragast síðar meir frá innleggi þeirra af fjár- ræktinni. Á sauðfjárbúinu hafa verið gerð- ar tilraunir og athuganir til þess að komast upp á sem bezt lag með fjárbúskapinn, sérstaklega fóðrun fjárins að vetrinum. Því er ekki aS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.