Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 8
*w LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Skurftaðgerðín nær hámarki sínu — alit er gert til þess að aðstoða kkurð- laekuiun i erflðu starfl hans. / greipum dauðans , Um nýjustu aðferÓ í skurðlœkningum EF BLÓÐRÁSIN til mannsheilans stöðvast þrjár mínútur, er dauð- inn vís. Heilinn í Georg Wilson lið- þjálfa „dó“ þrisvar, en maðurinn lifði. Eitt af kraftaverkum nýtízku skurð- Isekninga var unnið, kraftaverk, sem hefði verið óhugsandi fyrir 10 árum. Wilson, liðþjálfi í ameríska flughern- um, átti líf sitt því að þakka, að lækn- •rnir gátu skorið hann upp, er líkams- hiti hans hafði verið lækkaður í 28 stig.. Tveir amerískir svæfingarlæknar og einn heilasérfræðingur lögðu saman alla sína vizku til að bjarga lífi Georgs Wilsons, sem var 39 ára. Það var dag einrt í júní 1954, er lið- þjálfinn hafði skyndilega fengið heila- blæðingu og verið fluttur með ofsa- hraða i sjúkrahús ameríska flughers- ins í Wiesbaden. Tvívegis hafði blætt inn á heilann, og læknar flughersins visau, að þriðja blæðíngin myndi af- dráttarlaust verða Wilson að aldur- tila. Uppskurð með venjulegum að- íerðum myndi hann sennilega ekki lifa af heldur, en hann var eina von- in. Röntgenmyndir sýndu í einni svip- an, hvað Wilson átti í vændum. Sjúk- ★ ★★★★★★★★★ „Hægt og hægt var líkamshiti hans lækkaður í 28 stig og fyigzt nákvæmlega með hjartslætti hans á meðan.“ ★ ★★★★★★★★★ dómur hans var aneurysme, óeðlileg útþensla slagæðar. Við venjulegan uppskurð hefðu læknarnir varla þorað að stöðva blóð- rásina til heilans lengur en þrjár mínútur — og sá tími hefði ekki nægt til að komast að slagæðinni og Ijúka aðgerðinni. Auk þess myndi skurð- sviðið vera orðið alblóðugt. og lækn- irinn hefði ekki lengur getað séð æð- ina, sem hann ætlaði að skera upp. Hitinn hefði hækkað í 41—42 stig, sjúklingurinn fallið í hitadá og hjarta hans stöðvazt. WILSON „FRYSTUR" En hinir ungu deyfingarséríræðing- ar, dr. Dance og dr. Ward, sem voru heilaskurðlækninum Vernon Mark til aðstoðar, voru ekki í skapi til að leggja árar í bát. Þeir ákváðu bókstaflega sagt að „frysta'* Wilson til að bjarga lífi hans. Þeir notuðu aðferð, sem franski vís- indamaðurinn dr. Laborit hafði full- komnað — að vísu ekki við skurðað- gerðir á heila, heldur upprunalega við hjartauppskurði. Þeir höfðu lesið skýrslur hans um tilraunir, sem hann gerði á árunum 1951—’52. Þar var greint frá því, hvernig tempra mátti blóðrásina með kælingu — og jafn- framt súrefnisþörf heilans —, hvernig hægt er að gera skurðaðgerð á nærri blóðlausu hjarta, af því að blóðrásin er nærri stöðvuð. Laborit hafði auðgað svæfingartæknina með því að hagnýta sér vetrardá dýra. Dance og Ward lýstu áformum sínum í aðaldráttum fyrir dr. Mark og hin- um þýzku sérfræðingum, sem fengmr voru til fulltingis. Nýjar röntgenmynd- ir voru teknar í kapphlaupi við tím- ann, því að enginn vissi, hvenær Wilson kynni að fá næstu heiiablæð- ingu. Allra ráða var neytt. Það tók einn sólarhring að leggja niður fyrir sér aðferðina við uppskurðinn, á meðan var blóðþrýstingi Wilsons haldið í skefjum með tæknilegum hætti. Fra Stokkhólmi sendi prófessor Herbert Olivecrona, hinn snjalli skurðlæknir, sérstök tæki til taugaaðgerða og góðar ráðleggingar, er hann hafði rannsakað nokkrar röntgenmyndir, sem amerísk sprengjuþota hafði flogið með til Stokkhólms. Þeir höfðu engan sérstakan kæliút- búnað, en Dance og Ward báðu um stóra vindsæng og settu hana í sam- band við dæliútbúnað, er dældi ís- köldu vatni gegnum hana. Arla morguns 12. júní 1954 hófst skurðaðgerðin. Wilson var svæfður og síðan lagður á ískalda vindsængina. Hægt og hægt var líkamshiti hans lækkaður í 28 stig og fylgzt nákvæm- lega með hjartslætti hans á meðan. Skyldi hjartað halda áfram að starfaT

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.