Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 4
S92 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fremsta röð: Jón Þorláksson (forsætisráöherra), Ásgeir Torfason (efnafræðing- ur), Sigurjón Jónsson (læknir, Dalvík), Halldór Gunnlaugsson (læknir, Vestmannaeyjum), Olafur D. Daníelsson (dr., yfirkennari). — Miðröð: Guð- mundur Guðmundsson (skáld), Ólafur Briem (prestur, Stóranúpi), Elínborg Jakobsen, Einar Gunnarsson (ritstjóri Vísis), Sigfús Sveinsson (kaupmaður, Neskaupstað). — Aftast standa: Sig. Júl. Jóhannesson (læknir, Winnipeg), Jóhannes Jóhannesson (læknir, Seattle), Bernharð Á. Laxdal (d. 1905; verzl- unarm., meðritstjóri Gjallarhorns), Eirikur Kjerúlf (læknir, ísafirði), Gísii Skúlason (prestur, Eyrarbakka), Árni Pálsson (prófessor), Jón Proppé (kaup- maður, Ólafsvík), Eggert Claessen (bankastjóri), Sigurbjörn Á. Gíslason (prestur), Böðvar Bjarnason (prófastur, Rafnseyri). hagi hennar. Vér bekkjarbræður henn- ar og Bræðrasjóður Lærðaskólans fengum kveðju frá henni á 10 ára stúdentsafmæli voru 1907, — en aldrei ceinna. Vér vorum 20 stúdentarnir vorið 1897, efnilegur hópur í augum vina vorra og sjálfra vor. Flestum hafði námið verið ljúft og létt, og háar einkunnir fleiri og venjulegri en hjá nágrönnum vorum á tmdan og eftir, og framhalds- nám því tilhlökkunarefni. Áætlanir um ævistörf voru á reiki, en enginn ætlaði sér að deyja úr leti eða iðju- leysi, og þótt mér sé málið skylt býst ég við að sögufróðir menn fallist á að við það hafi verið staðið. Nú eru einir þrír eftir: Jóhannes Jóhannesson læknir vestur við Kyrra- haf, dr. Ólafur Dan Daníelsson og undirritaður. Sigurbjörn Á. Gíslason. Frá Belgrad Sígauni nokkur í Belgrad, sem var alkunnur fyrir að segja fyndn- ar sögur, var fenginn til þess að skemmta Tito. En þegar hann kom í höllina varð hann alveg klumsa. Tito spurði hvemig á því stæði. — Það gengur svo fram af mér að sjá allt skrautið og viðhöfnina hérna í höllinni, að eg get ekkert sagt. — Já. þetta hefir nú kommún- isminn gert fyrir mig, sagði Tito, og sama getur hann gert fyrir þig. — Ha, var það ekki eg sem átti að vera fyndinn? Úr jarðteiknabók Páls byskups ÞESS atb-.udr mun ek nú næst geta, es miðr mundi vægt verða frásögn, ef í öðrum löndum hefði orðit, en ek muna nú, fyrir sak- ar dæma þeira, es margir menn vilja kalla á slíkum hlutum verða. Sveinn einn ungr fell í sýruker, en kona ein var fram stödd og heyrði, at nakkvat fell í kerit, ok ætlaði hon, at vera myndi hudr eða köttr, ok fór hon til hurðar ok kallaði á menn þá, er í stofunni váru, og sagði, at nakkvát var fallit í kerit. En þá saknaði móðirin sveinsins ok varð óttafull. En sá er fyrst kom til kersins, leitaðisk fyrir og kenndi brátt skyrtunnar, es vindr hafði hlaupit á milli ok sveins- ins, en hann var allr á kafi. Tók hann þá síðan upp sveininn; kom þá ok faðirinn sveinsins ok kunni illa vanhyggju sinni, en lífláti sveinsins, es honum þótti þá víst vera, es hann unni sem sjálfum sér. Báru þeir síðan sveininn þangat, es Ijóst var, ok lögðu undir þófa. Síðan hét hann á enn sæla Þorlák byskup, at hann skyldi þeim nakkverja miskunn hyggja framar en hann kynni til mæla. Eptir þat hræðru þeir sveininn smám þeim. En er þeir höfðu þat mjök lengi gert, þá tók sveinninn at hræra fingrna nakkvat, síðan hóf hann upp augu sín, eptir þat gaus upp grátr. En hann spjó síð- an of nóttina ok batnaði stund frá stund, unz hann var heill, ok þóttusk þau son sinn hafa ór helju heimtan, es áttu. En ek kann eigi meira taka af en sva sem nú hefi ek sagt. 41 i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.