Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1957, Blaðsíða 6
338 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Smásagan FESTARSKEIÐIN MARGIR ungir bændasynir í Nevern- dal í Wales höfðu þegar brýnt hnífa sína til þess að skera út festarskeið handa Gwyneth, einkadóttur Caradoc Jones, sem átti Velinda-búgarðinn og fjölda kvikfjár. Gwyneth barst þetta til eyrna og hún vissi að þeir höfðu vandað mjög efni og útskurð á skeiðunum. En hún forð- aðist þá alla, því að hún vissi, að það var sama og bónorð er slík skeið var færð að gjöf, og það þýddi sama sem trúlofun ef slík skeið var þegin. Hún beið því þangað til hún vissi að Cadi- vor Evans hafði lokið við að smíða sína skeið. Hann var sonur malarans og átti heima lengra uppi í dalnum. Og svo var það á páskadagskvöldið, að Evans kom með skeið sína til Vel- indre. Gwyneth var þá ekki með nein látalæti, eins og ungum stúlkum er títt, heldur þáði hún skeiðina undir eins og hengdi. hana upp á vegg hjá sæti sínu. Það barst fljótt út um alla sveitina að Gwyneth hefði þegið festarskeið Evans. Hinum ungu piltunum gramd- ist og þeir földu skeiðar sínar uppi á háalofti eða úti í hlöðu, svo að engan skyldi gruna að þeir hefði líka verið að smíða festarskeið handa Gwyneth; þeir höfðu aðeins verið að leika sér að því að tálga þetta, sögðu þeir, og þeir sæi ekki eftir henni Gwyneth, því að margar ungar stúlkur stæði henni á sporði. Eftir þetta mátti Evans heimsækja Gwyneth hvenær sem honum sýndist, og hann kom líka reglulega þrisvar í viku fyrst í stað. Og svo var farið að búa undir brúðkaupið. Móðir hennar lét Evan Saer, smiðinn, smíða eikar- kistu og eikarskáp og gera nýjan eikar- kassa utan um gömlu klukkuna hans afa. Ungu hjónin áttu að setjast að í hjáleigu, sem var í eyði og stóð skammt frá bænum. „En hvað það er fallegur viður í kistunni!" „Klukkan er orðin alveg eins og ný!“ „Skápurinn er einhver fallegasti smíðisgripur sem eg hefi séð!“ Þannig var aðdáunin og þá brosti Gwyneth og sagði: „Og svo er kistan full af fatnaði.“ Hún opnaði kistuna og sýndi vinkonum sínum brúðar- skartið. En þótt undarlegt megi virðast, var Evans ekki jafn hrifinn af þessum gripum. Honum fannst hrapað nokkuð að brúðkaupinu. Og þegar smiðurinn kom með brúðargjöf sína, eins og venja var, þá þagði Evans. Þetta var eins og vant var, brauðfjöl og kefli til að merja kartöflur, og smiðurinn hafði sagt í glettni: „Þetta kefli er til þess að merja kartöflur en ekki sem barefli á unga manninn". En þar sem þetta virtist ekki hafa góð áhrif á Evans, þá tók Gwyneth hlutina og faldi þá. Svo leið og beið. Hjáleigan hafði ver- ið dubbuð upp og máluð hvít og eldur hafði verið kveiktur á arninum til þess að hreinsa reykháfinn og gera húsið hlýtt og notalegt. Nýa kistan fór ágætlega við gulan vegginn í eld- húsinu. En Evans minntist ekkert á það við Gwyneth hvenær þau ætti að giftast. Hann tók að venja komur sínar á kappreiðar, veðjaði og tapaði alltaf. Og hann drakk meira en góðu hófu gengdi. Honum hafði gengið of auð- veldlega að ná ástum Gwyneth og nú var hann ekki jafn hrifinn af henni og áður. „Það er orðið langt síðan að Gwyn- eth þáði skeiðina af Evans. Það ætti að vera kominn tími til að þau giftust", sagði fólkið. ,Eg hugsa að þau giftist aldrei", sögðu þá aðrir. „Hann er að dufla við afgreiðslustúlkuna í veitingahúsinu". „Og ekki safnar hann peningum. Eg gæti ímyndað mér að hann heimtaði aftur skeiðina sína, og það vaéri hræði- legt“. Þannig talaði fólkið. Og þetta barst Gwyneth til eyrna. Hún hugsaði margt. En hún átti of mikið stærilæti til þess að spyrja Evans að þessu. Hún vildi að hann elskaði sig og ástin kæmi frá hjarta hans óþvinguð. Og hún þóttist viss um að hann elskaði sig, en afsak- aði hann með því að hann væri ungur og vildi njóta frjálsræðis sem lengst. Komum hans fækkaði. En svo kom hann einn sunnudag Qg þá var Gwya- eth að bera af borði bezta leirtauið á bænum. „Voru gestir hér?“ sagði hann. „Gestur", sagði hún. „Er það einhver sem eg þekki?“ spurði hann og merkti ekki enn nein veðrabrigði í lofti. „Já, þú þekkir hann,“ svaraði Gwyneth. Þá var eins og Evans væri stunginn með nál. Hann hafði fengið meðbiðil. Honum varð litið upp á veginn. Jú, skeiðin hans hekk hér á sama stað, en við hliðina á henni hekk önnur skeið fallegri og betur út skorin. Blað- ið var sem hjarta í laginu og á miðju skaftinu var svipa og veiðimanna- húfa. Það var auðvitað veiðimaður, sem hafði gefið henni þessa skeið, og hann kunni að fara með hnífinn. „Hvaða skeið er þetta?“ spurði hann. „Hvað um það?“ spurði hún ofur sakleysislega. „Var hann .... var hann hér áðan?1' spurði hann og gætti afbrýði í rödd- inni. „Já, hann var hér áðan“, svaraði hún. En meira fékkst hún ekki til að segja og lét Evans um að melta þetta með sér. Þegar hann kvaddi hana, sagði hún: „Það er bezt að þú komir ekki í þess- ari viku“. Nú þóttist Evans viss um að hið versta hefði skeð. Þó afhenti hún hon- um ekki skeiðina. Skeiðin hekk enn þarna á veggnum. En við hlið hennar hekk önnur skeið úr betra viði og bet- ur skorin. Evans hataði þá skeið. Hann grátbændi hana um að leyfa sér að koma í vikunni, og eftir langt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.