Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1957, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1957, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 361 k B. Hemmingsen: BLÁ AUGU ÞAÐ byrjaði allt með því, að Katrín — það er konan mín — var svo óhepp- in að fá blátt auga. Blátt er bara alltof fátæklegt orð til að lýsa allri þeirri litadýrð sem skreytti hörundið um- hverfis hægra augað. — Þar runnu saman hinir fegurstU farvar, heiðgult, blóðrautt, kolsvart, himinblátt og allt þar á milli. „Þetta var nú meiri fjárans óheppn- •in“, sagði hún örlítið kvartandi, en samt mjög hetjulega, þegar ég kom heim til morgunverðar. — „Ég rann til á gólfdreglinum í ganginum og heldurðu að ég hafi ekki verið svo ólánssöm að reka augað beint á hurð- arsnerilinn.“ Ég hughreysti hana, kyssti hana á nefbroddinn og svo mjög varlega á bláa augað og svo settumst við að morgunverðarborðinu og satt að segja hugsaði ég ekki mikið meira um aug- að. Allan síðari hluta dagsins hafði ég mikið að gera og það var orðið nokk- uð framorðið, þegar ég komst loks heim til miðdegisverðar. Þess vegna stansaði ég ekki hjá Andersen tóbaks- sala og rabbaði við hann, eins og þó var vani minn. Ég keypti bara vind.- ana mína og kvaddi. — „Meðal ann- arra orða“, sagði Andersen. „Ég sá frúnni bregða fyrir seinni partinn í dag.“ „Nú, já“, sagði ég. „Var nokkuð sér- stakt á seyði?“ Ander'sen leit til mín með einhverj- um annarlegum glampa 1 augum og fullyrti að svo hefði áreiðanlega ekki verið. „Annars held ég að blómaverzl- unin hérna á móti sé opin ennþá", bætti hann við. ,Ég meina sko, ef yður dytti í hug að færa frúnni blóm, þá .... “ Hann getur stundum verið full kumpánalegur hann Andersen. Annars var það kannske alls ekki svo afleit hugmynd að kaupa svona einn lítinn blómvönd handa konunni? Hver eiginmaður ætti stundum að koma konunni á óvart með smá hugul- semi, þegar ekkert sérstakt tilefni virð- ist til slíks. Eg keypti tuttugu, yndislegar, dökk- rauðar rósir. — „Það er ekkert jafngott og rauðar rósir til að bæta fyrir mis- tök í hjónabandinu“, andvarpaði hin rómantíska blómsölustúlka. „Eflaust ekki“, sagði ég örlítið óþol- inmóður. „En hefðuð þér nokkuð á móti því að flýta yður svolítið?" „Auðvitað ekki“, sagði hún og brosti leyndardómsfullu brosi. „Maður kem- ur aldrei of snemma til að bæta fyrir brot sín“. Ég borgaði blómin og kingdi ein- hverju, sem kannske hefði getað kall- ast ókurteis athugasemd. Þegar ég var búinn að koma bílnum mínum inn í skýlið og kom út aftur, stóð Janson þar fyrir framan. Janson er Svíi og þess vegna segir hann allt- af „gmali vinur“ og klappar manni á öxlina. — „Jæja, gamli vinur“, sagði hann er við mættumst og skellti þung- um hramminum á hægri öxl mér. — „Jæja, gamli vinur. Fyrr má nú vera „Hvað áttu við?“, spurði ég sauðs- lega. „Svona nú, gamli vinur“, sagði hann og glotti breitt og í þetta skipti brá hann út af vana sínum og rak stóra þumalfingurinn þéttfast í vömbina á mér: „Svona nú, gamli vinur. Engin ólíkindalæti." ( „En hvað ertu eiginlega að tala um, maður?“ „Tala um?“ næstum öskraði hann og hló ferlega. Svo snerist hann hvatlega á hæl, um leið og hann hélt áfram að hlæja og hrista sitt sænska höfuð. Eg hefði ekki þurfti að flýta mér svo mjög heim, því að konan mín hafði gesti og þeir voru enn ekki farnir, þegar ég gekk í stofuna. Eg faldi rós- irnar fyrir aftan mig, kinkaði kolli í kveðjuskyni og fór svo aftur fram til þess að biðja vinnukonuna um að setja þær í vatn. Maður getur ekki gefið kon- unni sinni rauðar rósir, þegar heill söfnuður af ókunnugum kerlingum sit- ur og horfir á. Svo gekk ég aftur inn í stofuna og heilsaði gestunum með mestu vin- semd og virðingu: „Nú", sagði eg og brosti glettnislega. — „Hér kem ég þjáður af samvizkubiti yfir því að hafa látið konuna bíða með matinn. En eft- ir öllum sólarmerkjum að dæma verða það nokkrir vesalings eiginmenn sem fá að bíða eftir matnum í þetta skipt- ið“. „Notaðirðu virkilega orðið samvizku- bit?“ spurði Suzanna engilblítt. „Svo er þó guði fyrir að þakka, að ég þarf ekki að óttast neina líkams- refsingu af Ottó, þó að maturinn komi ekki alveg á réttri mínútu“, sagði Lena, ekki alveg eins engilblítt. Frú Smith lét sér nægja að horfa 4 mig, en tillitið var ekki beinlínis nota- legt heldur. „Þúsund þakkir fyrir yndislega samverustund, kæra Katrín“, sagði Inga, „ég naut hennar sannarlega og ég vona að hún hafi veitt þér svolítið annað til að hugsa um.“ Og svo sigldu þær fyrir fullum seglum út um dyrn- ar. „Mér þykir það voðalega leiðinlegt að láta þig bíða svona lengi“, sagði Katrín. „En nú skal maturinn verða kominn á borðið eftir fimm mínútur. Viltu ekki fá þér eitt rauðvínsglas á meðan?“ „Rauðvínsglas? Nú, jæja, hví ekkl það?“ „Og þúsund þakkir fyrir þessar yndislegu rósir. Ég sá þær vel, þó að þú værir að reyna að fela þær fyrir aftan bak, eins og feiminn skólastrákur á biðilsbuxum.“ Það var ekki fyrr en við miðdegis- verðarborðið sem ég minntist kveðju- orða Ingu: „Heyrðu", sagði ég við konuna mína: „Hvað var það eiginlega sem Inga átti við, þegar hún sagðist vona að þú hefðir fengið annað til að hugsa um? Hefurðu einhverjar áhyggj- ur, sem ég veit ekki um?“ „Nei, nei, hreint ekki — hún bara tók svona til orða.“ „Maður tekur ekki svona til orða að ástæðulausu." „Það veit ég sannarlega ekki. —• Spurðu hana sjálfa...." „Ertu frá þér. Ég sagði þetta í gamni." Við lukum við mátíðina í algerri þögn. Er við vorum að drekka kaffið kom Katrín og settist á armbríkina á stóln- um mínum: „Fyrirgefðu, ég var dálítið önug áðan. — Það var bjánalegt aí mér.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.