Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 1
28. tbl. Sunnudagur 4. ágúst 1957. XXXII árg. Huldumannssfeinn í Reykjavík Einkennilegir fyrirburðir pYRIR 20—30 árum var Reykia- vík ekki farin að þenja sig út yfir öll nálæg holt og hálsa. Hún var komin austur í Rauðarárholt- ið, en ekki lengra í þá áttina. Var því enn hægt að fá á leigu allstór- ar landspildur í holtunum þar fyr- ir austan. Og um þær mundir var það að Þorbjörn Jónsson. sem nú á heima á Mímisvegi 2, fékk á leigj lóð á Grensási, kippkorn fyrir of- an Múla og austan Háaleitisvegar, eins og hann liggur nú. Þarna hóf Þorbjörn hænsarækt. Landið, sem hann hafði fengið, var yfirleitt stórgrýtt, og þótti nonum nauðsyn á að koma grjót- inu á burt. Og svo var það annað hvort árið 1934 eða 1935 að hann hófst handa um að hreinsa landið. Hafði hann þá fjóra eða fimm nenn frá bænum i vinnu við sprengingar, því að margir stein- amir voru svo stórir, að þeim varð ekki hnikað með þeim áhöldum, sem þá voru, nema því aðeins að þeir væri klofnir sundur fyrst. Var þeim svo hlaðið á bíla og mun öllu þessu grjóti hafa verið ekið í höfnina. Einn steinn var þarna öllum öðr- um meiri og stóð sunnarlega í lóð- inni. Hann var ekki hár, en ein- kennilegur að því leyti, að hann var klofinn um þvert og að undan honum kom dálítil uppsprettu- lind. Byrjað var á því að rífa upp grjótið nyrst á lóðinni og var nú komið að þessum steini og höfðu verkamenn borað eina holu í hann og átti svo að sprengja hann dag- inn eftir. En um nóttina dreymdi Þorbjörn einkennilegan draum. Honum þótti ókenndur maður koma til sín. Var hann allaðsópsmikill og spurði for- málalaust í mjög höstum rómi hvernig á því stæði að Þorbjörn gæti ekki látið bæinn sinn í friði. Þorbjörn kvaðst ekki vita hvar hann ætti heima og spurði hvaða bær það væri, sem hann ætti við. Þá svaraði maðurinn og sagði að stóri steinninn þarna á lóðinni væri bærinn sinn. Og hann bætti við með áherslu: „Ef þú hróflar nokkuð við stein- inum, þá mun illa fara“. Að svo mæltu hvarf hann, en Þorbjörn vaknaði og fór að hugsa um þetta, sem fyrir sig hafði bor- ið. Ekki var hann trúaður á, að nokkur byggð gæti í steininum ver- ið, en hugsaði þó sem svo, að allur væri varinn góður og bezt mundi að láta steininn eiga sig. Næsta dag gaf hann svo verkamönnum fyrirskipun um að eiga ekki meira við steininn, hann mætti gjarna vera kyr á lóðinni, því að hann væri ekki fyrir neinum. Var því hætt við að sprengja steininn og stóð hann þarna óhreyfður eftir að öðru grjóti hafði verið rutt burt af lóðinni. Þannig hefir Þorbjörn sagt mér sjálfur frá. Árið 1940 seldi hann hænsabúið og keyptu það bakarar. Þeir réðu þangað norskan forstöðumann, Einar Tönsberg, sem hafði mikla þekkingu á hænsarækt og hafði fengist við hana árum saman. Færðu þeir brátt út kvíarnar og stækkuðu búið að mun. Tönsberg hafði þegar hug á því að reisa sér þarna íbúðarhús, vegna þess að landrými var nóg, og hafði hann helzt augastað á þeim stað, þar sem stóri steinninn var og hefði þá þurft að ryðja honum burt. En ura leið og Þorbjörn afhenti hænsa- búið, varaði hann Tönaberg við þ*í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.