Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.07.1957, Blaðsíða 2
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 382 , hans, William James eldri, fluttist vestur um haf frá írlandi 1789. Hann varð einn af hinum fyrstu auðkýfingum hins nýja heims og jafnframt höfuð máttarstólpi Kalv- instrúarinnar. Sonur hans, Henry James eldri, lagði aftur á móti nið- ur alla auðsöfnun og lifði eingöngu fyrir andann. — Ralph Barton Perry sem skrifað hefur fræga bók um William James lýsir þeirri arf- leifð, sem hann hlaut frá afa sín- um og föður eitthvað á þessa leið: — „Þegar ólgandi (eða írsk) lund, kalvínsk guðrækni og eirðarlaus atorka mótast af auði og áhyggju- leysi verður niðurstaðan staðföst púritanatrú í innbyrðis baráttu við góðmennskuna og reikult tilfinn- ingalíf mildað af siðfágun". — Við- horf föðurins, William James eldra, mótuðust af sterkri ein- staklingshyggju og trúarlegri dul- hyggju. Hann boðaði einskonar frelsis, jafnréttis og bræðralags. socialisma og komu þúsundáraríkis Hann hélt fyrirlestra um heim- speki og þjóðfélagsvandamál og skrifaði bækur, sem fáir lásu. William James yngri var alinn upp í andrúmslofti frelsis og um- burðarlyndis á heimili þar sem nám, skilningur og þekking var inntak lífsins. Þegar börnin Alice, William og Henry James yngri (sem varð einnig þekktur rithöf- undur) byrjuðu að stálpast tók fað- irinn sig upp með fjölskylduna og fluttist til Evrópu til þess að börn- in gætu notið fræðslu sem gerði þau „ekki alveg jafn andlega sam- anrippuð og skólar í Ameríku". — Á uppvaxtarárum Williams yar fjölskyldan á stöðugu ferðalagi um Evrópu og Ameríku í leit að nýjum hugmyndum og fróðleik. Hún hafði viðdvöl til skiptis í New York, París, Genf, London, Boulonge og Bonn. Hvar sem hún kom kynntist faðirinn hinum frægustu mönnum: Emerson, Wilkinson og Carlyle, Longfellow, Dr. Holmes og Charles Eliot. Þannig komst William James strax í æsku í kynni við framandi tungur og ólík sjónarmið. Fjöl- skyldunni var ekkert mannlegt ó- viðkomandi og áhugi sveinsins beindist einnig að vísindum og gerði hann margvíslegar tilraunir með dýr, rafmagn og efnablöndur. Báðir bræðurnir lásu kynstrin öll af bókum. Henry James yngri byrjaði þegar að semja skáldsögur og leikrit en William lét sér nægja að halda ræður um Schopenhauer og Renan. Þegar William James náði átján ára aldri ákvað hann að gerast listamaður. Öll fjölskyldan tók sig þá upp og fór fra Bonn til Parísar og þaðan heim til Newport til þess að læra að mála! James byrjaði nám í hinum fræga skóla William Morris Hunt og teiknaði og málaði af kappi við hlið John La Farge sem einnig var að hefja listamannsferil sinn. En áður en árið var liðið hjaðn- aði áhugi James fyrir listinni skyndilega og hann sneri sér að vísindunum. En þessi kynni hans af myndlist urðu þó ekki með öllu árangurslaus. Hún æfði auga hans fyrir hinu myndræna, og þess vegna talar heimspekingurinn William James oft í litum og mynd- um og skrifar blæbrigðaríkan og auðugan stíl. Það er heldur ekki ósennilegt að viðhorf listamanns- ins til veraldarinnar hafi átt nokk- urn þátt í að móta þá heimspeiri hans, að lífið og tilveran sé leir í hendi manns til mótunar, — litir sem menn bera að hvítum striga. Haustið 1861 innritaðist James í Harvard háskóla og hóf nám sitt í efnafræði og náttúruvísindum. Sama ár brauzt borgarastyrjöldin út og faðir hans, Henry James, full- ur af eldmóði gegn þrælahaldi og kúgun fór í stríðið með tveimur yngstu sonum sínum. Hvorugur eldri bræðranna, William og Henry, gátu gegnt herþjónustu sakir sjúk- leika. William James kembdi ekki hær- urnar yfir sýrum efnafræðinnar. Áhugi hans snerist brátt að nátt- úruvísindum og þá einkum kenn- ingum Darwins, sem teknar voru að grafa um sig og skapa andrúms- loft hinnar grimmilegu viðureign- ar milli „trúar“ og „vísirxda“ sem brauzt út undir lok aldarinnar. Samtímis þessu hóf hinn ungi námsmaður nám í læknisfræði, með hálfum huga þó og trúlítill á tæki hennar, — nema þá helzt hníf- inn. Auk námsins las hann bækur um ólíkustu efni; jarðfræði, dýra- fræði, uppruna tungumála, frönsku byltinguna, sanskrítar bókmenntir og eðli syndarinnar. Ári síðar 1865 kvaddi hann skólabekkinn og tók þátt í vísinda- leiðangri til Brasilíu. Hann hreppti veður stór: — „Þú fúla haf, þér for- dæmingar álar! Enginn hefur leyfi til að skrifa um „eðli hins illa'* eða hafa nokkra skoðun um það mál, nema sá sem hefur verið til sjós“. Eftir árs útivist í Brasilíu hóf James aftur nám sitt í læknisfræði við Harvard. Ekki staðfestist hann þó að þessu sinni heldur og sigldi næsta vetur til Þýzkalands. Næstu tvö árin dvaldist James í Berlín og Dresten. Hann hugðist halda áfram læknisfræðinámi sínu, en sóttist það seint sakir sjúkleika. Hann þjáðist af tauga- veiklun, augnveiki og svefnleysi. Hann varð þunglyndur með köfl- um og vonlítill um að geta nokkurn tíma orðið starfandi læknir. Það langa svartnætti sálarinnar sem nú seig yfir vitund hans rændi hann voninni og veitti honum þá and- legu eldskýrn, sem vígði hann til heimspekinnar. Hann dró sig inn í skel sína og gaf sig að mestu að heimspekiritum og sálarfræði. «

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.