Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 397 „HJaria mannsins Jú, einnig var séð fyrir því. Einn skurð- læknir stóð reiðubúinn til að opna brjóst Wilsons og hnoða hjartað. En það sló rólega — hægara og hægara fyrir áhrif kuldans. HANN ANDAR A NÝ Annar skurðlæknir opnar að slag- æðum á hálsi — blóðrásina verð- ur að mega stöðva, ef nauðsyn krefur. Síðan hefur dr. Mark uppskurðinn, höfuðkúpan er opnuð. Þá rennur upp sú stund, sem sérhver skurðlæknir ótt- ast. Andardráttur sjúklingsins stöðv- ast. En fyrir því hafði verið hugsað. Súr- efni er dælt í lungu sjúklingsins, með- an dr. Mark heldur rólega áfram að- gerðum sínum. Hann kemst að veika blettinum á slagæðinni. Það fer að blæða mikið, en einn af aðstoðarmönn- um hans bregður skjótt við og klípur saman hálsslagæðarnar, sem liggja til Dr. Mark: Höíuðkúpaa er opnuð má hætta oð slá i heilans. Blóðrásin til heilans hefur stöðvazt, nú verður kuldinn að bjarga lífi Wilsons. Vernon Mark hafði 12 mínútur til umráða fyrir aðgerðina á æðinni, en hann lauk henni á '9% mínútu. Þann tíma hafði ekkert blóð streymt til heila sjúklingsins. Hann hafði í rauninni verið dauður í 9 mínútur. Þá eru klemmurnar teknar af slagæðunum, blóðið streymir til heilans á ný, líkams- hiti sjúklingsins hækkar smátt og smátt. Hann andar við 32 stig. Georg Wilson er borgið — uppskurðurinn hefur staðið í 9 klukkustundir. Enn í dag lifir Wilson við beztu heilsu, og þessi mikla aðgerð hefur ekki haft í för með sér neins konar eftirköst. AÐEINS TVEIR KOSTIR Fyrir nokkrum vikum birtist á fof- síðum enskra blaða falleg mynd af hlæjandi ungbarni. Barnið átti kæii- svæfingunni líf sitt að þakka. Dag nokkurn í maí í fyrra höfuðkúpubrotn- aði móðir barnsins og var flutt í sjúkra- húsið í Newcastle. Hún var þunguð, og læknarnir sögðu við mann hennar, John Moore, 23 ára að aldri: Þér verð- ★ ★★★★★★★★★ „Vernon Mark hafðl 12 mínútur til umráða fyrir aðgerðirnar á æðinni, en hann lauk henni á 914 mínútu “ ★ ★★★★★★★★★ ið sjálfur að velja — þetta mun kosta annað hvort konu yðar eða barn lífið. Moore átti aðeins um tvo kosti að velja: — „Fyrst svo er, hlýt ég að taka líf konu minnar fram yfir ailt annað“, svaraði Moore. En á dögunum barst tilkynning frá Newcastle-sjúkrahúsinu, þar sem frú Moore lá, þess efnis, að móðirin væri úr hættu og barnið hefði fæðst 'eins og búizt var við í desember og væri við beztu heilsu. Þessu var komið til leiðar með því að beita þeirri stórmerku aðferð, sem læknisfræðin hefur nú tekið í þjón- ustu sína til að bjarga mannslífum. Frú Ellen Moore lá meðvitundarlaus, og óðum nálgaðist hættustundin. Svo kynni að íara, að hvorki hún ná ÞRJÁR minútur" ófædda barnið hennar lifðu þetta aí. Læknarnir, sem stunduðu hana, gripu þá til sömu aðferðar og þeir Dance og Ward höfðu notað, er þeir björg- uðu Georg Wilson. Þeir „frystu" hana. Líkamshiti hennar nálgaðist hættu- markið, og læknarnir urðu að hafast eitthvað að. í viku lá hún meðvitund- arlaus í kæliskáp fyrir menn, þá var hættan liðin hjá. GÓÐUR ÁRANGUR Ungum dönskum lækni má einkum þakka þá tæknilegu þróun, sem hafir gert það kleift, að nægt er að nota kælisvæfinguna við hættulega heilauppskurði. Maðurinn er dr. Kai Nielsen við háskólasjúkrahúsið í Lundi. Hann hefur reynt þessa aðferð og fullkomnað hana. Hann heíir gert skýrslu um 18 uppskurði, sem gerðir voru á háskólasjúkrahúsinu í Lundi af frábærum heilasérfræð- ingi Niels Lundberg að nafni. — Allir sjúklingarnir höfðu verið svæfðir með kælingu samkvæmt að- ferð Nielsens. Tveir af þessum 18 sjúklingum, sem allir voru mjög alvar- lega veikir, létust, og það er staðreynd, að hefði kælingu ekki verið beitt, hefðu fleiri látizt. Kælingin veldur því, að blóðrásin verður hægari, svo að minni hætta er á blæðingu, meðan á uppskurðinum stendur. Jafnframt þarf kældur heili ekki meira súrefni en svo — vegna kælingarinnar —, að hin hæga blóðrás getur flutt honum súrefnismagnið, sem þörf er á. Danski prófessorinn Busch hefur smám saman byrjað að beita þessari aðferð við heilaskurði, og danskir sér- fræðingar í hjartasjúkdómum hafa skorið upp „frysta“ sjúklinga. ÞRJAR ORLAGARÍKAK MÍNUTUR Við skulum nú kynnast ofurlítið nánar hjartauppskurðunum Hjarta mannsins má hætta að slá i þrjár mínútur. Ef slög þess stöðvast leng- ur, veldur stöðvunin óbætanlegu • jóni á heilanum og öðrum mikilvægum líf- færum. Sérfræðingar i hjartasjúkdóm- um hafa orðið að takmarka sig við þessar þrjár örlagaríku mínútur, með- an þeir gera uppskurði sina og þrátt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.