Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1957, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1957, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 355 yfirleitt skrifaðar 200—300 árum eftir að atburðir þeirra áttu að hafa gerzt, svo að ólíklegt er, að sagn- fræði þeirra sé nákvæm, þó að arf- sagan og munnmælin hafi geymt stærstu atburðina nokkurn veginn óbrenglaða. Eða hvað hefðum við vitað um Odd lögm. Sigurðssori og margþættan æviferil hans, ef ekk- ert væri við að styðjast annað en arfsagnir og munnmæli? í hæsta lagi hefðu nokkrar setningar rekið á fjörur tuttugustu aldarinnar, fá- ar en ekki ómerkar heimildir, þó engan veginn nægilegar til að varpa ljósi á þennan ofstopafulla ákafamann; sennilega hefðum við rennt grun í gengi hans um það leyti sem sýslumaður Stranda- manna drakk honum til með þess- um orðum: „Flatur með mínum herra“. Óvíst er, að vitneskja okk- ar næði lengra. Nordal gerir þess- um efnum skemmtileg skil, þegar hann ræðir um sögupersónuna Njál, og skáldsagnapersónuna Njál, sem hafa vafalaust verið ólíkir menn til orðs og æðis. „Það er annað að trúa því“, segir hann, „að Njáll hafi lifað og verið brenndur eða að trúa því, að hann hafi að einhverju leyti líkzt þeim Njáli sem lýst er í sögunni, sem skrifuð er um 270 árum eftir dauða hans“. Við hljótum að geta tekið undir þessi orð, þó að við göngum með því í berhögg við þær hug- myndir sem hinir fyrstu vísinda- menn höfðu um íslendingasögurn- ar; vísindamenn 17. aldar litu t. d. eingöngu á þær sem sagnfræðileg- ar heimildir, eins og kunnugt er. Það er þó ekki þar með sagt, að við vörpum sannfræði sagnanna algjörlega fyrir borð, því að þær eiga sér áreiðanlega djúpar rætur í sögu þeirra frumbyggja sem tóku þetta land í arf, og þeim, sem hafna því algjörlega, að íslendingasögur geti verið góðar og gildar sagn- fræðilegar heimildir, er hollt að minnast þess, að skáldin eru oft- ast beztu sagnfræðingar síns tíma. En þá erum við komin að þeirri spurningu sem ekki verður svarað hér: hvort íslendingasögurnar lýsi ekki, að sumu leyti að minnsta kosti, betur 13. öldinni en þeirri öld sem þær eiga að gerast á. Það hlýtur að verða eitt höfuðviðfangs- efni vísindanna að brjóta þetta mál til mergjar og ólíkt verðugra hlut- skipti en eltast við misjafnlega dulbúna höfunda sem sjaldnast er hægt að nefna með neinum telj- andi rökum, enda óþarfi, því að við þekkjum þá betur en flesta samtíminga okkar, við höfum heyrt hjarta þeirra slá, numið tungutak þeirra og kynnzt þeirri sköpunarþrá, sem þeim var í blóð borin. Hitt er svo annað mál, að með víðtækum rannsóknum á þess- um flóknu vandamálum, kemur vafalaust margt í ljós, sem okkur er hulið í svipinn — og hver veit þá nema grímunni verði kastað og höfundarnir stígi fram í eigin persónu. Einar Ól. Sveinsson og Barði Guðmundsson þjóðskjala- vörður hafa lagt hér mikið af mörkum. Og áreiðanlega verður fylgzt nákvæmlega með hinum frumlegu rannsóknum Barða, hvort sem mönnum líkar betur eða verr við þá fullyrðingu hans, að Þorvaldur Þórarinsson sé höfundur Njálu og Ljósvetninga saga sé níð- rit um hann. Það hefir verið sagt, að íslend- ingasögurnar séu einu sósíalreal- ísku bókmenntirnar í heiminum sem kenna megi við list. Víst er um það, að þær eru margar hverj- ar stórbrotin listaverk og aldrei verður lögð nógu mikil áherzla á raunsæi þeirra. En þær eru ekki raunsæisbókmenntir í þeim skiln- ingi, að þær séu áróðursverk fyrir ákveðnu þjóðskipulagi. Þær lýsa aðeins, með raunsæi, lífi og starfi þess íólks miu um ar fjallað an þess að gengið sé út í öfgar, og í því tilliti eru þær hin merkustu sagnfræðirit sem um getur — lit- ríkar myndir úr grárri forneskju, en um leið lifandi þáttur í sálar- lífi hvers þess manns sem vill láta kenna sig við þetta norðlæga land. Raunsæi höfundanna kemur fram með ýmsum hætti. Nordal bendir t. d. á, að yfirleitt sé það svo, að höfundarnir gæti þess að segja ekki meira en rök sé til að þeir viti: ef skip ferst eða aðra ógæfu ber að höndum, fáum við aðeins að vita hinar nöktu staðreyndir, en smámunirnir látnir liggja milli hluta. Þetta er hefðbundinn stíll þessara sagna og á ekkert skylt við það, að höfundur hætti þar frásögn sinn? sem heimildir brestur. Þó ber stundum út af þessu — eða eigum við kannski að ætla, að Kári hafi verið heimildarmaður að þessum orðum Skarphéðins í brennunni: „Snemma ferr faðir várr í rekkju, ok er þat sem ván er, hann er maðr gamall.“ Hér sem oftar hefir höf- undur Njálu ekki þurft á því að halda að leita snilldarummæla í gamlar arfsagnir og ekki hefir honum heldur fundizt hann bund- inn af stílhefð samtíðar sinnar. Hann fer sínar eigin götur, enda kunni hann fótum sínum forráð ekki síður en þeir höfundar sem bezt hafa skrifað á síðari öldum án þess þó að vera bendlaðir við sagn- fræði. Að vísu er Njála þroskað- asti avöxtur forníslenzkrar skáld- sagnalistar og lýtur öðrum lögmál- um en eldri og ófullkomnari sög- ur eins og t. d. Heiðarvíga saga sem rituð er um 1200 — brotakennt brautryðjandaverk, sem stendur nær arfsögum og munnmælum en þau stórverk, sem síðar voru skrif- uð við undirspil vígvilltrar Sturl- imgaaldar. M. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.