Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1957, Blaðsíða 4
260 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Halldór Hermannsson þangað sem bókavörður og vann því allan sinn etarfsaldur, rúm 40 ár. Liggur eftir hann mjög mikið og merkilegt atarf. Hann er sem kunnugt er ógætur fræðimaður og allra manna bókvísastur. Gaf hann út full- komna skrá um Fiskesafn, sem er alkunnug, enda eina aðgengilega bókaskrá um íslenzkar bækur fram undir þennan dag. Auk þessa gaf hann út og skrifaði ársritið Islandiea frá 1908—1945, alls þrjá- tíu og eitt bindi. Eftirmenn hans, þeir Kristján Karlsson og Jóhann Hannesson hafa haldið í horfinu um útgáfu ritsins. Dr. Halldór Hermannsson býr enn í íþöku. Hann hefur mótað Fiskesafn og starfsemi þess öll- um fremur og skipað því virðu- legan sess sem vísindastofnun. Fýsti mig mjög að sjá hann, enda höfðum við hitzt eitt sinn áður hér heima. Gengum við Jóhann á fund hans síðdegis þennan dag. Tók Halldór okkur tveim höndum. Hann er nú nokkuð beygður af langvarandi giktsýki og situr í hjólastól, en er jafn kempulegur og síórhöfðinglegur sem fyrr, og mundi engum dyljast við fyrstu sýn, að þar er skörungsmaður. Þó að hann hafi lengst af ævinnar dvalizt fjarri íslandi, hefur hann þó mikinn og vakandi áhuga á málefnum þess, ekki síður samtíð en fortíð. Þurfti hann margs að Bpyrja að heiman. Síðan barst tal- íð að skólaárum hans á íslandi, og varð honum meðal annars marg- rætt um sögukennara sinn, Pál Melsteð, kennslu hans og frábæra háttvísi. Langt var liðið á dag, þegar við kvöddum Halldór Hermannsson. Tíminn hafði liðið fljótar en varði. Enn var eftir að skoða betur um- hverfið. Hlíðamar á dalverpinu, Bem íþaka liggur í, eru sundur Framh. á bls. 264 Á flugdaginn var yndislegt veður og var margt um manninn úti á flug- velli. Einnig var fjöldi manns á Öskju- hlíðinni, en þaðan er hið fegursta út- sýni yfir bæinn, sem kunnugt er. Ól- afur K. Magnússon, ljósm. Morgun- blaðsins, tók þessa mynd af öskjuhlið á liugdagiuiu Er húa aJLbérkeoaiieg og fyrir þá, sem átta sig ekki strax á henni, má geta þess, að hún sýnir loftbelginn milli tveggja hitaveitu- geyma. Loftbelgurinn vakti talsverða nthygli, þegar hann rak fyrir vindl austur i Moffellssveit — börnum og frimerkjasöfnurum til mikiliar gleði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.