Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 10
898 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Margar aðferðir eru nú notaðar við „frystingu“ mannslíkamans. Á þessari mynd sýnir dr. Ths. Barils, læknir við Walther Reed sjúkrahúsið i Bandaríkjunum, hvernig „frysting“ fer fram á gúmmídínum, sem ísvatn streymir í gegn- um. Það var þessi aðferð, sem læknarnir Dance, Ward og Vernon Mark notuðu. fyrir þessi þröngu tímatakmörk hafa þeir -stöðugt fikrað sig lengra í hjarta- aðgerðum sínum á seinni árum. Höfuð- vandamálið hefir verið, hvernig hægt væri að stöðva starfsemi hjartans, meðan uppskurðurinn væri gerður. Kælingin er nokkur lausn á þessu vandamáli. Með því að lækka líkams- hita sjúklinganna niður í 25 stig á Celsíus, gefast lækninum allt að 20 mínútur til aðgerðarinnar. Við eðlilegan líkamshita mega slög h irtans stöðvast hþrjár mínútur. Við 25 stig á Celsíus er súreínisþörfin aðeins 15—20% af eðlilegri súrefnis- börf, og þvi er hægt að ganga svo bngi að stöðva alit að þvi eða draga m'ög úr starfsemi hjartans í 18—20 r nútur. Mjóu munar, að kælingin rröðv' blóðrásir: Kmii-v—f'-’ín nýtt öf'ugt vopn í Daráttunni vió dauðaim. A þessari öld umferðarslysanna má ætla, að þessi svæfingaraðferð verði mjög mikilsverð. Með þessari aðferð tókst enskum lækn- um að halda frú Ellen Moore lifandi, „frystri" í heila viku og bjarga þannig lífi hennar og barnsins hennar. Kvikmyndaframleiðendur hafa fest þá fjarstæðukenndu hugmynd á léreft- ið, að hægt sé að frysta lifandi líkama, þíða hann síðan löngu síðar og lífga hann við í sama ástandi. En enskir vísindamenn hafa raunverulega gert tilraun í þessa átt. Tilraunirnar hafa verið gerðar með hamstra 1 hinni frægu Mill Hall National Institute for Medical Research. Hamstrarnir liggja í dái á veturna. Eftir að þeir höfðu fallið í eðlilegt vetrardá, voru þeir hraðfryst- ir niður í mínus 70 stig á Celsíus — og síðan þíddir aftur. Þeir voru lif- andi. (Þýtt og endursagt). Ekki ráðalausir Sambýlismenn höfðu keypt sér sinn hestinn hvor, en voru nú í vandræðum að þekkja þá sundur. Annar fann þá upp á því snjall- ræði að klippa faxið af sínum hesti. Þetta dugði um hríð, en faxið óx, og þá voru þeir engu nær. Þá fann hinn upp á því að stýfa taglið á sín- um hesti. Það dugði líka um hríð, en svo óx taglið. Þá kom þeim sam- an um að mæla hestana- og vita hvort ekki væri stærðarmunur á þeim. Það var ráðið. Þeir komust að því að sá grái var stærri en sá brúni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.