Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Qupperneq 7
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 895 ég skipherra á Ægi og sigldi með hann i 10 ár. 1947 fór ég í land. — Hvað vilduð þér segja um fyrstu ár landhelgisgæzlunnar hér? — Fyrstu árin var okkur aðallega ætlað að stugga við landhelgisbrjót- unum, en ekki of harkalega samt. Menn voru hræddir um, að það mundi rísa mótmælaalda gegn íslenzkri land- helgisgæzlu og allt mundi fara í handaskolum, ef við tækjum skip i landhelgi í of stórum stíl svona fyrsta kastið. Einnig voru dómararnir hik- andi í byrjun. — Þór gamli var ekki heldur til stórræðanna fyrst í stað, byssulaus og hæggengur, en siðan fékk hann byssu og breytti það mjög öllum aðstæðum. Upp frá því fórum við að taka skip í landhelgi, einkum norska snurpubáta fyrir norðan. Þeir voru mjög ágengir á þessum árum. Þeir höfðu fengið að leika lausum hala inn- an landhelginnar, en um þetta leyti voru sett ný fiskveiðilög, sem bönnuðu ekki aðeins veiðar í landhelgi, heldur einnig alla vinnu við afla og veiðar- færi. Síldarskipum var meira að segja fyrirlagt að hafa nótina á dekki og bátana uppi, þegar þau voru innan landhelgi. Þessi nýju lög voru okkur mikill styrkur í starfi okkar, enda fundu Norðmenn fljótt, að þeir gátu ekki hegðað sér eins og áður, þegar þeir voru algerlega óáreittir innan landhelgislínunnar. Þjóðverjar urðu einnig mjög hart úti fyrst í stað, því að þeir höfðu yfirleitt gömul og lítil skip, sem áttu, að því er virtist, erfitt með að fiska nema á grunnsævi. Og Jóhann skipherra heldur áfram: — Annars má rekja uþphaf land- helgisgæzlunnar á Islandi til Björg- unarfélags Vestmannaeyja, sem keypti gamla Þór, fyrsta landhelgisskip okkar. Einn helzti forráðamaður þess félags var Sigurður skáld frá Arnarholti og vann hann þar ágætt starf. Félagið hugðist upphaflega láta Þór gamla vera fiskibátaflotanum til aðstoðar á miðunum, draga í höfn báta með bil- aða vél o. s. frv. En ekkert verkefni var fyrir Þór milli vertíða, og var hann því tekinn í þjónustu íslenzku land- helgisgæzlunnar og leigður ríkinu. Þannig var það til 1926, þegar íslenzka ríkið keypti Óðin. — Ég hefði gaman af, ef þér vilduð rifja upp einhvern minnisverðan at- burð frá skipherraárum yðar, áður en við hættum þessu spjalli. — Já, það getum við reynt. Það var á siðustu stríðsárunum. Sæbjörg hjtti brezka togarann War Gray í landhelgi fyrir vestan Reykjanes, stöðvaði hann og setti mann um borð. Skipstjóran- um er gefin fyrirskipun um, að fylgja Sæbjörgu til Reykjavíkur, en þegar þeir eru búnir að ná trollinu inn, set- ur hann á fulla ferð og siglir suður fyrir Reykjanes. Skipstjórinn á Sæ- björgu lét útgerðina strax vita um, hvernig komið væri. Við lágum suðaust an við Vestmannaeyjar, þegar þetta gerðist. Allt í einu kemur vélbátur frá Vestmannaeyjum og rennir sér upp að hliðinni á okkur. Skipstjórinn tilkynn- ir okkur, að hann hafi haft tal af enskum togara, sem hafi beðið þá um að taka í land íslenzkan sjómann, er væri um borð í togaranum. En í sama mund kom íslendingurinn, Guðni Thorlacius, stýrimaður á Sæbjörgu, upp ★ ★★★★★★★★★ Ekki hófu þeir skothríð á okk- ur, enda hittum við damprör- ið ... — ★ ★★★★★★★★★ á dekk og kallaði á skipstjóra mótor- bátsins, og sagði, að hann væri fangi Breta og bað um, að Ægir yrði