Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 6
394 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS var nokkur leið að komast undan þeirri kvöð, enda miðaðist starf skói- ans ekki sízt að því, að undirbúa sjó- liðsforingjaefni undir þjónustu í styrj- öldum. Ég fór á tundurspillinn „Sö- löven“ og var á honum til 1916 þegar ég fór á „Islands-Falk“ sem 3. kom- mandör, eins og það var kallað, þ. e. a. s. ég var þriðji maður frá skip- stjóra, sem alltaí var kallaður Chefen. Hann hét Friðrik Coll, ágætismaður, varð síðar aðmíráll í danska flotanum, kom upp 1921 með konung og drottn- ingu. En hvað um þáð. — Á tund- urspillinum var ég 1. stýrimaður og hafði það ágætt. Við héldum aðallega vörð á dönsku sundunum, einkum við Saltholmen. Þar var gríðarmikið tundurduflabelti, aðeins mjó renna, sem hægt var að sigla í gegnum. Við áttum að hafa eftirlit með um- ferðinni um þetta belti. Eitt sinn ætl- aði brezkur kafbátur, E-13 að nafni, að reyna að komast í gegnum tundur- duflabeltið, en var svo óheppinn að stranda á grynningunum, sem voru innan dönsku landhelginnar. Eins og þér vitið, þá var Danmörk hlutlaust ríki og algert brot á alþjóðalögum, ef Þjóðverjar réðust á bátinn, þar sem hann lá. Það gerðu þeir þó. Við feng- um fyrirskipun um að sigla að kaf- bátnum, en stór þýzkur tundurspillir var á undan okkur á vettvang og hóf skothríð á bátinn, skaut m. a. tund- urskeyti á hann, en það tók botn og sprakk, áður en það lenti á bátnum. Áhöfn kafbátsins, 30 menn, var komin upp á dekk, þegar Þjóðverjarnir hófu skothríðina, en þá köstuðu þeir sér allr ir í sjóinn. Nokkru síðar renndum við upp að hlið kafbátsins og tókst okkur að bjarga um 20 mönnum, þ. á. m. foringja bátsins, en hinir fórust, hafa annað hvort drukknað eða orðið vélbyssukúlum að bráð. Þegar vúð vorum komnir á milli brezka kaf- bátsins og Þjóðverjanna, hættu hinir síðarnefndu skothríðinni, létu okkur algerlega í íriði. Siðan sigldu þeir á ★ ★★★★★★★★★ „Við fengum fyrirskipun um að sigla að kafbátnum, en stór þýzk- ur tundurspillir var á undan okkur ... ★ ★★★★★★★★★ brott. Yfir þessu athæfi Þjóðverjanna var kært og sendu þeir síðan form- lega afsökun fyrir þetta hlutleysis- brot. Ekki man ég til þess, að mann- tjón yrði hjá okkur og yfirleitt gekk þessi þjónusta slysaláust. — En hvað um Islands fálkann? — Það gerðist lítið sögulegt, meðan ég var á honum. Við höfðum það ágætt hér norður írá, litið að gera ug nóg að eta. Við áttum að hafa eftir- lit á hafinu við Færeyjar og ísland og sjá um, að hvorki Bretar né Þjóð- verjar væru lengur í landhelgi en 24 klst. í einu. Ef þeir voru lengur, var litið svo á, að þeir hefðu framið land- helgisbrot. Aldrei urðum við varir við, að skip þessara þjóða væru lengur en 24 klst í landhelgi, þó kom það fyrir, að brezkir togarar kærðu yfir því, að þýzkir kafbátar væru leng- ur í íslenzkri landhelgi en ekki tókum við alltaf mark á slíkum fullyrðing- um. Við sáum oft brezk eftirlitsskip á þessum slóðum, einnig þýzka kaf- báta, en þeir voru ósköp kurteisir við okkur, höfðu samband við okkur með ljósmerkjum og létu sér nægja skýr- ingarnar á ferðalagi okkar. — Síðar var ég aftur sendur suður á Eystra- salt, þar sem ég var á nokkrum tund- urspillum í viðbót, en að styrjöldinni lokinni tók ég þátt í því að hreinsa tundurduflabeltið í Eystrasalti og opna siglingaleiðirnar þar. Það verk gekk ágætlega. Þó man ég eftir því, að eitt af aðstoöarskipum okkar sigldi á tund- urdufl og sprakk í loft upp og fórst helmingur áhafnarinnar. — Hvernig voru kjörin í danska flotanum? — Ja kjörin? Við höfðum 80 dansk- ar krónur á mánuði auk fæðispeninga, en einkennisföt vorum við skyldugir að kaupa sjálfir. Þau kostuðu sem svar- aði mánaðarkaupi. Þetta þóttu heldur léleg laun í þá daga, en ég fékk líka hálf laun hjá Sameinaða eftir að ég varð offiséri, með því skilyrði, að ég kæmi til þeirra að stríðinu loknu. Voru það ríflegar aukatekjur og komu í góðar þarfir. — En hvernig var andrúmsloftið 1 flotanum? — Mér fannst miklu viðfelldara andrúmsloft í danska sjóhernum en í verzlunarflotanum. Sj óliðsforingj arnir voru miklu alþýðlegri í framkomu en yfirmenn kaupskipanna, sem alltaf voru á varðbergi að nálgast ekki um of þá, sem höfðu einni snúru minna en þeir. — Svo fóruð þér til Sameinaða? — Þegar ég hætti í danska flotan- um, fór ég til Sameinaða, en var þar aðeins í 10 mánuði, því að ég var beð- inn að taka við gamla Þór, sem var keyptur til landsins 1920. Ég var með hann til 1926, þá tók ég við Óðni og var með hann, þangað til hann var seldur úr landi 1937. Ári síðar varð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.