Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1957, Blaðsíða 1
27. tbl. Sunnudagur 21. júlí 1957 XXXII árg. PRAGMATISMINN og William James ^ SVEITASETRI heimspekings- ins í New Hampshire voru fjórtán dyr, sem opnuðust allar út á við, — út í náttúruna, til hinnar ytri veraldar, sem er enn í sköpun, til mannfólks sem einkenndist af lífsorku og rótleysi og æddi fram í iðuköstum nýrrar menningar, sem ekki hafði mótað sér ákveðinn far- veg. William James var spámaður þessarar kynslóðar. Hann reyndi sð finna lífi hennar heimspekilegan grundvöll og stjömu til að stýra eftir: — Nýtt umhverfi, nýjar að- stæður og ný viðhorf í lífi manna hefur nýtt andlegt gildi sem aðeins „viss blinda manneðlisins" fær flesta til að sjást yfir. Hinn nýi heimur, Ameríka, krafðist þess vegna nýrrar heimspeki, og William James opnaði allar dyr og glugga fyrir grósku hinnar líðandi stundar. Hann skildi fátækt manns- andans gagnvart auðlegð lífsins og sá að vísindi og þekking voru að- eins á byrjunarstigi. Manni hins nýja tíma tjóaði því ekki að ein- blína á grafir feðra sinna. eftir GUNNAR DAL FYRRI HLUTI James: Spátnaður nýrrar kynslóðar. William James er af mörgum álitinn mestur heimspekinga í vest- urheimi. — Þeim mælist vel, sem fjöldinn skilur, og síðan Emerson leið höfðu Bandaríkjamenn ekki átt heimspeking, sem skildi skap- gerð þeirra og talaði mál, sem þeir skildu. Heimspeki hans er í dag snar þáttur í lífsskoðun Ameríku- manna og mótar á ýmsan hátt af- stöðu þeirra til andlegra og verald- legra mála. Persónuleikinn, hinn gamli ásteit ingarsteinn ýmsra viturra manna, varð James uppspretta sannleik- ans, — hins eina sem til var að hans dómi. Hann trúði framar öilu öðru á gildi einstaklingsins og hinn skapandi mátt hans til að breyta veröldinni. Maðurinn getur aldrei runnið saman við neina hópsál þar sem hann glatar sérkennum sín- um: „Trésmiður, sem ég þekki, sagði eitt sinn við mig: — Það er mjög lítill munur á mönnum, en þessi litli munur skiptir mjög miklu máli. — Þessi munur nær niður í innstu rót lífsins" Maður- inn er, segir James, frjáls einstakl- ingur og honum er í sjálfsvald sett að umskapa og móta veröldina og líf sitt — á sína eigin ábyrgð. William James er fæddur í New York-borg 11. janúar árið 1842. Ail

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.