sóttur þegar í stað. Með þau skilaboð kemur báturinn svo til okkar, en við biðuip ekki boðanna, heldur héldum í skynd- ingu þangað, sem togarinn var, þegar Vestmannaeyjabáturinn hafði hitt hann. Skömmu síðar sáum við reyki nálægt þeirri stefnu, sem okkur hafði verið gefin upp, og sigldum við þang- að. Þar voru á ferð 2 brezkir togarar, eins og venja var á stríðsárunum, því að Bretar héldu ávallt hópinn í öryggis- skyni, ef á þá yrði ráðist. Að nokkr- um tíma liðnum náðum við svo sam- bandi við aftari togarann, og sagði skipstjórinn á honum okkur, að War Gray væri á undan. Skutum við þá nokkrum stöðvunarskotum á togar- ann, en hann sinnti því engu. Nálg- uðumst við nú togarann fljótt, kom- umst í kallfæri við hann og renndum upp að hliðinni á honum, en enginn maður kom út á dekk og hvergi var mann að sjá nema í brúnni. Þeir létu ekki á sér kræla, hvernig sem við reyndum að ná sambandi við þá. Loks kölluðum við yfir til þeirra, að við mundum hefja skothríð á skipið, enda höfðum við fengið leyfi landhelgis- gæzlunnar í Reykjavik til þess. Ekki sinntu þeir því heldur, en héldu flótta sínum áfram og nú var ekki um annað að gera en hefja skothríð á skipið. Við hittum í síðuna á þvi og var ég satt að segja hálfhræddur um, að tog- arinn sykki, enda kom talsverður leki að honum. Vonaðist ég nú til, að skip- stjórinn skeytti viðvörunum okkar, en svo varð þó ekki, hann flýði allt hvað af tók, og sáum við okkur ekki annað fært en skjóta á yfirbygginguna og skorsteininn. Um svipað leyti sáum við, að maður hafði tekið sér stöðu við vélbyssustæðið og óttaðist ég nú mjög, að hann hefði fengið fyrirskip- un um að skjóta á skyttuna okkar, Jón Jónsson skipstjóra, sem stóð á bersvæði og var í mikilli hættu, ef Bretarnir létu til skarar skríða. Ekki hófu þeir þó skothrið á okkur, enda hittum við litlu síðar damprörið, og gaus þá upp mikill gufumökkur. Skip- stjórinn stöðvaði togarann þá þegar, því hann hélt, að við hefðum skotið í ketilinn og mikil hætta væri á ferð- um. Við sendum menn um borð í tog- arann að sækja karlinn, og þegar þeir komu með hann um borð í Ægi, var hann hinn bljúgasti — og svo var alla leið til lands. Hann hét Agerskov, hálf-dani, maður rúmlega fimmtugur og hinn kempulegasti að sjá, enda dugnaðarforkur, að því er ég frétti síðar. Við höfðum hann í haldi um borð í Ægi og sigldum síðan með tog- arann á undan okkur rakleiðis til Vestmannaeyja, en þegar þangað kom, fengum við fyrirskipun um að halda ferðinni áfram til Reykjavíkur, þar sem málið var svo tekið fyTÍr. — Það má geta þess til gamans, segir Jóhann skipherra að lokum, að þremur mánuðum eftir þetta kom War Gray Súðinni til aðstoðar, þegar Þjóðverjar gerðu loftárás á hana á Skjálfandaflóa, og hjálpaði henni að komast til Húsavíkur. Ager- skov var þá í fangelsi, en nokkru síðar kom hann svo aftur við sögu hér við land: hann var leiðsögumaður þriggja brezkra togara, sem voru á leið á íslandsmið, og gerði sér lítið fyrir og sigldi þeim öllum upp á Meðallandsfjöru. Það féll þá í okkar hlut, skipsmannanna á Ægi, að ná skipi hans út aftur og draga það til Reykjavíkur. Þannig endurnýjuðum við kynni okkar af War Gray. En um Agerskov skipstjóra má segja, að hann hafi verið allsöguleg persóna hér á stríðsárunum. M.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.