Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS M1 nauðsynlegt, þá er miðað við þörf og hagræði en lítið hægt að sinna erfðamenningu. Þannig er þessu varið og dugar ekki um að fást. En í miðju annríki byltingar finnum við stundum til þess að moldin og sjórinn eða veðrið eiga hug okkar hálfan — stundum all- an. Þó ytri aðstæðum sé bylt, þá er óbreytt þörf okkar fyrir lífssam- band; og ef við getum enn ekki gert okkur grein fyrir því að slíkt samband sé milli alls lífs, þá skul- um við reyna að átta okkur á þessu nauðsynlega samræmi við jörðina — náttúruna. Nú geta menn farið að spyrja hvað skáldskapur eða aðrar listir komi þessu máli við. — Það er eitt helzta þroska- merki mannsandans að stunda list- ir. List hverrar þjóðar lagar sig eftir lífsskilyrðum og menningu. Sé menning þjóðar veigalítil þá lætur hún sér nægja hermilist eft- ir öðrum þjóðum. Mikil einangrun veldur þröngsýni og hindrar eðli- legan þroska. íslenzk orðlist hefur jafnan verið það þróttmikil að í henni hafa skapazt andstæður og af andstæðunum þroskuð list með samræmi og sérkennum. Aftur á móti hefur löngum skort gagn- rýni og vandlætingu til þess að heilsteypt verk yrðu til, fáguð og formuð af miskunnarleysi þrosk- aðs aldaranda. Einstaka snillingur kom sér til slíks þroska, en al- mennt voru kröfurnar á reiki og ekki strangar. En í gegnum allt þetta kom fram einkennilegt af- brigði orðlistar og tónlistar — í tvennum greinum: rímu og lausa- vísu. Það var örlagaríkt fyrir mál okkar að slík festa komst á helztu listgrein þjóðarinnar; hennar vegna hélt íslenzkt mál þrótti sín- um, þrátt fyrir margháttuð áhrif sem hefðu riðið veikbyggðu tungu- máii að fullu. Svo er það meginspurningin: Hvaða gildi hefur þessi þjóðlega orðlist fyrir framtíðarmenningu okkar? Þetta heilsteypta ljóðform er í rauninni það merkilegasta sem eftir lifir af þjóðlegri menningu okkar; þess vegna er vandgert að velja því hlutverk í nútíma þjóð- félagi, sem verður að mótast af nýrri lífsskoðun. En einmitt í þess- ari skefjalausu heimsbyltingu er nauðsynlegast að vera í sambandi við þá menningu sem óx við þá möguleika sem enn skipta mestu máli fyrir viðgang okkar, þótt ann- að sé áhrifameira á yfirborði at- vikanna. Stalcan er oftast myndræn og það er ríman einatt líka, og fer vel á því. Þessi rímnamyndlist er tíðum abstrakt í eðli sínu og nýtur sín oft betur þannig en í nákvæm- um lýsingum fræðilegum. Ríman var áður fyrr allt í senn: orðlist, sagnfræði, líkingalist og tónlist. Nú eru aðrar listgreinar búnar að taka þessi hlutverk að nokkru Sagnfræðingar síðustu ára hafa ekki sem skyldi þjónað list- inni í rithætti sínum og stundum vanmetið gildi orðlistar. Leiklistin og skáldsagan hafa nú tekið við því hlutverki sagna- skemmtunar sem rímur gegndu áð- ur. Sagnaritun hefur um skeið snúizt mikið að æviminningum og er fæst af slíku merkilegt. Það er nú athugandi hvort ekki má í þessu efni eitthvað gott af rímnalist læra: taka upp myndrænar frásagnir af því sem er einhvers vert en sleppa mælginni. Orðlist í frásögn hefur vafalaust hrakað síðustu áratugi og sennilegt það stafi frá þrotlaus- um blaða og reyfaralestri á slæmu máli. Einkum er áberandi stílleysi þeirra sem rita mest; þróttleysi stílsins er verst. Úr þessu mætti mikið bæta með almennri iðkun braglistar. Rimnalistin er nokk- urs konar leikfimi orðs og hugs- unar og mjög þroskandi fyrir stfl- næmi manna. Lestur fornsagna og vísnagerð almennings átti eflaust mestan þátt í því hvað ólærðir menn skrifuðu góðan stíl, eins og sjá má í gömlum sendibréfum og þjóðsögum. Braglist þjóðarinnar er þarna enn 1 fullu gildi til að kenna okkur rökvísi í hugsun og hnit- miðað mál. En hvert er þá ljóðlistarhlutverk rímna og stöku á þessari öld? Það þarf skarpa sjón til þess að geta ort góða vísu; draga upp skýra mynd af atviki eða hlut — ýkta eftir þörf listarinnar, en sjálfri sér samkvæma. Það fer sjaldan vel á því að vísan sé bein frásögn eða eins og fréttaklausa; fremur á hún að vera svipmynd eða líking. Ríman þarf ekki lengur að vera nákvæm sagnfræði. Hún setti fremur að vera ljóðrænt smá- kvæðaform. Góð nútímaríma geymir forn eða ný sagnminni eða hugmynd án nákvæmrar fræðilegrar útlistunar á aðdraganda og afleiðingu. Þess- um rímnamyndum má raða í sam- felldan flokk þannig að fram komi söguþráður. Rímnalist er skyld leiklist og að mörgu reist á sömu forsendum. Ríman ætti að sýna meginatriði en ekki að vera bein frásögn. Ljóðskáld á íslandi hafa í seinni tíð fengizt við ýmsar nýjungar í ljóðagerð og þá stundum ort án ríms og stuðla. Þetta er ágætt í sjálfu sér og veitir svigrúm tii margs konar tilbreytni í stíl og hugmyndum. En jafnframt þarf að haldast við þjóðleg formföst ljóð- list sem stendur af sér allar svift- ingar og stundlegar stefnur. Ríman og stakan eru enn fullfærar um að sætta og samræma gamalt og nýtt í ljóðlist okkar. Þrátt fyrir tak- mörkun rímnaformsins veitir það möguleika til margþæUrar lúuur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.