Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1957, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1957, Page 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 159 „Svá bar Helgi af hildingum66 Sigrún kvað: • „Sitka ek svá sæi at Sefafjöllum ár né um nætr, at ek una lífi, nema at liðí lofðungs ljóma bregði, renni und vísa Vígblær þinig, gullbitli vanr, knega ek grami fagna. Svá hafði Helgi hrædda görva fjándr sína alla og frændr þeira sem fyr úlfi óðar rynni geitr af fjalli geiska fullar. Svá bar Helgi af hildingum sem ítrskapaðr askr af þyrni eða sá dýrkalfr, döggu slunginn, er öfri ferr öllum dýrum ok horn glóa við himin sjalfan. t'Úr Völsungakviðu hinni fomu). NEHRÚ forsætisráðherra Indlands dvaldist i Danmörku fyrir skömmu. Heimsótti hann þá m.a. hinn heimsfræga kjarnorkufræð- ing Niels Bohr prófessor, sem sýndi honum kjarnorkutiiraunastöð- ina á Riseyju. — Myndin er tekin við það tækifæri. UÓÐLISTARÞÁ TTUR Hlutverk islenzku rimunnar i nútimaskáldskap ÍSLENDINGAR hafa skrifað mik- ið af ljóðum; og enn safna menn kveðskap í bækur. Þegar farið er yfir gömul ljóðasöfn eða ný verð- ur að minnast þess að yfirleitt er þetta fyrst og fremst heimild um hugsun eða sálarlíf; — skáldskapur «r fágætur. Dróttkvæði og rímur hafa verið helzta verkefni íslenzkr- ar formlistar um aldir; mótast af aldarfari og lífskjörum eins og byggingarstíll þjóðarinnar. íslenzk veðrátta kenndi mönnum að byggja bæi sína mjóa með bröttu þaki; og þessi veðrátta kenndi fólki að yrkja þannig að ljóðin þyldu harðindi og erfiðleika; — ekki skrifstofuljóð. Nú lifum við á annarri öld en verið hefur; við ólíka menningu. Öllum siðum er breytt og allt mót- ast af óvæntri þörf sem enginn veit hvert leiðir. Margt sem áður hent- aði vel er nú til einskis nýtt og fer forgörðum, eða á söfn; torfbæir, áraskip, reiðingar og annað slíkt er úr atvinnusögunni og orðið að rómantísku. Menn eru að leita fyrir sér um hentugan byggingarstíl og fleira

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.