Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1957, Blaðsíða 8
364 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS dæminu en þegar öll kurl eru kom- in til grafar, nemur þó sparifjár- upphæð þeirra nákvæmlega jafn miklu og hinna fyrri. En veltufé atvinnulífsins varð helmingi minna. Af þessu leiðir, að þegar atvinnu- leysi er mikið, þá hvetja yfirvöld menn til að spara minna en eyða meira, því að það eykur atvinnu. En þegar allir hafa vinnu og kapp- hlaup hefst milli kaupgjalds og vöruverðs, þá hvetja yfirvöldin menn mjög eindregið til þess að spara. Það hjálpar til að draga úr verðþenslunni. (Úr Essential Knowledge to All). — Iþaka Frh. af bls. 360 skomar af gljúfrum mörgum og kynlegum með undarlegum berg- lögum og fossandi lækjum. Skoð- uðum við þessi náttúruundur, sem gefa staðnum sérkennilegan svip. Skuggalegir og snarbrattir hamra- veggir skera skógivaxnar hlíðar, og þeir veita íslendingnum nokkra uppbót fyrir hrjóstrin, sem hann saknar alltaf öðmm þræði í gróð- ursæld hlýrri landa. Um kvöldið gengum við út í garðinn í Brekkukoti. Klukkan var tíu, loft kyrrt og þungbúið, niða- myrkur. Ekkert ljós nema eldflug- umar, sem gneistuðu í myrkrinu. Þetta var 21. júní, lengsti dagur ársins. Við vorum að tala um land- ið í norðri, sem við vissum, að nú mundi glóa í skarti fegurstu lita. Sú hugsun greip mig, hversu víða og með hve undarlegu móti íslenzk menning reynir að skjóta rótiun, stundum, að því er virðist í fyrstu, af einskærri tilviljun eins og hér, og hve nauðsynlegt væri, að við hér heima misstum ekki sjónar á eða gleymdum þeim gróðri. FRÁ IÞÖKU Eitt af gljúfrunum í grennd við fþökn. Foss þessi er hinn hæsti í Bandaríkjun- um austan Klettafjalla. BENEDIKT SKALD ÞÓRÐABSON bjó lengi í eyðibýli, er kallast Herj- úlfsstaðasel, upp frá Álftaveri, fyrir austan svokallaða Skálm. Er býli þetta rétt andspænis Kötlugjá. Greip hann þar kvíði og áhyggja svo stór, að Katla mundi bráðum hlaupa og granda vam- aði sinum, en ómögulegt þaöan að kom- ast, ef bráðan að bæri, vegna vatna á allar síður, að hann með engu móti eirði þar lengur, fekk sér húsmennsku uppi í Skaftártungu og var þetta hans 2. eða 3. ár þar. Og samt réði Kötlu- vatn honum skapadægur! Hann var fenginn til að fylgja þeim Þórarni Öefjord sýslumanni og séra Páli Ólafs- syni úr Tungunni út yfir sandvötnin sunnudaginn 14. sept. 1823, en þeir drukknuðu þrír, eða réttar aur og sandkæfðust í nýorðnu vatnsfalli fyrir austan Hafursey, er nú heitir Kötlu- kvisl. (Sveinn Pálsson).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.