Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1957, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1957, Page 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 353 HUGLEIÐINGAR um sannfræði og skáldskap FRÆÐIMENN hafa um langt skeið glímt við gátuna urn uppruna og sannfræði íslendingasagna. Þó að margt hafi verið dregið fram í dagsljósið, sem hefir verið hulið myrkri margra alda, þá eru ýmis atriði enn óleyst og sumt verður sennilega aldrei skýrt til hlítar. Ekki verða þeir fræðimenn allir nefndir hér, sem lagt hafa hönd á plóginn, en þar eiga í hlut margir hinir mætustu vísindamenn á ís- lenzk fræði. Að vísu hafa skoðanir þeirra stangazt á, eins og einatt er, þegar glímt er við torráðnar gát- ur, en þó að skoðanirnar hafi ver- ið ólíkar og heimildamatið mis- jafnt, þá hefir þessum erfiðu fræð- um verið þokað áleiðis, svo að nú höfum við vafalaust meiri og rétt- ari skilning á eðli og uppruna ís- lendingasagna en áður. Um það get- ur hver sannfærzt sem fær í hend- ur stutta ritgerð eftir dr. Sigurð Nordal, The Historical Element in the Icelandic Family Sagas. Rit- gerð þessi var upphaflega flutt sem fyrirlestur við háskólann í Glas- gow, til minningar um ágætan fræðimann í íslenzkum fornbók- menntum, W. P. Ker, sem vann norrænum fræðum mikið gagn, ekki sízt með Epic and Romance, frægu og stórgóðu verki. — Þessi fyrirlestur Nordals var fluttur í Glasgow 15. maí 1954, en hefir nú verið sérprentaður á ensku og gef- inn út. í honum »r f jallað um þetta BOUDOUIN Belgíukonungur er igaet- ur flugmaður og skreppur oft upp í há- loftin í þotunni sinni. Hér á myndinhl sést hann koma úr einni slíkri skemmtiferð. Eins og sjá má, er hann i flugmannabúningi sínum. erfiða vandamál í fornbókmennt- um okkar af skarpskyggni hins þjálfaða vísindamanns, sem kann skil á því að greiða úr hinum flóknustu atriðum og gera hin ein- földustu einfaldari. Vafalaust geta menn deilt um niðurstöður Nor- dals og yfirleitt þær skoðanir sem hann hefir túlkað um sannfræði og bókmenntagildi íslendingasagna, en þó hygg ég, að flestum verði á að spyrja eftir lestur þessarar rit- getðar: Getur verið, að þetta hafi verið á annan veg? Skyldi Nordal ekki einmitt hafa hitt naglann á höfuðið? — Norskur gagnrýnandi segir nýlega í ritdómi um Sertekst- problemet í Ljósvetninga saga, eft- ir Hallvard Mageröy, að flestir ís- lenzkir fræðimenn hafi litið svo á,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.