Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.08.1957, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 401 / heilagt hjónaband Það sagi, í Ameríku geti allt gerzt, og mætti nota þessa mynd til staðfestingar því. Hún er af brúðhjónum í Nashville í Tenessee-fylki í Banda- ríkjunum. Brúðguminn er 21 árs gamall og heitir Tom Henderson. Brúðurin 65 ára gömul ekkja að nafni Florence Morris. Þau hittust fyrst fyrir þrem vik- um, og það var „ást við fyrstu sýn“ sagði Tom Henderson. Hann kvaðst vilja eignast stóra fjölskyldu, en brúðurin var fáorð um það efni. bænheyrsla, hugarfarsbreyting, frels- un frá ótta og hjálp í neyð“. Kjarni hinnar trúarlegu reynslu er, að maður Inn telur sig skynja ósýnileg máttar- völd. James taldi ekki ólíklegt að menn gætu öðlazt þessa reynslu með tilstyrk æðri vitundar, sem duiin kynni að vera að baki hugans. Trú James á híA ó- sýnilegu máttarvpld fékk hann árið 1894 t. d. til að hneyksla alla stéttar- bræður sína með því að beita sér gegn lagafrumvarpi um að banna andlegar lækningar. En James notar einnig Pragmatism- ann sem mælikvarða á gildi trúarlegra hugmynda. Samkvæmt honum verða þær trúarhugmyndir sannar sem upp- fylla andlegar þarfir manna og leiða til góðs. Þótt trúarlegar hugmyndir verði ekki sannaðar vísindalega, þá notar James samt sem áður í raun og veru tvo mælikvarða á sannleiksgildi þeirra: Annars vegar andlega skynjun eða innri reynslu fyrir tilstyrk vit- undar sem er æðri skynseminni. Hins vegar Pragmatismann, til að skera úr um það hvaða trúarlegar hugmyndir eigi rétt á sér í lífi manna með tilliti til þess gildis sem þær hafa fyrir okkur: Þar sem skynsemi mannsins og staðreyndir þrýtur, verður tilfinn- ingartrú og innsæi að taka við. Sá sem afneitar hinni trúarlegu reynslu vegna þess að hún verður ekki sönn- uð vísindalega hefur aðeins tekið hina neikvæðu afstöðu. Skoðanir hans eiga sér hvorki vísindalegan eða vitrænan grundvöll fremur en skoðanir trú- mannsins. Trúmaðurinn byggir lífs- skoðun sína á tilfinningum og innri reynslu. Hann öðlast trú á lífið og bjartsýni sem leiðir til aukinnar lífs- hamingju. Sá sem velur hina neikvæðu trú, að ekkert sé til nema það sem hann sér og þreifar á, eða vísindin telja sig sanna, finnur oft engan til- gang með lífinu og fyllist beizkju og bölsýni sem leiðir til ófarnaðar, — án þess þó að þessi afstaða hans rétt- lætist á nokkurn hátt af viti, reynslu eða andlegri þörf. James gat ekki að hætti vísinda- manna um miðja 19. öld litið á veröld- ina sem andlausa vél sem gengi af sjálfu sér. Hann gat heldur ekki sætt sig við að himinn trúarinnar væri að- eins „skál á hvolfi". Og sízt af öllu gat hann sætt sig við að ekkert rétt- læti væri til annað en valdið. En ein- mitt það var rökrétt niðurstaða manns sem hafnaði trúnni og því siðíerði sem henni er samfara. Eftir því sem James hugsaði meira um rök lífsins fannst honum „erfiðara og erfiðara að kom- ast framhjá þeirri kenningu að til væri guð“ „Ég ætla að kalla hin æðri svið tilverunnar guð. Menn og guð eru sam- herjar, og með því að opna vitund sína fyrir áhrifum guðs nær maðurinn sínu hinzta takmarki". Áhrif William James á amerískin hugsunarhátt (fram til 1940 a. m. k.) hafa orðið mikil og víðtæk Trúin á frelsi og sköpunarmátt einstaklingsins Framh. á bls. 404 4 « i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.