Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1957, Blaðsíða 8
85« LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — (Jmferðaslvsin ekki það að bílarnir ónýtast, held- ur mannslífin, sem þá fara forgörð- um. Við harðan árekstur er það mjög venjulegt að hurðir bílanna hrökkvi upp og *menn hendist út um dyrnar og þá er oftast bani vís. Bílstjórinn á það á hættu að fá högg af stýrinu og getur það orðið svo mikið að það sprengi brjóst- kassann. Farþegi sem fram í situr, kastast oft með höfuðið á mæla- borðið, brún þess eða rúðuna og getur rotazt samstundis, eða skor- izt háskalega af glerbrotum. Þeir, sem sitja aftur í, reka sig upp und- ir og geta fengið höfuðkúpubrot.En bíði menn ekki bana, er hætt við að þeir slasist svo hræðilega, að þeir biði þess aldrei bætur. í Bandaríkjunum er nú mikið um það rætt hvemig eigi að draga úr þessari hættu. Sumar bílaverk- smiðjur eru farnar að hafa örugg- ari útbúnað á hurðum, svo að þær hrökkvi ekki upp. Talað er um að hverju sæti í bíl skuli fylgja belti, eins og í flugvélum, svo að menn geti spennt sig fasta við sætið. Enn- fremur er talað um, að menn skuli hafa hjálma, er hlíft geti höfðinu. En ekki þykja þessar tillögur úr- bótavænlegar, menn muni ófúsir að binda sig og vera með hjálma. Með þessu er líka gert ráð fyrir sama ofsahraðanum og áður. Og þótt tillögurnar kæmist í fram- kvæmd. er ekkert dregið úr slysa- hættunni, því að eina ráðið til þess er gætilegur akstur. *''s®®®G\_r TÓLFAHRINGUR heitir meðfram Skaftá inn af Skaft- ártungu. Það er gömul sögn, að Tólfa- hringur hafi verið sveit með 12 bæum og kirkju að Réttarfelli. Sveitin á að hafa eyðst af eldgosum. Engin söguleg vissa er fyrir því hvenær Tólfahring- ur hefir eyðst, og svo er um flestar fornar byggðir á afréttum, að menn vita lítið um sögu þeirra og afdrif; flestar slíkar byggðir munu hafa eyðst í harðindum og þegar stórsóttir gengu yfir; þó sumargróðurinn sé víða fagur til fjalla, þá er þar alls staðar vetrar- ríki mikið, er því eðlilegt þó slíkar jarðir eyðist þegar harðæri er og mann- fellir. (Þorv. Thoroddsen). KISTUFOSS I útsuðurhorninu á Úlfljótsvatns- kirkjugarði er leiði, sem nú er lágt og lítið um tig. Þar kvað vera graíinn útlendur höfðingi, sumir segja dansk- ur aðalsmaður, er vera skyldi höfuðs- maður á íslandi. Hann lézt í hafi á leið út hingað ,en mælti svo fyrir áður en hann dó, að smíða skyldi þegar utan um sig og leggja með sér í kistuna allt gull sitt og gersemar; skyldi síðan kistunni skotið fyrir borð og hún graf- in að þeirri kirkju, er næst stæði þeim stað, er hana bæri að landi, því að þar mundi beztur legstaður á íslandi. Nokkru síðar fannst kistan undir fossi þeim í Soginu, er síðan heitir Kistu- foss. Það er í Úlfljótsvatnskirkjusókn og því var hún jarðsett að þeirri kirkju. (Sagnakver Björns Björnssonar frá Viðfirði). »

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.