Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1957, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1957, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 339 þóf, sagði hún að hann mætti þá koma á laugardaginn. „Gwyneth, eg elska þig — fleygðu skeið þessa stráks í eldinn“. „Það er ekki strákur, það er velmeg- andi bóndi“, sagði hún. En ekki vildi hún segja honum hver hann var. Evans kom eins tímanlega á laug- ardaginn og hann þorði. Hann var rauðeygur, því að hann hafði sofið lítið þessa viku. Hann hafði alltaf ver- ið að hugsa um það, að hann hefði talið Gwyneth sér of vísa, en nú hefði hann misst hana. En þótt hann væri dapureygur sá hann fljótt að breyting hafði orðið á í stofunni. Stóra og fallega tréskeiðin hékk nú yfir stólnum hennar Gwyneth, en skeiðin hans hékk á nagla til hliðar, þar sem skugga bar á. Upp frá þeirri stundu ákvað hann að reyna að vinna hana aftur. Hann skrifaði henni nú ljóðabréf og líkti henni við Myfanwy, fegurstu stúlkuna, sem nokkuru sinni hafði verið í Dinas Bran, og við allar þær fegurðardísir, sem sögur fóru af. Og nú kom hann á hverjum degi til Vel- indra, til þess að horfa á ljósið í glugg- anum þar, og í þeirri von, að Gwyneth mundi koma út einhverra erinda. En hún kom aldrei, og aldrei varð hann var við meðbiðil sinn, þann er hafði smíðað fallegu tréskeiðina er nú hékk yfir sæti Gwyneth. Hann var hættur að venja komur sínar í knæpur og veitingahús. Hann vann baki bortnu við mylnuna og fór 1 kirkju á hverjum sunnudegi, og von- aðist til þess að fá að sjá Gwyneth þar. £n hún var honum alltaf jafn fráhverf. Og alltaf hékk fallega skeið- in yfir sæti hennar, en skeiðin frá Evans í skugga. Svo var það eitt laugardagskvöld, er Evans hafði fengið leyfi til að heim- sækja Gwyneth, að hann sá föður henn- ar aka að heiman, og í vagninum hjá honum var ungur maður, vel búinn og eflaust af góðum ættum. „Var það maðurinn í vagninum, sem smíðaði þessa skeið?“ spurði hann hræddur og hikandi. „Já, sá er maðurinn", sagði Gwyneth, en henni gekkst þó hugur við að sjá hve hryggur Evans var. Og hún kom upp um sig er hún horfði í augu hans. Þá jókst honum kjarkur. „Gifztu mér, Gwyneth", bað hann, „við skulum gifta okkur eins fljótt og unnt er, undir eins og lýsingum er lokið. Eg elska þig“. Þá gafst Gwyneth upp. Hann kyssti hana og hún kyssti hann aftur inni- lega. Nú hefði hún fengið hann aftur. Og þetta sama kvöld var giftingardag- ur ákveðinn. Aldrei hefir elskhugi ver- ið glaðari en Evans þá. Og eftir þrennar lýsingar voru þau svo gefin saman 1 gömlu þorpskirkj- unni, sem kennd er við írska dýrling- inn Brynach, af því að hann hafði reist þarna kirkju fyrir 1300 árum. Frá kirkjunni óku brúðhjónin glöð heim með foreldrum hennar, og þar átti að vera veizla um kvöldið. Þau settust inn í stofu, en brátt þurfti Caradoc Jones að fara út til að hirða um hestana. Þá varð undarleg þögn inni. Enn um EFTIRFARANDI þulur hefur Lesbók fengið úr tveimur stöðum á Vestur- landi, en þar munu baggalútar varla finnast. En það sýnir hvað þetta orð hefur verið algengt hjer á landi sem gælunafn. I Baggalútur með breitt skegg með brúði sína kjagar út, seld’ana fyrir sýrukút, svo fauk hún í hafið út. Nú dansar Baggalút. Baggalútur minn, hvar varstu í gær? Uppi á Helgafelli að elta lambskinn. Hvað fékkstu í staðinn Baggalútur minn? Þrjár álnir vaðmáls, mælti fuglinn. Hvað gerðir þú þér úr þeim Baggalútur minn? Hempuna víðu, buxurnar síðu, Í' konu minni kastapils, þar gekk af alin og hana fékk smalinn. Ofan eftir röðunum, tröðunum rindilinn dró, með votan halann flókann hann dró. Býsna mikið barð hann dró. Nú reis Gwyneth á fætur og tók nið- ur fallegu skeiðina, en setti skeiðina frá Evans í staðinn. Hún fór með fallegu skeiðina upp á loft, en sneri sér við í stiganum og brosti blítt til Evans. Svo hvarf hún upp á loftið. „Hvers vegna fer hún með skeiðina upp á loít?“ spurði hann tengdamóður sína, því að afbrýðissemin gaus upp í honum, því að það var engu líkar en Gwyneth þætti sérstaklega vænt um þessa skeið. Frú Jones brosti. „Þetta er allt í lagi, Evans“, sagði hún. „Hún ætlar að setja skeiðina á sinn stað í svefnherbergi okkar, því að þetta er skeiðin sem Caradoc smíð- aði handa mér áður en við giftumst.“ (Eftir Michael Gafeth Llewelyn). Baggalút Lækir runnu ofan að sjó. Var í rauðum skarlatstakki á berjamó, stakk honum undir stélið á sér og sagði dilli-ó, dilli-ó, dilli-dilli-ló. II Róa á baki mínu Baggalútur minn. Hvan kanntu að vinna Baggalútur minn? Klæði úr ull að spinna og elta lítið skinn. Hvað fékkstu í kaupið Baggalútur minn? Þrjár álnir vaðmáls og eitt lambaskinn. Hvað gerðirðu við það Baggalútur minn? Ég bjó mér til úr þvi hempuna víðu og buxurnar síðu, konu minni kastapils, og þá gekk af alin og hana fékk smalinn. Datt hann oni dalinn og drengurinn varð galinn. {^ö®S)®S>0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.