Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1957, Blaðsíða 6
254 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að munnleg geymd sagna hafl ver- ið bundin við afmörkuð landsvæði og ákveðnar persónur og atburði í gamalli tíð. Þessar dreifðu sögur eða heimildir hafi ekki náð þeim þroska sem birtist í hinum skrifuðu sögum sem við þekkjum nú. Höf- undar sagnanna hafi aftur á móti tekið við arfsögnunum og hinum ófullkomnu heimildum, notað þær sem hráefni og spunnið þær inn í sögur sínar. — Ekki er annað að sjá en Nordal líti svipuðum aug- um á þetta atriði, enda hefir hann ætíð verið fulltrúi þeirra, sem lagt hafa áherzlu á höfundaeinkenni ís- lendingasagna og listrænt gildi þeirra. Hann hefir ekki einungis litið á sögurnar sem þurra sagn- fræði, dauða annála um löngu liðna atburði, heldur fyrst og fremst sem lifandi dæmi um bókmenntaþroska þjóðarinnar, og hann hefir haft glöggt auga fyrir sérkennum höf- unda í stíl og frásögn. Enda er raunin sú, að íslendingar hafa átt erfltt með að hugsa sér fornsögur sínar eins og höfundalausar skýrsl- ur, samsettar af einskærri tilvilj- un. Á það við bæði um þá, sem hafa lagt höfuðáherzlu á sann- fræði sagnanna og heimildagildi og hina sem telja listrænt gildi þeirra, eða skáldskapinn, skipa öndvegið. — Sumir fræðimenn, þ. á m. Norðmaðurinn Knut Liestöl, hafa verið þeirrar skoðunar, að ís- lendingasögurnar hafi orðið til með þeim hætti, að skrifarar hafi ritað niður arfsagnir á kálfskinnið, jafn- vel stundum án þess að breyta þeim hið minnsta. Arfsagnirnar hafi verið komnar á það þroskastig sem Islendingasögurnar bera vitni, svo að sérstakir höfundar hafi jafn- vel verið óþarfir, kynslóðirnar hafi farið með þeirra hlutverk: „Niðurstöður þær“ segir hann, „sem ég hef komizt að frá ýmsum hliðum, eru í samræmi við skoðun þá, sem Meissner og Heusler hafa haldið fast fram: Saga gat verið nokkurn veginn fullgerð í munn- legri geymd; ekki aðeins að efni til, heldur og orðfæri, ytra búningi efnisins. og þessi munnlega gerð sögunnar gat komizt um það bil orðrétt á bókfellið. Eða með öðrum orðum: Munnleg og rituð gerð sögu eða stórra hluta af sögu geta verið nálega samhljóða.” — Rit Liestöls um Uppruna íslend- ingasagna er hið merkasta framlag til þessara fræða, og þó að ýmsum finnist skoðanir hans allúreltar, verður því ekki í móti mælt, að þekking hans var frábær og niður- stöðurnar voru ekki byggðar á NORDAL: — Sannfærður um, að Njáll var brenndur inni. sandi, heldur á ítarlegum og at- hyglisverðum rannsóknum. — Nú er það svo, að erfitt er að draga menn í dilka í þessum efnum, með ólíkum skoðunum er margt sam- eiginiegt; þó að sumir leggi höfuð- áherzlu á skáldskapinn, er ekki þar með sagt, að þeir hinir sömu varpi allri sannfræði fyrir borð og öfugt. Það sem á milli ber er ekki eins mikið og virðist í fljótu bragði, og oft er munurinn aðallega fólginn í því, að menn leggja misjafnlega mikla eða litla áherzlu á hin ýmsu atriði. Þó að okkur bjóði í grun, að Nordal túlki aigin afstöðu til íslendingasagna í því, sem hér fer á eftir, gerir hann engan veginn lítið úr sannfræðilegu gildi þeirra, þegar ástæða er til að ætla, að við- burðir í sögunum eigi rætur að rekja til raunverulegra atburða. Nordal segir: Sagnfræðingi nú- tímans hættir af ýmsum ástæðum til að ýta íslendingasögunum til hliðar sem sagnfræðiritum. Hann lítur yfirleitt munnlega geymd sagnanna hornauga, og frásögnin orkar á hann með þeim hætti, að hann metur söguna frekar sem skáldsagnaverk en leiðinlegan sam- vizkusamlega gerðan annál. Þar að auki er aðallega fjallað í þess- um sögum um einkalíf og atburði, sem eiga lítið skilið við sögu ívenju legum skilningi, jafnvel ekki sögu íslands — En strax á eftir tekur hann mönnum vara við því, að til- einka sér ákveðnar kreddur í þess- um efnum, þær séu skaðlegar og til ills eins. Enda gerir hann sig ekki sekan um slíkt, þó að hann haldi fram skáldskapnum á kostn- að sagnfræðinnar, en þó aðeins með góðum fyrirvara sem lýsir sér svo skemmtilega í þessari setn- ingu: — Ég er sannfærður um, segir Nordal, að Njáll var brennd- ur inni ásamt fjölskyldu sinni. — Það hefir ekki verið sannað — og verður sennilega aldrei — þó að þrjár tilraunir hafi verið gerðar til þess, með því að grafa eftir forn- leifum á Bergþórshvoli (1883, 1927 og 1951). Brunaleifar sem þar hafa fundizt hafa litlu aukið við þekk- ingu okkar, en samt trúir Nordal því, að Njálsbrenna sé sögulegur atburður, sem arfsagan hafi þá væntanlega skilað síðari kynslóð- um. Hitt er svo annað mál, hvort brennan hefir orðið með þeim hætti sem segir frá í sögunni, en heldur er það ólíklegt, jafnglögg skil sem höfundur kann á sálarlífi og ummælum þeirra sem inni brunnu. íslendingasögurnar eru

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.