Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Page 5
LESBÓK mORGUNBLAÐSINS 393 Jóhann segist hafa verið þrjár ver- tíðir á skaki, síðan fór hann í Stýri- mannaskólann og lauk prófi þaðan tæplega 19 ára gamall. Það var 1906. Síðan hélt hann til Englands og stund- aði siglingar þaðan, kom svo heim og sigldi á togara um skeið, en 1908 fór hann til Danmerkur og hugðist afla sér meiri menntunar. Jóhann segir: — Thore-félagið hugðist taka við strandferðunum af Sameinaða og bauð okkur Einari heitnum Stefánssyni Myndin er tekin í ágúst 1944, þegar Ægir fór með Svein Björnsson forseta til Austfjarða. Með honum á myndinni er Jóhann P. Jonsson, skipherra. ur. Hann var þá skipstjóri á Sterling, sem var í eigu Thore-félagsins. Við fórum svo utan í þessu skyni, en aldrei varð úr því, að ég færi til Thore- félagsins, örlögin höguðu því á annan veg. Þegar ég hafði lokið prófi 1910, var búið að ráða stýrimenn á strand- ferðaskip Thore-félagsins, Austra og Vestra, svo að ég sneri mér að Sam- einaða og sigldi hjá þeim sem stýri- maður í 1% ár. Þá rakst ég á auglýs- ingu frá Reserve-kadettskólanum. Hann auglýsti eftir ungum efnilegum piltum, og þar sem ég vonaðist til þess, að ég væri í þeirra hópi, sendi ég inn umsókn. Var ég svo tekinn í skólann. Skóli þessi menntaði sjóliðsforingja- efni, sem herinn gat kallað tU þjón- ustu, ef á þurfti að halda. Þegar ég var hálfnaður með skólann, skall á fyrri heimsstyrjöldin, svo að ég var skipaður „leutinant" í danska flotan- um, þegar ég lauk prófi 1915. Ekki ÞEGAR ég hitti Jóhann P. Jónsson, skipherra, að máli nú í vikunni og bað hann segja lesendum Lesbókar frá einhverju af því, sem á dagana hefur drifið, fannst mér eðlilegast að hefja viðtalið á því að spyrja hann, hvers vegna hann hefði gert sjó- mennskuna að ævistarfi sínu. Hann sagði, að hann hefði snemma orðið að vinna fyrir sér og skömmu eftir ferm- ingu réðist hann á skútuna „Portland", sem Bryde-verzlun gerði út héðan frá Reykjavík. Það lifði enginn á iðju- leysinu á þeim árum og Jóhann sagði að efnin hefðu verið heldur lítil á æskuheimili hans, þótt ekki hefði ver- ið um skort að ræða. Faðir hans, Jón Guðmundsson, var austanpóstur, sem kallað var; hann hafði ekki háar tekj- ur fyrir það starf sitt: „Ég held, að hann hafi fengið um 60 krónur á hest austur að Odda“, segir Jóhann. Ekki var Jóhann aflasæll á „Port- land“. — „Ég var lítill aflamaður“, segir hann, „þó var faðir minn ánægð- ur með kaupið, sem ég fékk eftir ver- tíðina. Hann fékk það greitt í úttekt hjá Bryde, og hefur sennilega eitthvað munað um það. Við fengum 8 aura premíu fyrir hvern fisk og þótti það ekki svo slæmt“. stýrimannsstöðu á strandferðaskipun- um, ef við næðum dönsku skipstjóra- prófi. Það var aðallega Nielsen, sem síðar varð forstjóri Eimskipafélagsins, sem réri í okkur að fara til Danmerk- „Ég óttaðist að Bretinn hefði fengið fyrirskipun um að skjóta á skyttuna okkar” Samfal við Jóhann P. Jónsson, skipherra

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.