Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1957, Blaðsíða 2
358 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Cayugavatns, er íþaka. Ekki er það stór bær, en í útjaðri hans er Cornellháskólinn, ein af merkustu menntastofnunum í Bandaríkjun- um, en þó einkum fyrir okkur Is- lendinga, og það var ein af stofn- unum háskólans, sem dró mig til þessarar pílagrímsferðar. Þarna er sem sé eitthvert stærsta og vand- aðasta safn íslenzkra bóka utan ís- lands, Fiskesafnið, kennt við stofn- andann, Willard Fiske. íþaka er reyndar nokkuð úr leið flestra íslendinga, sem ferðast um Bandaríkin. Þó er þangað ekki nema dagleið í bifreið frá New York og Boston, og þykir það ekki mikil vegalengd þar í landi. Eg steig út úr langferðabílnum í myrkri, klukkan ellefu um kvöld- ið, og þá var þar fyrir gamall fé- lagi minn og skólabróðir, Jóhann Hannesson magister, bókavörður við Fiskesafnið og kennari við enskudeild Cornellháskóla. Hann ók mér nokkurn spöl upp allbratt- ar brekkur, og innan skamms var eg seztur að kaffidrykkju í Brekku- koti hjá þeim hjónunum, Jóhanni og frú Winston. Það var mjög nota- legt eftir langa ferð. Næsti morgunn rann upp bjart- ur og fagur, og við héldum niður brekkumar aftur til háskólahverf- isins, sem er á fögrum stað í flos- grænum fífilbrekkum ofan við bæ- inn, næstum alveg eins og íslenzk- um túnbrekkum, og þaðan sér yfir endann á Cayugavatni og suður yfir skógi vaxna ása allt til Penn- silvaníu. Við gengum framhjá minnis- merki Andrew Dickson White, sem var fyrsti forseti Cornellháskólans, frá 1867—1885. Áður hafði hann verið sendiherra Bandaríkjanna í Þýzkalandi. Comellháskóli var stofnaður á árunum 1865—1867. í suðvesturhomi háskólahverfis- ins er bókasafnið, falleg bygging með gríðarháum turni. Þangað lá nú leiðin og eftir nokkrum göng- um, unz við komum í horn á neðstu hæð safnsins, þar sem Fiskesafnið er geymt. Á þessum stað finnst ís- lendingnum hann vera kominn heim, þegar gengið er fram með bókahillunum með íslenzkum nöfnum á hverjum kili, — þögl- um bókum, en þó talandi, fjarri uppruna sínum, í annarri heims- álfu. Einnig bækur eiga forlög. Fiskesafnið mun vera annað stærsta safn íslenzkra bóka utan ís- lands og er auk þess sérstaklega fullkomið að því er snertir bækur, sem ritaðar hafa verið erlendis um íslenzk efni. Stofnandi safnsins, Daniel Will- ard Fiske, er íslendingum kunnur, enda hefur nokkuð verið um hann ritað hérlendis að vonum. Þó varlega vísunum mínum Eg vogi að nafninu hans, Sem langframa vinsældir vann sér Míns vinfasta, minnuga lands: 1 íslenzkri örbirgð, úr ljóði Á ástfólghu gröfunum vér Oft hlóðum þó merki til minja — Það marmari og gull okkar er. Og leiddur er Fiske, ekki liðinn, In lokaða gröf hans er tóm. — Frá moldum hans minningin kallar Um mannheim í lifandi róm: „Rís velviljans öld yfir veröld, Með vinfengi brúa þú höf. Fram nýár og ljós yfir löndin Með ljóð kring um vöggu og gröf.“ Því bróðernis-bönd okkar sögu Hann bundu við gjörvalla þjóð, Og tungumál voru ’onum tengdir, Sem táknuðu samerfða blóð. Það ættarmark var honum auðþekt Á alt sem hans kynflokk dró. — Svo grynti ’ann þann f jörð milli frænda Sem fávit og þjóðhroki gróí. Hann var Bandaríkjamaður, fædd- ur 11. nóvember 1831 í New York ríki. Á unga aldrei fékk hann á- huga á norrænum málum og bók- menntum og stundaði þau fræði í Kaupmannahöfn og Uppsölum ungur að aldri, 1849—1852. Kynnt- ist hann þá íslendingum í Kaup- mannahöfn og lét málefni Islands jafnan til sín taka. Hann varð prófessor og bókavörður við Corn- ellháskólann 1868, en til íslands kom hann ekki fyrr en í júlímán- uði 1879. Ferðaðist hann þá mikið um landið, en fór aftur 18. október um haustið. Þó að dvöl hans yrði ekki lengri, markaði hún töluverð spor hér. Má meðal annars nefna stuðning hans við bókasafn Latínuskólans, en hús safnsins var nefnt íþaka eftir heimaborg hans, Hann mat ekki miljónir einar — Hann miðaði auðlegð hjá þjóð Við landeign í hugsjóna heimi Og hluttak í íþrótta sjóð’ — Og var um þann ættingjann annast, Sem yzt hafði og fjarlægast þrengst, En haldið við sálarlífs sumri Um sólhvörfin döprust og lengst. Þó enn ríki harðbýli í heimi, Og hlutfallið á því sé bygt: Sé brynja undir veizlu-stakk vorum, Er vinaboð sviklaust og trygt! Samt vakna þær framtíðarvonir, Er vinirnir minnast á hann, Að penninn hjá sanngirni sætti Um sakir, er illskiftnin vann. Og þökk sé þeim öðling og ástvin Vors afskekta, vanrækta lands! Ver nýárs-ósk, ljóð mitt, til lukku 1 lífsstarfi kærasta hans. — Hvert nýár úr gröf sinni gefur Hann gjafir, jafn mildur sem frjáls, Sig hópa um ’ann vestrænir hugir Og hljómar ins íslenzka máls. Dr. D. W. FISKE Eftirmæli eftir Stephan G. Stephansson i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.