Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1957, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1957, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 337 leyna að það hefir gengið nokkuð erfiðlega að kenna grænlenzku bændunum forsjálni með ásetning. Þó einkennilegt sé, eru það land- gæðin sem þarna eru mestur þrösk- uldur í vegi. Þegar féð á litlu búi, þar sem er mikið og gott haglendi, kemst sæmilega vel af án gjafar ár eftir ár, í góðum árum, vill gleym- ast að safna þeim heyfirningum er nægi þegar kemur harður vetur og þeir jafnvel hver af öðrum. Á tímabili sá sauðfjárræktarbú- ið einnig um kaup og afhendingu á tilbúnum áburði, fræi og útsæði til bænda, en nú hefir því starfi verið létt af búinu, en í þess stað er lögð meiri áherzla á sauðfjár- ræktina og nýræktartilraunirnar. Annars hafa komið fram tillögur um að flytja sauðfjárræktarbúið frá Julianeháb, sem er vaxandi þorp, upp í sveit, og búa því þar bætt og rýmri skilyrði. Er líklegt að það verði gert áður en langt um líður. BÆTT LÁNASKILYRÐI Samkvæmt tillögum Grænlands- Til vinstri: Skrokkur ai lambi 5*4 mánaðar gömlu. Til hægri: Skrokkur al fuUorðinni kind. nefndarinnar 1950, geta Grænlend- ingar nú fengið hagkvæm lán bæði til bygginga og einnig bústofnslán. Byggingarlánin eru 14—28 þús. krónur og eru veitt til 30 ára. Lærðir smiðir vinna nú meira að byggingum en áður var, og við- hald húsanna er háð eftirliti meðan lánin hvíla á þeim. Bústofnslánin eru veitt bændum til að byggja peningshús, til rækt- unar og verkfærakaupa, og getur numið allt að 85%—90% af stofn- kostnaði. Lán þessi eru ekki veitt nema til 10—15 ára. Auk þess fá dugandi bændui framlög og verðlaun fyrir grjótnám, ræktun og girðingar. Sauðfjárbúið í Julianeháb hefir nú fengið sér traktor með loft- þjöppu, steinbor, steinsleða, plóg, rótplóg og tæti. Búið tekur að sér að ryðja og brjóta land fyrir bænd- ur í nágrenninu og nokkuð vítt um kring eftir því sem til vinnst. Bændur greiða fyrir vinnuna á staðnum, en eru ekki látnir greiða fyrir flutning á milli vinnustaða og starfstafir. Um leið er þeim leið- beint um sáningu og áburð og vinnu við að ganga frá flögunum. Nýbýlingar geta fengið land ókeypis, að lokinni athugun á stað- háttum. en umsóknir um nýbýla- lönd fara um hendur sveitar- stjórnarinnar á staðnum. Sauðfjárbúið í Julianeháb annast yfirleitt mjög margþætta leiðbein- ingastarfsemi og má segja að það sé í flestum greinum miðstöð bún- aðarmálanna á Grænlandi, og bú- stjórinn þar sé um leið búnaðar- málastjóri og ráðunautur. Fyrir- ætlanir eru um að auka mjög til- raunastarfsemi búsins þegar það verður flutt þangað, sem landkostir leyfa meiri ræktun og búskapar- umsvif. Verkefnin bíða og eru margvísleg. Fjárbændur hafa með sér vel skipulagðan félagsskap, bæði sveitafélög og landsfélag. VATNSKARLAR í Bæarkirkju í Flóa hjá Þuríði Sæmundsdóttur eru þrír vatns- karlar úr kopar, 2 ljón, eitt stórt og annað minna, en þriðji vatns- karlinn er hestur úr kopar, munu taka 3 potta. Bændurnir trúa á þau, svo ef fénaður þeirra verður sjúkur með eitthvert slag, þá er honum gefið þar af að drekka, og segja þeir batna. Af hestinum gefa bæqdur sjúkum hestum að drekka, af stærra ljóninu kúm, af því minna sauðfé. Þau eiga ei þar heima, fundust í Flatey í hól, og þar meinast meira vera, falið af munkum í þeim hól. Eg é þau nú. (Árni Magnússon). Þetta félag er aðili fyrir bændur að samningum við Kóngsverzlun- ina, við sveitarstjórnir, og við Landsráðið grænlenzka, um hags- munamál bænda. Félagið hefir einnig átt frumkvæðið að því að setja reglur um fjárrækt og fjár- ræktarbúskap. Ungir Grænlendingar sækja nú orðið búnaðarnám í Danmörku, Noregi og í Færeyjum (ísland er ekki nefnt í greininni, en ef ég man rétt var piltur frá Grænlandi hér á landi til að læra sauðfjárhirðingu ekki alls fyrir löngu). Jensen bústjóri endar grein sína á þessum orðum: Þrátt fyrir það þó erfitt sé að breyta gömlum vana, eru fullar vonir um að þessari at- vinnugrein — fjárbúskapnum — verði með sameiginlegum átökum komið í öruggt og heilbrigt horf á Grænlandi. 25. maí 1957. Árni G. Eylands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.