Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.06.1957, Blaðsíða 8
540 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Lappar á ferð : Hér á myndinni sjást nokkur Lappabörn, sem heima eiga í norðurhér- uðum Finnlands. — Þau eru komin i fyrstu heim- sókn sina til Helsingfors og er ekki annað að sjá en þau uni þar hag sín- um vel Einkum höfðu þau gaman af flugferð- inni til höfuðborgarinn-i ar, enda var það í fyrstal skipti sem þau komusti upp í háloftin. — Mynd ] in er tekin fyrir framanl dómkirkjuna í Helsing-i fors. BRIDGE Þetta spil er úr meistarakeppni í Bandaríkjunum. 4 D 10 8 7 V 7 3 4 10 8 4 D 9 8 5 2 4 A 5 V K 10 9 ♦ K D 5 3 * K G 7 4 N V A S 4 4 2 V G 6 2 ♦ A 9 7 6 4 4 10 6 3 4 K G 9 6 3 ¥ A D 8 5 4 ♦ G 2 4 A S sagði 1 sp., N sagði 3 gr. og S sagði 6 hjörtu. Djörf sögn! Út kom L5 og var tekin á ás. Það hefði nú verið freistandi fyrir S að reyna að fría spaðann, en honum þótti það of viðsjárvert. Þess vegna sló hann út T2. Ef V hefir ásinn, þá er spilið unnið; noti hann ekki ásinn þegar, fæst slagurinn á TD og svo kemur LK, en í hann fer TG; drepi V með ás, þá standa 3 tígulslagir og S getur losað sig við 3 spaða í L K, T K og TD. — En nú var það A sem átti T A og drap T D. Hann sló út tígli aftur og þann slag fekk S á gosa. Nú tók hann trompin af andstæðingum, tók svo slagi á TK og LK og tromp- aði láglauf. Síðan sló hann út seinasta trompinu og nú getur V ekki varið bæði lauf og spaða. t_^öaœ®6^o ÍSLENZKIR PÍLAGRÍMAR 1 Benedikts-klaustri í eynni Reiche- nau, sem er í Rín skammt þaðan er hún fellur úr Bodenvatni, var bók, sem kölluð var Bræðralagsbókin og voru rituð í hana nöfn þeirra manna, er þangað komu á tímabilinu um 850 —1250. Þar eru rituð aokkur nöfn is- lenzkra suðurgöngumanna. Á einum stað standa þessi nöfn: Keiloc — Cur- maker — Arnur — Wigedies — Mar — Williburg — Wimunder — Zurarin — Gulzenna — Gudemunder — Zurider — Zurder — Stenruder. Stendur fyrir ofan að þetta fólk sé frá íslandi, og er talið að þetta hafi verið ritað á 12. öld. Annars eru í Bræðralagsbók- inni (sem nú er geymd í Ziirich) um 600 norræn nöfn, og gæti því verið um fleiri íslendinga þar að ræða. Bogi Th. Melsted (sem þetta er haft eftir) segir svo um þessa menn: „Nú er eigi hægt að segja hverjir þeir hafa verið, því að þótt á meðal þeirra séu nokkur hin sömu nöfn sem á sumum þeim suðurgöngumönnum, sem kunnir eru af sögunum, er þó alveg óvíst hvort það eru sömu mennirnir, sökum þess að ekki er greint hvenær menn þessir komu til Reichenau. Flest eru nöfnin í Bræðralagsbókinni önnur en þau, sem kunn eru af íslenzkum heimildarrit- um, og sýnir hún því, að margir ís- lendingar hafa gengið suður, sem engar sögur lara af“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.