Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.06.1957, Blaðsíða 2
S42 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ár við mestu harmkvæli og þján- ingar, en þó mundi hún sennilega deya miklu fyr. Hún var þó hraust- byggð og hann sá að hún mundi vera mjög kjarkmikil. Eina ráðið til þess að bjarga lífi hennar var að gera holskurð á henni, en slíkt hafði aldrei verið gert. Meðan hann var í háskólanum í Edinborg höfðu læknarnir þar oft verið að tala um hvort gerlegt mundi að opna kviðarhol manna, en þeim kom öllum saman um að það væri ekkert viðlit, því að þeg- ar loft kæmist þar að, væri voð- inn vís, og mundi þá hlaupa spill- ing 1 sárið og líffæri. Enginn hafði því enn vogað að skera upp konu, sem þjáðist að meinsemd í leginu. Þær urðu allar að deya drottni sín- um. En á þessari stundu fannst Mc- Dowell sem unnt mundi að bjarga lífi frú Crawford. Holskurðir höfðu verið gerðir á dýrum, og þeir höfðu heppnast. Hví skyldi þá ekki vera hægt að gera holskurð á mönnum? McDowell þóttist vita að svarið væri það, að læknar þyrðu það ekki, þeir hugsuðu meira um sjálfa sig en sjúklingana, því að þeir vissu að þeir mundu glata öllu trausti ef þetta misheppnaðist. Hann gekk heldur ekki að því gruflandi hvemig fara mundi fyr- ir sér, ef frú Crawford dæi í hönd- um sínum. Hann hikaði þó ekki, heldur sagði henni allt af létta, og hún kaus þegar að láta reyna uppskurð á sér, þar sem dauðinn var hvort sem var fyrir dyrum. Og þá ákvað McDowell að flytja hana heim til sín, þar hafði hann öll læknisá- höld sín. MORGUNINN eftir lögðu þau á stað. Bóndi hennar gat ekki farið með þeim, því að hann varð að gæta bús og barna. En lengi stóð hann og starði á eftir þeim, því að hann bjóst ekki við því að sjá konu sína lifandi framar. En nágranna- kona fylgdi þeim. Þetta var erfitt ferðalag fyrir frú Crawford, en hvar sem þau komu og hvar sem þau gistu, var henni tekið opnum örmum og henni hjúkrað eins vel og föng voru á. En lækninum var alls staðar gef- ið illt auga og hann var kallaður slátrarinn. Fólkið vissi að frú Crawford var dauðadæmd, en hvers vegna átti að taka fram fyrir hendurnar á guði og beinlínis stytta henni aldur með þessu uppá- tæki? Ekki var honum betur tekið í Danville og átti hann þar þó marga vini og hafði hjálpað mörgum. Það byrjaði með því, að James Mc- Dowell læknir og frændi hans, sem hann hafði kostað til náms, ásak- aði hann harðlega fyrir þá heimsku að ætla að ráðast í slíkan uppskurð, sem fyrirfram væri séð, að ekki gæti komið að neinu gagni. Og svo komu vinir hans, prestarnir og ættingjar og reyndu að telja um fyrir honum. En Ephraim lét sér ekki segjast. Þessu lauk þannig, að James læknir þaut á burt í bræði og kvaðst ekki mundu koma nærri þessari læknisaðgerð. Frú Crawford var sú eina sem treysti Ephraim. Hún lét engan bilbug á sér finna, fór eftir ráð- um hans með mataræði og treysti því að hann mundi geta bjarg- að sér. Svo leið hver dagurinn af öðrum og Ephraim var alltaf sokk- inn niður í lækningabækur sínar og hann rifjaði upp í huganum allt, sem honum hafði verið kennt við- víkjandi skurðlækningum. Hann var mjög trúaður maður og treysti á handleiðslu guðs. Þess vegna beið hann fram á sjálfan jóladaginn með uppskurðinn. Hann treysti því að þann dag mundi miskunn guðs vera mest. UM ÞAÐ LEYTI er fólk var a8 ganga til kirkju á jóladaginn, kom James læknis heim til frænda síns. Hann vissi hvað til stóð, og hann hafði ekki getað sofið dúr um nótt- ina. Nú var hann kominn til þess að bjóða aðstoð sína, enda þótt hann héldi því fram að þetta væri vitleysa. Og nú lögðu þeir lækn- arnir frú Crawford á venjulegt borð í stofu þar. Ephraim gaf henni inn nokkrar ópíumtöflur, því að þá voru svæfingarmeðul með öllu ó- þekkt. Sóttvarnarmeðul þekktust ekki heldur. Læknirinn hafði að- eins þvegið áhöld sín upp úr sápu- vatni, og þau lágu þar á hliðar- borði. Ephraim byrjaði á því að merkja fyrir á lífi konunnar hvar skurð- urinn ætti að vera. Svo afhenti hann frænda sínum hnífinn, til þess að hann gerði fyrstu sprett- una. Meðan þessu fór fram stóð mess- an sem hæst. Presturinn lagði út af hinu óguðlega athæfi læknisins, og sagði blátt áfram að á þessari heil- ögu stundu ætlaði þessi vantrúar- maður að slátra konu þarna í þorp- inu. Það mætti alls ekki eiga sér stað, og með brennandi orðum skoraði hann á söfnuðinn að koma í veg fyrir það. Frú Crawford sá læknirinn munda hnífinn. Hún greip dauða- haldi með báðum höndum í borð- brúnirnar, lokaði augunum og tók að syngja sálm. James brá hnífn- um og gerði fyrstu ristuna. Svo rétti hann hnífinn að frænda sín- um. Með styrkri hönd fullgerði Ephraim skurðinn, en svo var mik- ill þrýstingurinn á að innan, að inn- ýflin spýttust út á borðið. Þá brá Ephraim svo að hann setti dreyr- rauðan og svitinn bogaði af hon- um. En hönd hans var jafn örugg fyrir því og hann skar burt æxlið. Frú Crawford söng hvern sálm- inn eftir annan og rödd hennar var »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.