Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1957, Blaðsíða 6
362 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS — KARL tólfti m eftir E' TEGNÉR í þýðingu Matthíasar Jochumssonar „Það gerði ekkert til. Þú hefur sjálf- sagt haft þínar ástæður." „Nei, eiginlega ekki. Ég er bara dá- lítið aest í skapinu í dag. Ég er hrædd um að ég hafi ekki komið rétt vel fram við þig í dag.“ „Hvernig á að skilja það?“ „Það er þetta fjárans auga, sem á alla sökina. Þú mátt ekki verða reiður, en sjáðu nú til. Þegar ég opnaði fyrir sendlinum í sláturbúðinni í morgun, þá starði hann á augað á mér og bara glotti með frekju. Og þannig hefur það gengið í allan dag. Þessi bjánalega útskýring með hurðarsnerilinn er orðin svo gömul, að enginn tekur hana trú- anlega lengur.“ „Það getur vel verið. En hvað áttu við með því að þú hafið ekki komið vel fram við mig í dag?“ „Það skaltu nú fá að heyra. Þetta byrjaði sem sagt með freka sendlinum og svo hélt það áfram allan daginn með sendlinum úr nýlenduvöruverzl- uninni, garðyrkjumanninum, rafvirkj- unum, sölumanni og ég veit ekki hvað mörgum öðrum. Allir störðu þeir á augað og glottu frekjulega og heimsku- lega. Það gekk loks svo nærri mér að mér lá við gráti og svo hringdi ég í nokkrar vinkonur. Þær spurðu mig auðvitað spjörunum úr og ég sagði þeim hvernig ég hefði runnið til á gólfdreglinum. Þær voru allar mjög elskulegar og samúðarfullar og sögðu að ég skyldi ekki taka þetta nærri mér og að ég skyldi ekki vera að segja þeim svona sögur, því að þær vissu vel hversu ruddalegir karlmenn væru. Og ég hafði einhvern veginn ekki neinn kjark í mér til að and- mæla þeim.“ „Þú samþykktir sem sagt, að það hefði verið ég sem gaf þér blátt auga?“ „Ekki beint það, eins og þú skilur, en þú mátt ekki verða reiður — en ég hefi víst látið þær halda að þær hefðu á réttu að standa.“ , „Þú hefur sem sagt komið óorði á manninn þinn, gert mig að ruddalegum dóna, þorpara sem lemur og ber kon- una sina? — Nei, heyrðu nú, kona góð. Þetta er nú heldur langt gengið, þykir mér.“ „En þú varst líka búinn að lofa mér því fyrir löngu að láta festa þennan gólfdregil. Og svo fannst mér að .... “ „Ætlarðu svo ofan á allt saman að reyna að afsaka gerðir þínar? Það er Karl tólfti ern og ungur í eld og styrjöld vóð, og hvassar hjalta-tungur lét hefja sigurljóð. „Hve sænsku sverðin bíta, ég sýna þjóðum skal: Burt alla Moskó-íta! TJpp, upp, mitt drengja-val!“ Þar átti einn við tíu, er ynglings reiði brann; sá fylkir þoldi’ ei frýju, það féll, sem ekki rann. Fyr þenglum þrem ei vægði, en þeirra smáði boð, að mínum dómi harla ósvífið, svo að ekki sé meira sagt.“ Ég varð æstari en nokkru sinni áð- ur í okkar annars svo friðsama og ástríku hjónabandi. Ég spratt á fætur og baðaði út höndunum í ofsalegri geðshræringu. — Kannske full ofsa- legri. Eins og fyrr var sagt, þá sat Katrín mín á armbríkinni og — já, ég veit varla hvernig það raunverulega vildi til, en einhvernveginn var ég svo óheppinn að reka olnbogann beint í augað á henni. Vinstra augað .... Nú, á þessarri stundu er það byrjað að fá á sig fjölskrúðuga liti og ef mér skjátlast ekki, þá verður það brátt skæður keppinautur hægra augans. Ég er búinn að biðjast auðmjúklega afsökunar og við erum aftur orðin góðir vinir, því auðvitað veit Katrín mín að þetta var aðeins óviljaverk. En ég skal hreinskilnislega viðurkenna það, að ég hlakka ekkert sérlega til morgundagsins, þegar ég neyðist til að standa augliti til auglitis við Andersen tóbakssala, blómasölukonuna, Jenson, Súsönnu, Lenu, frú Smith, Ingu og kannske marga aðra úr hverfinu okk- ar...... Það er nefnilega svo fjandi erfitt að gefa sennilega skýringu á einu bláu auga — hvað þá tveimur ......... og heilli álfu ægði ið unga þrumu-goð. Þá gýgur grá hann vælti, (in gamla stjórnar-vél), sitt kraftorð kappinn mælti og kom því flagði í hel; og snót, sem gullhærð gyðja, að ginna svein var keypt; hann kunni' ei brúða biðja, til baka hvarf hún sneypt. Þar hugstórt hjarta bærðist, sem hræddist aldrei neitt, við sæld og sorg ei hrærðist en sannleik unni heitt. Hann lék sem Ijón að gunni og lítils forlög mat; á hæl ei hopa kunni, en hnigið að eins gat. Sjá stjörnur standa’ á verði við stillis bauta-stein, því öld und svölum sverði þar sváfu hetju bein. Svo hverfa menn í moldu og manndóms-verkin dýr; hans saga’ á sænskri foldu er senn eitt æfintýr. Þó sinnir fræðum sagna vort sögu-landið enn, og dverga dómar þagna um dýrsta kempu senn. Ei frá oss farið hefur sá fornmanns andinn hár! hann dó ei; sjá hann sefur! hann svaf í hundrað ár. Þinn mesta son hér sjáðu, ó, Sviþjóð, krjúptu hljóð, og les þau letrin máðu, þitt lof, þinn sigur-óð! Ber-höfðuð hér in frána sig hneigir sögu-dís, og sína sigurfána hér signa þjóð vor kýs.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.