Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 12
400 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að sigla fram hjá öllum „Intellektual- isma“ sér hann sér ekki alls staðar fært að komast af án hans, nema eiga það á hættu að kenningin verði glóru- laus. Þess vegna bætir hann við: — „Sannleikur í vísindum er það sem fullnægir okkur bezt, einnig smekk okkar, en höfuðmælikvarðinn er þó alltaf sá að hann sé í samræmi við fyrri sannindi og nýjar staðreyndir“. — Hér verður James að viðurkenna sannindi og staðreyndir sem ekki eru nauðsynlega mældar á hinn pragmat- iska kvarða. Og í því er fólgin viður- kenning fyrir takmörkunum Pragmat- ismans til að ákveða hvað sé sannleik- ur. Við gætum þá e. t. v. fallizt á aftur á móti að Pragmatisminn sé sannur svo langt sem hann nær! Heimspeki James gæti virzt heim- speki manns sem hefur lesið of mikið um ólík viðhorf í vísindum, sálfræði, heimspeki og trúmálum til þess að geta unnið úr öllu þessu samræmda lífs- skoðun. Jafnframt -kenningu sinni um hið pragmatiska eðli sannleikans og empiriskum tilhneigingum, boðar hann trú á æðri vitund í manninum og æðri veröld en þá, sem menn þekkja. „Mannleg vísindi", skrifar James, „eru dropi í hafi fáfærðinnar. Ef til vill það eina sem við getum verið viss um, er að sá heimur sem við nú þekkjum, er brot af stærri heimi, en um eðli þess heims getum við ekkert sagt“. — Hvernig getur þá William James verið viss um að algild sannindi óháð reynslu manna séu ekki til? Hin stund- legu sannindi sem heimspekingurinn uppgötvar í skynheimi mannsins virð- ast þá naumast réttlæta neinn dóm um eðli sannleikans. Ef algild sann- indi væru til þyrfti að sjálfsögðu full- komna vitsmuni og fullkomna þekk- ingu til að skilja þau í heild sinni. Og þar sem menn hafa hvorugt, virðast allar fullyrðingar um þetta efni vafa- samar. James hafnar bæði efnishyggju og hughyggju. Veröldin er að hans hyggju ekki af einni rót runnin heldur mörg- um jafnupprunalegum. — Menn greina ósjálfrátt milli hins ytra og hins innra, milli hugsana og hluta og hugsa sér þetta tvenni sem andstæður. Heim- spekingarnir byggðu á þessum grunni kenningar sínar um sál og líkama, anda og efni, skynjun og hið skynjaða, veru- leika og blekkingu. Efnishyggjumenn Ofe hughyggjumenn, sem ''oru sam- mala um hina rökfræðiieeu nauðsvn þess að veröldin væri af einni rót, litu annað hvort á efnið sem anda eða andann sem efni. Hinir sem viður- kenndu hvort tveggja litu á vitundina sem sjálfstæðan upprunalegan eigin- leika jafnraunverulegan efninu. — William James gerir hvorki efnið að anda né andann að efni og er einnig andvígur hinni hefðbundnu tvíhyggju. Vitundin, segir hann, á sér ekki sjálf- stæða tilveru. Hún sprettur af starf- semi líffæranna og gerir lífverunni unnt að samlagast umhverfinu og upp- fylla þær kröfur, sem það gerir til Roosevelt: Pragmatisminn hafði djúp áhrif á hann. hennar. Hið upphaflega er hvorki efni né andi heldur eitthvað sem hvoru tveggja greinist frá. Þetta eitthvað nefnir James „hreina reynslu". Þessi óskilgreinda „hreina reynsla" er und- irstraumur lífsins, sem flytur með sér jafnt efniviðinn í væntanlegar hugs- anir og hæfileikann til hugsunar. I manninum greinist þessi straumur í tvær kvíslar, þekkjandann og hið þekkta. En hvert er þá eðli hinnar hreinu reynslu? Getur í raun og veru nokkur skynjað hana? — Engir, segir James, nema „nýfædd börn og menn í svefnrofum eða milli vita sökum drykkju, sjúkdóms eða barsmíða". — Þau sannindi sem af þessum grunni spretta eru engin varanleg sannindi bví að bau eru sífelldum breytingum undirorpin. Mælikvarðinn á þau verð- ur því einnig frá þessu sjónarmiði hið nytsama. Hlutverk heimspekinnar verð ur aðeins að fjalla um hluti sem hægt er að skilgreina á grundvelli reynsl- unnar, en ekki með rökfræðilegum ályktunum. Þetta telur heimspeking- urinn Alfred North Whitehead (Science and the Modern World) byltingu í sögu heimspekinnar, þetta að neita tilveru vitundarinnar sem sjálfstæðrar eining- ar í anda Descartes (cogito) en skoða hana í þess stað sem svar við um- hverfinu. — Allt þetta er að finna í ritum James, — en þar eru líka að því er virðist að finna sjónarmið and- stæð þessu. Fróðustu menn um heim- speki James telja sig ekki umkomna þess að skera úr um hver niðurstaða James hafi í raun og veru verið í þessu máli. Þeir telja ummæli hins ensKa heimspekings Whiteheads, byggjast á alltof einhliða túlkun eða misskilningi. Sést það bezt á því að James hafnar alls ekki metafysikinni, notar sjálfur rökfræðilegar ályktanir og telur jafn- vel líkur fyrir framhaldslífi, að sjálf- sögðu vitundar óháðri líffærastarfsemi. Hér vantar hina samræmdu niður- stöðu. Brúin er byggð frá tveimur andstæðum stólpum — og nær ekki saman. Rit sitt um trúmál nefnir William James „The Will to Believe". Ekki var hann þó íullkomlega ánægður með þessa nafngift. Hún fól í sér að trúin byggist á óskhyggju manna um að guð væri til og að þeir ættu eilíft líf fyrir höndum. Þannig földust efasemd- ir og vantrú í þessum titli, þótt það væri ekki tilgangur James. Síðar meir kvað hann nafn bókarinn hafa átt að vera „The Right to Believe", eða rétt- urinn til að trúa. James reynir hér að leiða til lykta þær deilur sem risu milli trúar og vísinda á miðri 19. öld. Vísindin höfðu kollvarpað mörgum kennisetningum kristninnar og þeir sem virtu sannleik- ann gátu ekki lengur trúað ýmsu sem stóð í biblíunni. Á hinn bóginn gat — jafnvel þótt allar kennisetningar kirkj- unnar reyndust hjóm — trúin sjálf leg- ið dýpra í eðli mannsms en skynsem- in og átt a. m. k. jafnan rétt. — Trú- arleg reynsla segir James, er stað- reynd í lífi margra manna og henni er ekki hægt að neita fremur en ann- arri reynslu manna. — „Ef þú spyrð hvað þessi reynsla sé, þá er hún eintal við hið ósýnilega, raddir og sýmr,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.