Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1957, Blaðsíða 1
23. tbl. Fyrsti holskurður og hvernig menn brugðust við EPHRAIM McDowell var fæddur 1771 undir austurhlíðum Appala- chian fjallanna í Virginiu, og var af skozk-írskum ættum. Faðir hans hét Samuel og hafði getið sér góð- an orðstír í frelsisstríðinu. Þegar Ephraim var 16 ára flutt- ist hann með föður sínum til Dan- ville í Kentucky. Þar voru þá ekki nema 150 íbúar, en þó var þetta höfuðborgin um þær slóðir og tók faðir hans þar við dómarastörfum. Ephraim var þá bæði stór og sterkur og það var hans mesta yndi að vera á dýraveiðum í hinum miklu skógum, sem þar voru. Hon- um lærðist þá að flá veiðidýr og brytja þau niður og varð leikinn í þeirri list, en það var þó nokkuð annað en að halda á læknishníf, eins og hann varð síðar að gera. Enginn hélt þá, að hann mundi verða til mennta settur. En þó fór það svo, að hann var sendur til Staunton í Virginia, til dr. Alex- ander Humphrey, sem þá var fræg- astur skurðlæknir í álfunni. Lærði hann fyrst hjá honum, en fór því næst til Skotlands og gekk á há- skólann í Edinborg og naut þar sérstakrar velvildar og handleiðslu John Bell, sem þá var orðinn fræg- ur fyrir blóðrannsóknir sinar. Fáir Það gerði ekki svo mikið til þótt hann hefði ekki próf, því að hann var lærðastur lækna á þessum slóð- um. Og honum tókst ágætlega, svo að hans var leitað jafnan þegar mikil hætta var á ferðum, og var oft sóttur langar leiðir. Það var árið 1799 að hann hóf þar læknis- störf. Ephraim McDowell höfðu trú á því, að þessi sláni frá óbyggðum Norður Ameríku mundi nokkru sinni geta orðið læknir, en John Bell fann að eitthvað bjó í piltinum og studdi hann því með ráðum og dáð. En ekki lauk hann þó embættisprófi og fór við það aftur heim til Danville. Þar settist hann að sem laeknir. í DESEMBERMÁNUÐI árið 1809 var hann sóttur til konu, sem sagt var að væri í barnsnauð. Hún hét Jane Crawford og átti heima í Motley’s Glen, en þangað var um 100 km. leið. Hann varð að fara ríðandi og þegar hann kom á stað- inn voru þar tveir læknar fyrir, og höfðu ekki getað hjálpað konunni neitt. Hún var með óþolandi kval- ir, og menn héldu að hún hefði þeg- ar gengið með 10 mánuði. Var hún orðin óskaplega digur, en Dowell læknir komst nú samt fljótt að þeirri niðurstöðu, að hún væri ekki með barni, heldur væri hún með æxli eða meinsemd innvortis. Og þegar hann hafði skoðað hana rækilega, þóttist hann sjá að hún mundi «f til vill geta lifað í tvá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.